Leita í fréttum mbl.is

Ég heyri í hurðum skellast

Ég vissi það!

Eða hélt mig vita.

Að meirihluti landsmanna (59%) styðji aðildarviðræður við ESB.

Ég styð þær líka heilshugar án þess að ég hafi hugmynd um hvort okkur sé betur borgið innan ESB eður ei.

Aðeins þannig komumst við að því og getum jafnvel tekið um það upplýsta ákvörðun þegar þar að kemur.

Annars held ég að ég og þessi 59% séum um það bil að verða fyrir vonbrigðum.

Ef það er rétt að ASG frestar fyrirtökunni einu sinni enn (þá vegna Icesave) þá fer allt lás allsstaðar.

Ég heyri í hurðum skellast.

Púmm heyrist í Norðurlandaútidyrunum.

Púmm, púmm, heyrist í stóru útidyrunum í Brussel.

Púmm, púmm, pang, heyrist í dyrunum þar sem lánsfjármagnið á heima víðast hvar.

Ég segi það enn og ég segi það aftur.

Við erum um það bil að verða óvinsælli en Castró er í Ameríku.

Frussssssss

Eins gott að það er hægt að borða íslenskar kótelettur í öll mál.

Hmprfm


mbl.is Meirihluti styður viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

verst að það verður erfitt að fá rasp á kótiletturnar því raspurinn er innfluttur..

Óskar Þorkelsson, 30.7.2009 kl. 09:45

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þá notarðu bara brauðmylsnu Óskar

Jón Aðalsteinn Jónsson, 30.7.2009 kl. 09:48

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

til að fá brauðmylsnu Jón þá þarf að flytja inn kornvörur.. skilja ?

Óskar Þorkelsson, 30.7.2009 kl. 09:59

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Og þeim mun alvarlegra að það sé útlit fyrir kartöflubrest í Þykkvabæ.

Héðinn Björnsson, 30.7.2009 kl. 10:24

5 Smámynd: Pax pacis

Ég held að flestir samlandar okkar hugsi eins og þú, Jenný, þótt það endurspeglist ekki á blogginu.  Það virðast ekki vera svo margir kannski-menn á blogginu í þessu máli.

Pax pacis, 30.7.2009 kl. 10:50

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Maður rígheldur í bjartsýnina þessa dagana, ekki margt sem gleður í fréttageiranum. 

Ásdís Sigurðardóttir, 30.7.2009 kl. 11:30

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég skil bara ekki af hverju allir hafa haldið því fram og gera kannski enn að Icesave og lán AGS tengist ekkert.........

....eru menn að reyna blekkja sjálfa sig? Því ekki gabba þeir mig!

Hrönn Sigurðardóttir, 30.7.2009 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband