Leita í fréttum mbl.is

Væri búin að lemja mann og annan væri ég á hugbreytandi efnum í kreppunni - ég segi það satt!

Ég veit ekki með ykkur en þessa dagana líður mér eins og ég hafi verið skrifuð inn sem stofustúlka í lélega sápuóperu þar sem handritshöfundarnir skrifa eins og enginn sé morgundagurinn og keppast við að láta sér detta í hug söguþráð sem hefur engin tengsl við raunveruleikann.

Þessir handritshöfundar eru dauðadrukknir held ég og gott ef ekki á sterum líka.

En ástandið er ekki í þykjustunni heldur er þetta blákaldur raunveruleikinn sem er svona geggjaður.

Ég botna t.d. ekkert í þessu skíðaskálamáli þar sem ásakanir ganga á víxl á milli ritstjóra Mogga og Jóns Ásgeirs.

Jón Ásgeir segir að fullur blaða(maður) á Mogga hafi hringt í sig (oftar en einu sinni) en það mun ekki vera höfundur umræddrar fréttar sem gerði það (hvorugur, þeir eru tveir) heldur einhver annar blaðamaður sem Jón Ásgeir segir að hafi hringt í sig áður á fylleríi.

Svo var reynt að kúga út úr honum fé af lögfræðingi (segist eiga það á bandi).

Mogginn segir nei, nei, nei.

Þar eru nefnilega allir edrú.

Getur verið að þetta sé pínulítið satt hjá báðum?

Kannski veit Moggamaðurinn ekkert hvað blaðamennirnir gera eftir vinnu.

Og kannski hringdi einhver fullur blaðamaður í Jón Ásgeir en af öðrum fjölmiðli.

Vitið þið að það er ekki hægt að halda neinum sans í þessum málum - bankahrunsmálum.

Er það nema von að ég, í krafti embættis míns, hafi kallað Kastljós og Silfur úr fríi (þeir hafa reyndar ekki svarað mér strákarnir en þeir hljóta að hlýða mér enda segir í auglýsingu frá RÚV að ég sé löggiltur eigandi fjölmiðilsins).

Ég er jafn rugluð eftir að lesa fréttir dagsins og ég var þegar ég var full og óviðkunnanleg hérna áður en af mér rann og ég frelsaðist af Þórarni Tyrfingssyni haustið 2006.

Sjúkkit eins gott.

Ég væri búin að lemja mann og annan væri ég á hugbreytandi efnum í kreppunni.

Þrátt fyrir andúð mína á ofbeldi offkors.


mbl.is Sölu á skíðaskála rift?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Vá hvað ég er líka orðin ringluð á þessu öllu

Margrét St Hafsteinsdóttir, 29.7.2009 kl. 20:41

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

nenni ekki einu sinni að reyna að fylgjast með.....

Hrönn Sigurðardóttir, 29.7.2009 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 2987152

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.