Mánudagur, 27. júlí 2009
Ábyrgð sjáenda er mikil - úje
Við erum ótrúleg við Íslendingar.
Ég og fleiri hafa krullast upp yfir álfastimplinum sem við höfum fengið á okkur og ég varð fyrst vör við í útlendu pressunni eftir leiðtogafundinn forðum.
Síðan hefur því verið haldið fram bæði hátt og í hljóði að Íslendingar séu einhverskonar hálfvitar sem trúi á tröll og forynjur, álfa og sjáendur.
Hlaupi um fjöll og hraun í einhverskonar Bjarkardressi veifandi höndum í séríslenskri tjáningu við ósýnilega vætti.
Við þolum ekki þennan álfastimpil flest okkar en erum samt alveg að uppfylla goðsögnina.
Kommon.
Ég trúi einu og öðru og ekki öllu fallegu en fjárinn hafi það að ég trúi því að það sé hægt að sjá jarðskjálfta fyrirfram upp á dag.
Þið takið eftir að ég trúi því alveg að það sé hægt að sjá fyrir svona skjálfta sem gerir það auðvitað að verkum að ég smellpassa inn í mýtuna, en ég trúi því ekki að það sé hægt að sjá hann fyrir upp á punkt og prik.
Hehemm.
Skal éta uppáhaldsskóna mína óeldaða ef það kemur stór skjálfti í dag.
(Háu hælarnir eiga eftir að standa í mér, ég lofa ykkur því).
Sjáandinn verður í vondum málum ef sýnin gengur eftir.
Maður á eftir að verða bálillur út í hana og heimta að hún standi skil á bankahruninu.
Alveg: Varstu í fríi frá sjáendastörfum fyrri part árs 2008 eða hvað?
Bankahrunið verður samstundis henni að kenna.
Ábyrgð svona sjáenda er mikil.
Súmí.
Spurt um jarðskjálftaspádóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Heimspeki, Lífstíll, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:51 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Hvers er að vænta af landi sem ríkisvæðir trú á geimgaldrakarl í geimnum... og þjóðin borgar 6000 milljónir árlega í fatlaða presta sem eiga í besta falli að vera á örorkubótum.. en ekki súperofurörorkubótum
DoctorE (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 13:55
....ég skelf af hlátri, innvortis.
Þröstur Unnar, 27.7.2009 kl. 14:07
trú á miðla og spádóma þekkist úti um allan heim.. mikið af peningum skipta um hendur í t.d Bandaríkjunum milli miðla og "viðskiptavina" þeirra.. það finnst mér gróft.
það sem ég hef séð með þessa konu er að hún virðist ekki vera að reyna að græða $$$ á einföldu fólki sem trúir einmitt á "álfa og huldufólk" ... en það eru hinsvegar nóg af svoleiðis sjáendum hér á landi líka.
Mér sýnist hún einfaldlega vera að segja frá því hvað hún sér .. einnig las ég að hún hjálpar björgunarsveitum í leit að týndu fólki. Ekki mikil "svika blær" af svoleiðis sjálfboðavinnu .. :/
ég er efasemdamaður um miðla og þá sem reyna að græða á þannig hlutum og finnst að svoleiðis eigi varla að vera leyft í siðuðum samfélögum ...
en ég hef smá trú á þessum sjáanda .. ég verð að viðurkenna það ;)
þegar hún sagði til um síðasta skjálfta að þá skeikaði 2 dögum .. þannig að ég bíð ekkert glápandi á sekúntuvísinn í kvöld .. en mér finnst þetta áhugavert .. enda mikill jarðskjálftaaðdáandi ;)
kær kveðja
AceR
ThoR-E, 27.7.2009 kl. 14:22
Já, ábyrgð þeirra er mikil, en gat hún ekki séð fyrir fjámálahrunið og varað okkur við, kannski hefði enginn hlustað.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.7.2009 kl. 14:26
Segjum hlutina eins og þeir eru:
Þeir sem segjast hafa yfirnáttúrulega hæfileika eru annað hvort geðsjúklingar eða glæpamenn.. það er ekkert þar á milli, zero.
DoctorE (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 14:55
Talandi um bankahrunið, nokkrir vöruðu við að það myndi gerast, þótt enginn þeirra væri þekktur fyrir að hafa sýn yfir í aðra heima, en kannski einmitt þess vegna var ekki hlustað á þá.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.7.2009 kl. 15:20
Glimrandi pistill, eftirskjálftar Þrastar Unnars ná hingað alla leið.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.7.2009 kl. 15:37
Þetta eru bara hennar orð. (Gefum henni 1-2 sólarhringa/skekkjumörk)
Við ráðum því hvort við trúum þessu eða ekki.
Ég get ekki séð að hún bera neina sérstaka ábyrgð.
Verði ekkert af þessu; mun hún þá væntanlega ekki rýrna í áliti hjá þjóðinni eða hvað?
Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 17:32
Sammála Mr. Jón.
ThoR-E, 27.7.2009 kl. 17:58
Mér finnst þetta bara skemmtileg pæling.
Og ef sýn hennar er rétt þá vitum við að það er hægt að sjá fyrir hluti.
Gaman að því.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.7.2009 kl. 19:40
Gefa skekkjumörk... HALLÓ, þó svo að Jón Commander sé að bíða eftir Jesú sem lofaði að koma aftur á meðan lærisveinarnir væru á lífi... þá tökum við ekki nein skekkjumörk á svona dæmi... annað hvort gekk spádómurinn or not.
Fólkið sem flúði Grindavík og þeir sem sofa í tjaldi... þeim finnst þetta örugglega mjög skemmtilegt... það er svo skemmtilegt að vera eins og fábjáni :)
DoctorE (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 23:47
vá, hjálpar hún björgunarsveitum??? hversu hátt hlutfall fólksins sem hún hefur leitað að hefur fundist vegna hennar ábendinga? það þætti mér áhugavert að vita!!!
hún er kannski bara búin að horfa á of mikið af "the medium"? konan sem er fyrirmyndin af persónunni í þeim þáttum gat reyndar ekki fundið fjöldamorðingjana tvo sem gengu lausir í borginni hennar á þeim tíma sem verið var að gera þættina, en hey, samt gaman að því að t.d löggan og björgunarsveitir séu að nota svona fólk til að hjálpa sér í vinnunni.... (ekki kaldhæðnislega meint af minni hálfu, svona dulspekiiðkun er alltaf áhugaverð)
svona spádómar eru alltaf í kringum mann hér á Íslandi, stundum fær fólk eitthvað á tilfinninguna og það bara gerist og aðra dreymir, hugsanlega eru því sumir bara viðkvæmari fyrir jarðhræringabylgjum en aðrir og geta spáð þeim? Ég var búin að spá efnahagshruninu (falli bankanna og verðbréfa) með innsæinu og rökhugsuninni löngu áður en það allt skeði, mamma og fleiri töluðu svo um þessa spádóma mína eftirá og ég þurfti ekki að monta mig neitt af þeim sjálf og ég fann meiraðsegja færslu á moggablogginu mínu þarsem ég kom inná þetta - með góðum fyrirvara
halkatla, 28.7.2009 kl. 00:21
Jamm Anna Karen, þetta hrun var fyrirsjáanlegra en veðrið á morgun, það sáu mjög margir og sögðu mjög margt, jafnvel fjölskyldur og vinir sjáenda sneru skollaeyrum við öllum viðvörunum.
Það versta er að "sjáendur" sem héldu sínu kúli og duttu ekki í æðið, eru nú margir litnir hornauga, fyrir að halda áfram á sama tempói og áður fyrr, en virkar á fórnarlömb hrunsins doltið góðærislegt eitthvað.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 28.7.2009 kl. 04:56
Það er ekki til sájandi/miðill... bara glæpamenn & geðsjúklingar
The end
DoctorE (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.