Leita í fréttum mbl.is

Lausn er fundin á Icesave - Strákarnir reknir heim!

 tepartí

Ég held að ég sé búin að leysa Icesave deiluna.

Nei, ég veit að ég er búin að leysa hana fái ég mínu framgengt.

Þessi lausn kom til mín þar sem ég sat í auðmýkt minni og lítillæti hér í stofusófanum á kærleiks.

landsbankahösslararnir

Málið er einfalt.  Karlar eiga ekki að díla um svona mál.

Þeir eru alltaf í landvinningum mennirnir.  Uppblásnir af eigin mikilfengleika.

Vilja vinna stóra sigra og sjást þá ekki fyrir.

Karlmenn eru glataðir í viðskiptum.

Við hóum saman venjulegum konum úr þeim löndum sem að Icesave-málinu koma.

Bretlandi, Hollandi og Íslandi.

Konur sem hafa þurft að reka heimili og sjá börnum sínum farborða af þeim peningum sem koma inn í heimilisreksturinn.

Við sýnum samkennd, viljum ekki leggja of þungar byrðar á hvor aðra.

Við leysum þetta á einum eftirmiðdegi yfir kaffibolla.

Og ég lofa að við stelpurnar komum til með að sættast á niðurstöðu sem allir geta lifað við.

Mér leiðist að segja það - en Icesave er einfaldlega ekki karlmannsverk.

Strákar!

Þið steinþegið á meðan.  Hafið gert nóg nú þegar.

Capiss?

P.s. Og Darling þetta með þögnina á við um þig líka.


mbl.is Darling varar við vaxtaokri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laufey B Waage

Ég mæli með þessari lausn. Kaffið verður gott, í fallegum bollum og við leysum þetta. Furðulegt að öngvum skuli hafa dottið þetta fyrr í hug.

Laufey B Waage, 26.7.2009 kl. 23:47

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Og útkoman yrði svona svipuð glæsileg og að senda kvensurnar á bílasölu, ef þær lenda á bílasala með dollu af Loga Geirs í hárinu og brúnku eins og Benni Ólsari þá gera þær bara það sem þeim er sagt að gera.

Svona saumaklúbbur myndi senda fleiri köku uppskriftir á milli landa en einhverja samninga.

Að vísu myndi sendinefnd Íslands ekki vera kölluð Ice-save nefndin heldur Ice-Babe nefndin, en svoleiðis taktík virkar ekki á bombur eins og  Möggu danadrottningu.

Við þurfum bara alvöru karlmannslega krafta í þetta.

S. Lúther Gestsson, 26.7.2009 kl. 23:52

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

o.k.

Steingrímur Helgason, 26.7.2009 kl. 23:58

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

... ok

Óskar Þorkelsson, 27.7.2009 kl. 01:50

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég vildi nú helst stönduga, stóra krús, Laufey.

Og mér hlýnar um hjartarætur að sjá hvað S. Lúther hefur mikla trú á okkur konunum. 

Ólíkt Steingrími og Óskari... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 27.7.2009 kl. 02:22

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

:) sorry Jenny og Lára H.. en konur einar og sér eru frábærar, en þetta versnar í takt við fjölgun þeirra á fundinum..

Óskar Þorkelsson, 27.7.2009 kl. 02:33

7 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Líst vel á þetta

Jónína Dúadóttir, 27.7.2009 kl. 07:56

8 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Góóóð hugmynd!

Skyldi S.Lúther vera genginn út?!

Soffía Valdimarsdóttir, 27.7.2009 kl. 08:19

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er frábær laus Jenný ég mæli með henni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.7.2009 kl. 09:18

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Frábær hugmynd!

Hrönn Sigurðardóttir, 27.7.2009 kl. 09:30

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Alveg sjálfsagt að prófa þetta...við höfum engu að tapa héðan af. Útkoman yrði betri hjá kellunum yfir kaffinu....jafnvel þó þær skildu hausana eftir heima. Vitleysuna sem á undan hefur gengið er einfaldlega ekki hægt að toppa.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.7.2009 kl. 10:31

12 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Brilliant!  út með testesterón inn með estrogen!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 27.7.2009 kl. 15:45

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úje.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.7.2009 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.