Leita í fréttum mbl.is

Óttaáróðursmeistarar af guðs náð

Birgitta Jónsdóttir talar um að í áliti meirihluta utanríkismálanefndar í Icesave málinu sé óttaáróður þess efnis að ef ekki verði gengist við Icesave-samningnum hafi íslenskt efnahagslíf verra af.

Ég held að það sé ekki óttaáróður.  Ég held að það sé raunsætt mat.  Við verðum ekki látin komast upp með að neita ábyrgð á uppáskrift íslenskra stjórnvalda á hegðun Landsbankaglæpamannanna.

Þar fyrir utan þá brosi ég með sjálfri mér (full umburðarlyndis, jájá) þegar þingkonan talar um óttaáróður.

Þar hittir skrattinn ömmu sína.

Heilagri þrenningu Borgarahreyfingarinnar tókst nærri því að hræða úr mér líftóruna með stöðugum óttaáróðri sínum um eitruð leyndarmál þessa samnings.

Eins og samningurinn sé ekki alveg nógu skeflilegur í sjálfu sér.

En nú er þess víst stutt að bíða þar til þau gera grein fyrir leyndóinu.  Vika sagði einhver í fjölmiðlum.

Það er heldur ekki langt síðan að Þór Saari stóð í ræðustól Alþingis og talaði um að fólk myndi deyja, svelta og guð má vita hvaða hörmungum hann lofaði í umræðum um kreppuna og það var þá sem ég kveikti á að þarna var kominn óttaáróðursmeistari Alþingis númeró únó.

Hvað um það ég bíð eftir umræðum um Icesave í þinginu á morgun, með öndina í hálsinum offkors og það ekki af tilhlökkun.

Gott er það ekki.  Það er óhætt að segja.

Hvað sem manni annars finnst um hvaða leiðir eigi að fara.


mbl.is Óttaslegin utanríkismálanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

JENNÝ hvað gengur á í vg einn þingmaður flúði útá sjó og annar náði í varmann til að greiða atkvæði ekki er þetta lið trúverðugt

Ólafur Th Skúlason, 22.7.2009 kl. 16:31

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hef ekki hugmynd um hvað er í gangi í VG eða öðrum flokkum umfram það sem ég les í blöðum.

Er ekki allt að verða vitlaust bara?

Ekki skrítið kannski við þessar astæður að það hrikti í öllu allsstaðar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2009 kl. 16:46

3 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

fjölmiðlar ljúga ekki JENNÝ

Ólafur Th Skúlason, 22.7.2009 kl. 16:51

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2009 kl. 17:01

5 identicon

DoctorE (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 17:07

6 identicon

Prófum að setja hlutina í samhengi. 

Fjölmiðlar kóuðu með útrásarvíkingunum og allir þeir sem eitthvað höfðu út á þá að setja voru rægðir og rakkaðir niður og þjóðin (les: bloggheimar) dansaði með.

Núna.  Fjölmiðlar kóa enn með útrásinni.  Þeir sem standa í björgunaraðgerðunum og líka þeir sem styðja aðgerðir  ríkisstjórnarinnar eru umsvifalaust rakkaðir niður og rægðir  og kallaðri landráðamenn og fleira og fleira. 

Og bloggheimar dansa með fjölmiðlunum nú sem aldrei fyrr. Á endanum þorir enginn að lýsa yfir neinum stuðningi við eitt né neitt sem stjórnvöld gera.  Ekki einu sinni það sem enginn ágreiningur er um og er til bót.  (Það er yfir höfuð aldrei rætt. Takið eftir því)

Sagan endurtekur sig. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 18:59

7 Smámynd: Halldór Halldórsson

Er það ekki alveg stórkostulegt þegar þrælar flokksins (Steingríms) þykjast vera "frjálsir og óháðir"??  Ég hef hingað til ekki fundið eitt einasta atriði öðruvísi en að blogghöfundur sé alltaf á "flokkslínunni" að lokum!

Halldór Halldórsson, 22.7.2009 kl. 19:18

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert nú að verða jafn höll undir þinn fomann eins og þú hefur sagt okkur sjálfstæðismenn vera undir okkar, kemur mér verulega á óvart.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.7.2009 kl. 19:38

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Halldór: Æi, leim.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.7.2009 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2987165

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband