Sunnudagur, 19. júlí 2009
Í matinn á Vísarað?
Merkilegt þegar maður hugsar um hversu öllu hefur fleygt fram hér á landi, upp á gott og vont auðvitað, að það skuli ekki vera bændamarkaðir út um allan bæ.
Svoleiðis er það í siðmenntuðum löndum og ósiðmenntuðum líka ef ég á að vera alveg nákvæm.
Þegar ég bjó í Gautaborg þá var Saluhallen t.d. staður sem ég heimsótti að minnsta kosti einu sinni í viku.
Þar var hægt að fá lambakjöt bæði íslenskt og svo háheilagt Mekkakjöt þar sem viðkomandi lambi hafði verið slátra upp á múslímsku með höfuð í átt til Mekka.
Ostar upp á Ítölsku og seladæmi og annað sem ég hef ekki geð á að nefna frá Grænlandi og kjötbolur með mör frá Færeyjum, ég gæti talið endalaust áfram en sleppi því.
Grænmeti og krydd út í það óendanlega.
Mín kynslóð var ekki alin upp á miklu grænmeti.
Tómatar, gúrkur, hvítkál og gulrætur.
Búið og bless.
Já og grænar baunir frá Ora með sunnudagssteikinni.
Niðursuðumatur er auðvitað ekki í alvörunni svona ef maður hugsar um það, ekki frekar en líkamspartur í formalíni er lifandi manneskja.
Löngu dautt í báðum tilfellum.
Þess vegna hoppa ég hæð mína af tilhugsuninni um að hér verði grænmetis- og kjötmarkaðir.
Að því tilskyldu að verðið verði þolanlegt.
Og ekki segja mér að það sé svo dýrt að vera Íslendingur, að forréttindin kosti.
Þá segi ég: Þá er betra að ganga í ESB.
Ég vil ekki þurfa að kaupa í matinn á raðgreiðslum, fjandinn hafi það.
Og góðan daginn, villingarnir ykkar.
Þrír í undirbúningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Lífstíll, Matur og drykkur | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
svona bændamarkaðir hafa verið í umræðunni hjá okkur sem höfum starfað í matvælageiranum um langa hríð.
Ég er sannfærður um að þetta verði bændum og almenningi til góðs ef rétt er haldið á spilunum.
Vöruverð ætti að vera amk 20 % ódýrara en í stórmörkuðum , jafnvel allt að 40 % í einstaka tilfellum.
visakort ættu að vera bönnuð þarna inni, í anda upphafs bónusverslana til þess að geta pressa' vöruverðið enn frekar niður því þá fær almenningur staðgreiðsluafslátt og bóndinn að sjálfsögðu peningana strax en ekki í næsta mánuði..
svo vísarað ætti ekki að vera möguleiki Jenný :)
Óskar Þorkelsson, 19.7.2009 kl. 11:41
Sammála Skara að vanda.
Hins vegar eru grænar ORA-baunir í dós hápunktur siðmenningarinnar í heiminum.
Þorsteinn Briem, 19.7.2009 kl. 11:51
Ég vil ekki heyra eitt hnjóðsyrði um grænar baunir í dós!!
Hrönn Sigurðardóttir, 19.7.2009 kl. 14:18
Jamm, vonandi verða seldar Bíldudals grænar baunir og Bíldudals handsteiktar ketbollur á þessum bændamörkuðum.
Annað væri skandall.
Þorsteinn Briem, 19.7.2009 kl. 14:41
Ef innlend matvælaframleiðsla væri jafn mikið niðurgreidd og sú í ESB þá væri hún ugglaust á sama verði.
Hér mað ekki minnast á niðurgreiðslur því þær hafa verið af hinu illa
Því er spurt. Eru niðurgreidd matvæli betri ef þau eru niðurgreidd af öðrum.
Pælið í þversögninni í þjóðarsálinni. Íslendingar vilja borða niðurgreddan mat frá ESB en vilja svo ekki heyra á það minnst að niðgurgeiða sína eigin framleiðslu.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 17:24
Ég er alveg til í niðurgreiðslu Jón Óskarsson.
Mér óar líka fyrir tilhugsuninni um ferskt innflutt kjöt og ekki ber að taka allt sem ég skrifa eins og heilaga meiningu mína.
En ég er þreytt á háu matarverði.
Óskar: Takk fyrir þitt innlegg.
Dreg hér með til baka tilfinningakalda og ósvífna yfirlýsingu mína um grænar baunir í dós.
Þær eru hámark matarmenningar heimsins.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2009 kl. 20:49
Ég er líka sammála með kortalus viðskipti til að ná niður kostnaði bara svo það sé á hreinu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2009 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.