Leita í fréttum mbl.is

Í matinn á Vísarað?

 saluhallen gtb

Merkilegt þegar maður hugsar um hversu öllu hefur fleygt fram hér á landi, upp á gott og vont auðvitað, að það skuli ekki vera bændamarkaðir út um allan bæ.

Svoleiðis er það í siðmenntuðum löndum og ósiðmenntuðum líka ef ég á að vera alveg nákvæm.

Þegar ég bjó í Gautaborg þá var Saluhallen t.d. staður sem ég heimsótti að minnsta kosti einu sinni í viku.

Þar var hægt að fá lambakjöt bæði íslenskt og svo háheilagt Mekkakjöt þar sem viðkomandi lambi hafði verið slátra upp á múslímsku með höfuð í átt til Mekka.

Ostar upp á Ítölsku og seladæmi og annað sem ég hef ekki geð á að nefna frá Grænlandi og kjötbolur með mör frá Færeyjum, ég gæti talið endalaust áfram en sleppi því.

Grænmeti og krydd út í það óendanlega.

Mín kynslóð var ekki alin upp á miklu grænmeti.

Tómatar, gúrkur, hvítkál og gulrætur.

Búið og bless.

Já og grænar baunir frá Ora með sunnudagssteikinni.

Niðursuðumatur er auðvitað ekki í alvörunni svona ef maður hugsar um það, ekki frekar en líkamspartur í formalíni er lifandi manneskja.

Löngu dautt í báðum tilfellum.

Þess vegna hoppa ég hæð mína af tilhugsuninni um að hér verði grænmetis- og kjötmarkaðir.

Að því tilskyldu að verðið verði þolanlegt.

Og ekki segja mér að það sé svo dýrt að vera Íslendingur, að forréttindin kosti.

Þá segi ég: Þá er betra að ganga í ESB.

Ég vil ekki þurfa að kaupa í matinn á raðgreiðslum, fjandinn hafi það.

Og góðan daginn, villingarnir ykkar.


mbl.is Þrír í undirbúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

svona bændamarkaðir hafa verið í umræðunni hjá okkur sem höfum starfað í matvælageiranum um langa hríð.

Ég er sannfærður um að þetta verði bændum og almenningi til góðs ef rétt er haldið á spilunum. 

Vöruverð ætti að vera amk 20 % ódýrara en í stórmörkuðum , jafnvel allt að 40 % í einstaka tilfellum. 

visakort ættu að vera bönnuð þarna inni, í anda upphafs bónusverslana til þess að geta pressa' vöruverðið enn frekar niður því þá fær almenningur staðgreiðsluafslátt og bóndinn að sjálfsögðu peningana strax en ekki í næsta mánuði.. 

svo vísarað ætti ekki að vera möguleiki Jenný :)

Óskar Þorkelsson, 19.7.2009 kl. 11:41

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sammála Skara að vanda.

Hins vegar eru grænar ORA-baunir í dós hápunktur siðmenningarinnar í heiminum.

Þorsteinn Briem, 19.7.2009 kl. 11:51

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég vil ekki heyra eitt hnjóðsyrði um grænar baunir í dós!!

Hrönn Sigurðardóttir, 19.7.2009 kl. 14:18

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jamm, vonandi verða seldar Bíldudals grænar baunir og Bíldudals handsteiktar ketbollur á þessum bændamörkuðum.

Annað væri skandall.

Þorsteinn Briem, 19.7.2009 kl. 14:41

5 identicon

Ef innlend matvælaframleiðsla væri jafn mikið niðurgreidd og sú í ESB þá væri hún ugglaust á sama verði. 

Hér mað ekki minnast á niðurgreiðslur því þær hafa verið af  hinu illa

Því er spurt.  Eru niðurgreidd matvæli betri ef þau eru niðurgreidd af öðrum.

Pælið í þversögninni í þjóðarsálinni. Íslendingar vilja borða niðurgreddan mat frá ESB en vilja svo ekki heyra á það minnst að niðgurgeiða sína eigin framleiðslu.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 19.7.2009 kl. 17:24

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er alveg til í niðurgreiðslu Jón Óskarsson.

Mér óar líka fyrir tilhugsuninni um ferskt innflutt kjöt og ekki ber að taka allt sem ég skrifa eins og heilaga meiningu mína.

En ég er þreytt á háu matarverði.

Óskar: Takk fyrir þitt innlegg.

Dreg hér með til baka tilfinningakalda og ósvífna yfirlýsingu mína um grænar baunir í dós.

Þær eru hámark matarmenningar heimsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2009 kl. 20:49

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er líka sammála með kortalus viðskipti til að ná niður kostnaði bara svo það sé á hreinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.7.2009 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 2987154

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.