Leita í fréttum mbl.is

Okkur var skapað að skilja - úje

 bálill brúdður

Það er alltaf verið að rannsaka og rannsaka.

Sú nýjasta ber vinnuheitið "What´s love got to do with it" og leiðir mann í allan sannleika um hvaða sambönd eru líkleg til að endast og hver ekki.

Af hverju í áranum voru ekki svona rannsóknir í gangi þegar ég stóð í að giftast og skilja við mína fjölmörgu eiginmenn.

Hugsið ykkur óþægindin sem hægt hefði verið að sleppa við?

Alla brúðarkjólana sem ég hefði ekki þurft að kaupa?

Eða alla prestana sem ég hefði gefið helgarfrí?

Ég hef sagt ykkur frá því einhvern tímann hversu góð byrjunin á mínu fyrsta hjónabandi var.

En aldrei er góð vísa of oft kveðin (so here we go again).

Við rifumst á leið í kirkju.

Töluðumst ekki við undir athöfn en rétt náðum að hvæsa jáinu út á milli samanbitinna vara.

Héldum svo áfram að rífast langt fram eftir degi.

En vorum búin að sættast til að geta mætt í okkar eigin brúðkaupsveislu.

Fall er fararheill segja sumir.

En það er ekki rétt, hjónabandið stóð í ár eða svo.

Hefði átt að endast lengur hefði mér fundist.

Af því við reyktum bæði.

En það á að auka líkurnar á að sambönd haldist.

En okkur var skapað að skilja.

GARG og gaman.

Úje.


mbl.is Reykingar hafa áhrif á varanleika sambanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert yndisleg í morgunsárið.  Eigðu ljúfan dag

Ásdís Sigurðardóttir, 18.7.2009 kl. 09:43

2 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Flottur pistill.

Átt þú góðan dag.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 18.7.2009 kl. 11:07

3 Smámynd: Eygló

Eygló, 18.7.2009 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband