Leita í fréttum mbl.is

Tussulegt slökkviliðsgabb

Stundum eltir fortíðin mann uppi og minnir óþyrmilega á sig þegar síst skyldi.

Að gabba slökkviliðið er illa til fundið segi ég og tala af reynslu.

Gerði það þegar ég var þrettán ásamt vinkonum mínum en við vorum í trylltu gelgjukasti og fannst það ekki vitlaus hugmynd að senda menn með slöngur til ákveðinnar vinkonu í borginni.

Tókum sérstaklega fram í símanum að eldhúsið logaði í kjallaranum og mæltumst til að slöngurnar yrðu látnar vaða umbúðalaust inn um gluggann.

Einhverra hluta vegna fannst okkur tilhugsunin brjálæðislega fyndin.

Sáum fyrir okkur mömmu vinkonunnar steikja kjötbúðing eða eitthvað við eldavélina þegar þrýstislöngu yrði dúndrað á eiturbrasið, algjörlega án fyrirvara.

Gamanið kárnaði þegar búið var að rekja símtalið.

Við náðumst og vorum sendar til lögreglumanns í Borgartúni og svo hrædd var ég að ég fór að hágrenja.

Síðan hef ég verið hrædd við slökkviliðið.

En að öðru og merkilegra máli.

Nefnilega nýjum notkunarmöguleikum á klobbum.

Ég meina píkum.

Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að píkur hefðu þann tilgang að vera æxlunarfæri upp á gott og vont.

Sko gott fyrst og ferlega vont sirka níu mánuðum síðar.

Nei, nei, ekki rétt hjá mér sko.

Þú getur notað á þér píkuna til að lyfta lóðum.

Er það ekki frábært.

Nota það sem guð gaf segi ég og mæta með pjölluna á lyftingamót.

Kona í Rússlandi lyfti fjórtán kílóum með píkunni.

Vá hvað hún hlýtur að hafa verið tussuleg eftir æfingabúðirnar.

Fyrirgefið, ég er ekkert ofsalega upptekin af píkum, þær eru bara þarna og eigendum auðvitað frjálst að stunda bæði íþróttir og annað aktivítet ef svo hentar.

Svo ég nú ekki tali um alls kyns praktíska notkunarmöguleika sem "opnast" með þessari nýjung.

Það má til dæmis nota píkuna til að bera með bónuspoka.

Jájá, við skulum ekkert fara neitt nánar út í að láta hugann reika, ekki svona opinberlega að minnsta kosti.

En stundum getur maður ekki orða bundist.

Hvað næst?

Nei, ég ætla ekki að segja það upphátt einu sinni.

 


mbl.is Slökkviliðið gabbað á vettvang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Æi þakka þér fyrir mín kæra... ég er með hiksta af hlátri

Jónína Dúadóttir, 13.7.2009 kl. 10:07

2 Smámynd: Garún

Guð minn góður...ég kafnaði!   AFHVERJU og ég spyr AFHVERJU fannst henni góð hugmynd að lyfta lóðum með píkunni.  Ég nenni því nú varla með höndunum hvað þá .....váá

Garún, 13.7.2009 kl. 11:20

3 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

BWHAAAAAAAA ég er í nettu asmakasti af hlátri....ég sé konur í anda að rogast með bónuspokana hahahaha

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.7.2009 kl. 12:04

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

      

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.7.2009 kl. 12:39

5 identicon

Tjah Jenný, þú kannt sko að gefa hlutunum nöfn. Það verður aldrei af þér skafið. Ég þurfti að skreppa heim á hótel og hafa brókarskipti, ég hló svo mikið að ég hreinlega meig á mig.

Kveðja frá N´Djamena

Hörður Þór Karlsson (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 2987151

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.