Leita í fréttum mbl.is

Í fúlustu alvöru

Við vorum tekin í haust, svínbeygð til hlýðni af Hollendingum af því að þeir voru undirbúnir en við ekki.

Geir Haarde örugglega á "maby I should have" stiginu.

Málið er að hér voru yfirvöld í sjokki og því var látið undir höfuð leggjast að bjarga bæði einu og öðru.

Sko, yfirvöld, þ.e. það fólk sem ber ábyrgðina má ekki vera í sjokki eða á einhverju "látum okkur nú sjá, bíðið ég ætla aðeins að hugsa málið" stigi.

Það er einfaldlega harðbannað.

Hvað hélt þetta fólk að það ætti að gera í vinnunni í október síðast liðnum?

Ég velti því fyrir mér í fúlustu alvöru.


mbl.is Starfsmenn AGS mótmæltu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Og hvað heldur fólkið, sem í dag er við völd, að það eigi að gera í vinnunni? Slá skjaldborginni loksins um heimilin frekar en bankana kannski?

Margrét Sigurðardóttir, 12.7.2009 kl. 23:37

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ég fyrir mitt leyti tel að ákvarðanir sem teknar voru í bólinu snemma morguns eftir "hrunið" mikla hjá yfirvöldum, hljóti að vera hægt að afturkalla einmitt á þeirri forsendu að yfirvöld voru í sjokki og allar aðgerðir einkenndust af óráði.  Til vara verður hægt að afturkalla þær á forsendum "kúgunar og ónógra upplýsinga".  Til þrautavara verður hægt að afturkalla þær, vegna aðgerða sem stærsta kúgunarþjóðin viðhafði; að setja okkur á bekk með Osama bin Laden, sem umsvifalaust þeytti milljarðaeignum út um gluggann.

Skil samt ekki af hverju núverandi yfirvöld verja þetta óráð þarna í haust  fram í rauðan dauðann.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 12.7.2009 kl. 23:59

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Memo þeirra í haust var aldrei fullnustað sem samningur og yfirvöldum þar tilkynnt aldrei yrði samið á þessum nótum. Mér finnst skiljanlegri mistökin sem framkvæmd voru í haust þegar landið var að lokast en þeir gjörningar og mistök sem núverandi ríkisstjórn er að gera, þau eru hrein afglöp ef ekki landráð. Ef af þessu verður segi ég bara "út vil ek".

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 13.7.2009 kl. 05:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 15
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987146

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband