Laugardagur, 11. júlí 2009
Ég á vonda vini!
Verð að játa að ég er nokkuð upptekin af brunanum á Þingvöllum.
Kannski ekki skrýtið þar sem ég hef verið með síðustu kaffigestum staðarins í gær.
En hvað um það, ég veit að ég er með svartan húmor og ég kæri mig ekkert um að hafa það öðru vísi takk kærlega fyrir það.
En vinir mínir eru enn verri.
Nú fæ ég stöðugar meldingar um að mæta á hina og þessa staði sem þeim hugnast ekki, væntanlega til þess að þeir verði einhverju að bráð þar sem ég er svo mögnuð að allt fer til fjandans sem ég kem nálægt.
Ég hef verið beðin um að heimsækja útrásarvíkinga, hús sem bera vitni gróðærismikilmennskunni, þar sem arkítektar hafa misst sig á testósteróni og hannað byggingaskrímsli sem standa lóðbeint upp í skýin eins og risatittlingar.
Ég get því miður ekki orðið við þessum óskum þar sem ég er löghlýðin borgari með hérahjarta.
En tilhugsunin er óneitanlega nokkuð ljúf.
Vá hvað það er margt sem við gætum verið án í þessri borg.
En án gamans þá hef ég kveikt í sjálfri mér.
Tvisvar svo ég sé nú alveg heiðarleg.
Setti í mig permanent á hallærislega tímabilinu í lífi mínu.
Æi, þið munið þegar ljósabekkjanotkun var reiknuð inn í vísitölu neysluverðs og maður þurfti að skreppa frá úr vinnu til að halda við svertunni og auka möguleika sína á sortuæxli.
Gott ef það var ekki inni í kjarasamningum bara.
Ég var sem sagt að setja í mig permó úr kassa heima hjá mér og gleymdi því í hausnum á mér.
Og það rauk úr hárinu á mér.
Ég hélt sko að það væri kemíkin í jukkinu sem ég keypti í apótekinu sem kveikti í.
En svona eftir á að hyggja...
..var það ekki bara minn magnaði persónuleiki sem startaði brunanum?
Það er eins gott að ég fari að tóna mig niður.
Farin í sólbað.
Loga af spenningi.
Skýrslur teknar af starfsfólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:33 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Þú ert fyndin skömmin þín!
Edda Björk Hafstað Ármannsdóttir, 11.7.2009 kl. 14:39
Hahahaha, svo hefurðu "gleymt" kveikjaranum addna líka.
Á ónefndri hárgreiðslustofu í Reykjavíkurborg, er þinglýst skjal stimplað og kvittað, sem vottar það að ef ég í "óráði og annarlegu ástandi" óska eftir permanetti, þá skal umsvifalaust ekki verða við því en setja mig í farbann til annarra slíkra þjónustuaðla.
Hef samt aldrei dottið í hug að fá mér permó úr kassa! Jamm mögnuð ertu.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 11.7.2009 kl. 14:51
Var þetta ekki á tíma Tony-permanetts essskan þegar þú kveiktir í þér?
Þú ert ógeðslega fyndin.. þarna....
Betra að leggjast í sólbað en gleypa brúnkuklúta..muna það...
Valdís (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 15:14
Farin í sólbað? Mér þykir þú kjörkuð. Passaðu þig að brenna ekki...
Emil Örn Kristjánsson, 11.7.2009 kl. 15:33
Hehe þú virðist vera ekta hexa, farðu varlega í sólini svo þú brennir ekki upp.
Jóhannes (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 15:37
Það eru til orð yfir svona fyrirbæri, þ.e. persónuleika sem eru svo magnaðir að þeir/þær geta kveikt í sjálfum sér án utanaðkomandi aðstoðar.
"Spontaneous combustion" minnir mig. Þekkist úr vísindaskáldsögum og galdrabókum.
Hugsanlega líka skylt hugtakinu hamfarir, þar sem þú reist greinilega úr öskunni eins og fuglinn Fönix forðum.
Alveg að missa jarðsambandið núna. (þ.e. Moi, sumar greinilega löngu farnar á undan). Eða bara sólstingur.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 11.7.2009 kl. 16:30
p.s. værirðu til í að líta við í stóra ljóta steinkumbaldanum við Lækjartorg ?
Þaðan svo kannski í grunninn á "Alþýðuhöll" Júlíusar Vífils ?
Hildur Helga Sigurðardóttir, 11.7.2009 kl. 16:33
IceSave
Hvers vegna í ósköpunum voru ekki sendir út til að semja um IceSave höfundarnir sjálfir? Auðvitað átti að senda þá til samninga. Þeir áttu hugmyndina, þeir framkvæmdu, eyddu, klúðruðu og allir vita hvernig þessi tæra snilld þeirra er í dag. Þeir hefðu getað sagt Bretum og Hollendingum hvernig þeir hugsi sér að borga þetta. Hvenær, hversu mikið og með hvaða vöxtum. Eins og allir vita þá eru þetta höfundarnir; Bjöggarnir, Sigurjón Árnason og Halldór Jón Kristjánsson. Þeir eru IceSave. ekki þjóðin. Senda einhverja aðra frá Íslandi er merki um vanhugsun.
cindy, 11.7.2009 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.