Leita í fréttum mbl.is

Vælt út yfir gröf og dauða

Tilfinningaklámið í Hollywood nær hæstu hæðum þessa dagana.

Ástæða: Michael Jackson.

Ég er ekki að gera lítið úr hinum látna en Ameríkumenn eru ótrúlegir sökkerar fyrir tilfinningasukki, yfirborðskenndu sorgarkjaftæði sem þeir elska að fá athygli út á.

Svo væmnir og tilgerðarlegir að það nær engri átt.

Núna biðjast þeir afsökunar í kippum og kös.

Fyrirgeeeeefið aðdáendur en ég missti mig úr ekka þegar ég sá kistuna hans MJ.´

Ég er svo tilfinningarík/ur að ég má ekkert aumt sjá.  Búhú.

Ég gat ekki sungið þegar ég sá besta vin minn liggja þarna í kistunni og harmurinn yfirtók í mér raddböndin.

Allir í Hollý eru núna bestu vinir MJ.

Skrýtið, á meðan hann lifði var hann meira og minna einn.

En það er til fullt ar svona jarðarfarasökkerum út um allan heim.

Fólk sem mætir á kistuvaktina þó það hafi varla þekkt líkið í sjón.

Sumir hreinlega mæta á jarðarfarir sér til skemmtunar.

Halló.

Vonandi fær MJ nú að vera í friði fyrir grenjandi og syngjandi nýjum bestu vinum.

Kommon, hver vill láta væla yfir sér út yfir gröf og dauða.

Urrrrrrrrrrrrrr


mbl.is Kistan sló Carey út af laginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahahaha og ææææ. Ég veit ekki hvort ég á að hlæja að gráta. Er ein af þessum sem grenja yfir alls konar asnalegum hlutum, en auðvitað hló ég í gegnum tárin eftir lestur fréttarinnar, þegar ég las færsluna þína. Asninn ðinn addna

Jóna Á. Gísladóttir, 9.7.2009 kl. 23:13

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Segðu og þegar fólk setur í status á facebook að það hafi grenjað yfir minningarathöfninni!! Jæks - ef þetta er ekki tilfinningaklám þá veit ég ekki hvað það er..........

Getur fólk ekki forgangsraðað sorgum sínum? Dauði MJ er cirka númer tíuþúsund hjá mér

Hrönn Sigurðardóttir, 9.7.2009 kl. 23:29

3 Smámynd: Heiða  Þórðar

Vá hvað ég er sammála!!!

Heiða Þórðar, 9.7.2009 kl. 23:57

4 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Enginn veit hvað átt hefur fyrir en.

góða nótt vina.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 10.7.2009 kl. 00:48

5 identicon

Finnst þú oftast hitta naglann á höfuðið. En mér finnst þetta ekki rétt. Tilfinninga klám tók mig algjörlega útaf sporinu. Ég ólst upp við það að hlusta á tónlist þessa manns, þótt það sé ekki minnisvert.

Aftur á móti ef ég væri popptónlistarmaður sem hefði mótast og hrærst í þessum bransa á þessum stað þá hefði það óneitanlega fært mig í grát við lát hans. hvort sem það hefði verið fyrir framan fjölda fólks eða ekki. 

Þetta eru "Hollywood stjörnur" sem börðut við grátinn þegar eitt af þeirra Idolum gaf upp öndina og sat þögult fyrir framan þau á meðan þau sungu hann burt. Að byðja aðdáendur afsökunar fyrir lélega framistöðu er eitt en aðdáunarvert þykir mér alltaf þegar fólk viðurkennir veikleika sína. Að syrgja er dáð. Sama hvort þú ert frægur eða ekki. 

 Fréttin er um fólk sem að hrærist í þessu flóði sem þarna nærist á þeim sjálfum og manninum sem þarna dó. Hann bar marga áfram, gaf innblástur sumum af meira megni heldur en flest annað.

 Venjulega hlæ ég dátt af misförum þeirra í Hollywood. En stundum er gott að setja sig úr jafnvægi og dæma ekki úr hásæti viskunar heldur taka þátt og syrgja með.

Friðrik (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 04:21

6 identicon

virkilega sammála síðasta ræðumanni

Agla (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 08:20

7 identicon

Frekar vildi ég nú samt hafa 1000 Michael Jackson í þjósfélaginu ( myndi þá ganga með heyrnarhlífar ) en einn Björgólf Guðmudsson ! 

Stefán (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 08:40

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið megið ekki fara á samskeytunum yfir þessum pistli börnin góð.

En málið er að mér finnst þessi yfirborðsmennska ekki hafa neitt að gera með það að syrgja.

Mér finnst þetta hafa með það að gera að ná sér í athygli út á dauða mannsins.

Fjandans væl og athyglissýki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.7.2009 kl. 08:48

9 identicon

Kom það e-ð fram að þau fóru framm á það að syngja í athöfninni eða var þeim boðið það?

Það er náttúrulega margt sem spilar inn í, ég veit hvað þú ert að tala um, eins og allir koma uppá sjónarsviðið til að segja e-ð sem skiptir voða litlu máli bara til nýta þá athygli að MJ væri dáinn. Og ég er mjög sammála þér í sambandi við það hvað þetta er fáránlegt miðað við hvað hann var einn alltaf og þá poppa allir upp þegar hann deyr.

Mariah Carey var greinilega með e-ð óþarfa væl að vera að afsaka sig af því að mér sýndist þetta var bara ágætis söngur og framkoma hjá henni, bara eins og vanalega. Held hinsvegar að hún hafi verið að ýta undir það sem að bræður MJ sögðu, að þeir vildu hafa kistuna fyrir framan fólki svo þetta yrði ekki skemmtiatriði eða hvernig sem hann orðaði það, sem sagt að fólkið myndi halda aftur af skemmtiatriðinum og hafa þetta sem sorgarathöfn. En það fer þá fyrir hjarta á svona litlum sálum eins og Mariuh Carey?

Allavega! Þegar Paris, dóttir MJ, kom á sviðið þá leið mér illa og fékk kökk í hálsinn og tárin í augun, líka af því að þarna vissi maður að þarna væri alvöru tilfinningar og það sem hún sagði var líka á skjön við það sem einhver kelling sem var að passa þau sagði. Hún sagði að þau stífnuðu upp í návist hans en Paris sagði að hann væri besti pabbi sem hægt væri að hugsa sér.

Eftir athöfnina sögðu bræður MJ að þetta væri ekki flott hjá henni af því þetta var ekki planað og voru ósáttir með þetta (sem fær mig til að hugsa hvað ég vorkenni Paris ennþá meira að vera með þessum ösnum) Janet og fleiri voru hinsvegnar stolt af henni (sem betur fer) . Þannig að því leytinu til er að fegin að fólk eins og Kelly Osbourne þau sem voru nefnd voru að taka undir þetta, að þetta var flott hjá henni og hún er hugrökk. Það er mikilvægt að tala í sviðsljósinu þegar maður er stjarna til að styðja við aðra í sviðsljósinu.

Heiðrún (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 10:04

10 identicon

Spurning með "tilfinningaklámið". Kunningi minn á miðjum aldri mætir gjarnan við jarðarfarir til að reyna við konur. Hann tjáði mér að þær væru sérlega "móttækilegar" á slíkum stundum. Orðið "tilfinningaklám" hefur alltaf tengst þessari frásögn kunningjans.

omj (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 10:30

11 Smámynd: fingurbjorg

Það er komið lag um dauða Jackson, gæti sprengt nokkrar blöðrur.

Michael Jackson

fingurbjorg, 10.7.2009 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 11
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 80
  • Frá upphafi: 2987161

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 78
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband