Fimmtudagur, 9. júlí 2009
Af tombólufrömuðum, góðum málefnum, skorti á þolinmæði og gítarsnillingum
Ég er að bíða og telja niður.
Næsta miðvikudag kemur hún Maysa mín með fjölskylduna í viku heimsókn frá London.
Ég hef ekki séð þau síðan um jól.
Þolinmæði hefur aldrei verið sterkasta hlið þeirrar konu sem hér hamast á lyklaborði en ég reikna með að þessir dagar fram að hingaðkomu líði eins og allir aðrir dagar.
Guð gef mér þolinmæði strax!
Og af því ég er nú byrjuð að fjölskyldast þá verð ég að skella hérna inn mynd af fallega stærsta barnabarninu mínum honum Jökla en hann er frábær gítarleikari og hér er hann með húsbandi og auðvitað lætur Jenný Una sig ekki vanta.
Ein lítil krúttsaga kemur svo í lokin.
Í gær fóru Jenný Una og Franklín Máni Addnason (sem kastaði sandi í mér á leikskóla mín) og opnuðu tombólu við Kjörgarð í gær. (Myndin er af Tryggva og Jenný, fann ekki neina af Franklín).
Mömmurnar voru á kantinum að gæta fjögurra ára athafnafólksins sem ætlaði að styrkja félag langveikra barna.
Eitthvað gekk illa að útskýra þetta með langveik börn fyrir Jenný Unu og á endanum gafst mamma hennar upp og sagði að þau myndu gefa afraksturinn til fátækra barna.
Jenný Una samþykkti það.
Eftir klukkutíma í athafnalífinu voru tombólufrömuðirnir búnir að fá nóg og voru farnir að elta vegfarandendur, fela sig, stinga af inn í Kjörgarð og svona, orðin þreytt á verslun og viðskiptum.
Kona sem kom að og vildi leggja málefninu lið fékk skýrar upplýsingar frá Jennýju Unu.
Ég ætla ekkert að gefa péninginn til fátæku baddnana ég ætla að kaupa mér ís.
Konunni fannst þetta bara skemmtilegt og pungaði út heilum 200 krónum til þessa verðandi útrásarvíkings..
Og nú er spurningin hvort Jenný Una verður ekki látin yfir Sjóvá eða einhverja sjóði þar sem mottóið er að láta peningana bara hverfa í sukk og svínarí?
Ég hef áhyggjur af hortugri dótturdóttur minni sem ætlar að eyða og spenna í nammi og ís fyrir peningana sem hún aflaði til góðra málefna.
Amman ætlar reyndar að verðlauna þetta athafnakrútt með fullt af ís og poppi þegar hún kemur í heimsókn á föstudaginn.
Arg..
Börn eru lífið.
P.s. Var að fá þessa mynd af Laugavegshösslurunum á svæðinu í gær.
Með ís, nema hvað.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:34 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986829
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Eitt orð yndislegt! Myndirnar eru svo skemmtilegar. Knús á þig keddling.
Edda Agnarsdóttir, 9.7.2009 kl. 10:53
Takk Edda mín.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.7.2009 kl. 12:15
Elska svona sögur, jamm krílin eru lífið á öllum aldri.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 9.7.2009 kl. 14:27
Sammála Jenný.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.7.2009 kl. 17:07
Dásamlegar myndir og ljúf frásögn, mikið rosalega held ég að litla nafna þín verði góð sem "Forstjóri" Sjóvá, er ekki bróðir hans Árna Sigfús bæjarstjóra, þú veist stórfrændi hans Árna Johnsen, komin í ótímabundið leyfi, frá SA, þessi sem var áður forstjóri Sjóvá.
Jenný Una gæti sinnt báðum þessum störfum með sóma, ég tala nú ekki um með litla gaurinn sér við hlið, sá þau einmitt fyrir utan kjörgarð í gær, hafði bara ekki tíma til að stoppa, hefði nú stoppað lengur, ef ég hefði vitað hvaða prinssessa var þarna mætt, þau allavega vöktu mikla lukku, bæði hjá mér og öðrum sem þarna fóru hjá. Þau voru svo falleg, og augun geisluðu af fegurð og gleðiríkum áhuga á viðfangsefninu, það var svo mikill húmor í augunum á þessum litlu krílum!
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.7.2009 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.