Leita í fréttum mbl.is

Vinsamlegast útskýrið

Ég hlýt að vera tregari en venjulega í dag þar sem ég skil hvorki upp né niður í þessari tilkynningu frá Nýja Kaupþingi.

Þeir segja að öryggi starfsmanna hafi verið ógnað og því sé bankanum skylt að upplýsa að óheimilt sé með lögum að tjá sig opinberlega um málefni einstakra viðskiptavina os.frv.

Þeir segja líka að engar ákvarðanir hafi verið teknar um afskriftir á skuldum Björgólfsfeðga við Nýja Kaupþing.

Hver ógnaði hverjum og hvenær?

Hvað fór fram hjá mér á fréttavaktinni?

Vinsamlegast útskýrið fyrir mér fíbblinu takk.


mbl.is Öryggi starfsmanna ógnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

jú, ósnertanleikaörygginu var ógnað, sjáðu

Brjánn Guðjónsson, 8.7.2009 kl. 17:15

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

enn ein bölvuð lýgin frá frammámönnum þjóðarinnar.. í þessu tilviki bankastjórn.

Óskar Þorkelsson, 8.7.2009 kl. 17:29

3 identicon

Einmitt ósnertanleikaörygginu var ógnað.Ég ætla að sækja um 60% niðurfellingu líka en ætli feðgarnir verði settir á vanskilaskrá vegna niðurfellingarinnar eins og almúgurinn?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 17:55

4 identicon

Hótanir og aftur hótanir í garð starfsfólks

Vilhjálmur C Bjarnason (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 18:08

5 Smámynd: Garún

ok ok ég skal viðurkenna.  Ég var að spila fótbolta í gær og ég sagði svona í gamni við mótherja "ég skal rústa þér" og það kom síðan í ljós eftir leikinn að þetta var starfsmaður Kaupþings og allt er bara í klessu og ég þarf að 9 unda hann hið snarasta...andsk....sorry þetta var ég..

Garún, 8.7.2009 kl. 19:11

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Garún: Auli.  Hehe.

Búin að fá upplýsingar um hvernig liggur í málinu í gegnum fréttirnar.

Skömm að þessu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.7.2009 kl. 20:34

7 identicon

Ætli  að B-úlfarnir  telji  sig  ekki  hafa  rétt á  einhverri umbun  eins og  vissir  gæðingar  innan  kaupþings  fengu.  100% niðurfellingu. 50%  er  auðvitað  afar hóflegt í hugum b-úlfanna. 

En  það  má  reikna  með  því  að  Nýja-Kaupþing  verði  afar liðlegt  við  viðskiptamenn sína á næstunni og  skeri  niður  skuldirnar á  alla  kanta.

En  þetta  með  ofbeldishótanirnar.  Samkv. blogginu hans Björns Heiðdal,  þá  skrifaði  gamli  b-úlfurinn það  sjálfur,  vegna  óánægju með  framistöðu  starfsfólksins.

 Sel  ekki  söguna  dýrara  en ég keypti hana.

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.