Leita í fréttum mbl.is

Eldheitar samræður á milli hjóna

 í síma

Miðað við langa og fjölbreytta reynslu mína í hinum ýmsu hjónaböndum ætti ekki margt að koma mér á óvart.

Enda er það svoleiðis. 

Reynslan beinlínis drýpur af mér.

Tel mig kunna hjónabönd upp á milljón og þrjá.

En svo varð mér á í messunni.

Í kvöld fór minn ástkæri út í búð til að kaupa eitt og annað.

Þegar hann gekk út úr húsi kallaði ég á eftir honum og bað hann um að kaupa xxxxxxxxx.

Þú mátt ekki gleyma því hrópaði ég hátt og skýrt. 

Hann: Nei, nei, nei, auðvitað ekki.  Ég er með meðvitund kona.

Tíu mínútum seinna: Riiiiiiiiiiiiing.

Ég: Halló.

Hann: Hæ, hvað var það sem ég mátti ekki gleyma að kaupa?

Ég: Ertu strax búinn að gleyma því?  Kommon, hvernig væri að hlusta á mig?

Hann (lágum rómi): Hvað var það Jenný, ég stend hérna eins og fífl í miðri búð.

Ég: Vá hvað þetta er flatterandi, ekki hlusta gat á hljóðhimnuna þegar ég tala við þig.  Urrrrr.

Hann: JENNÝ!

Ég (með brostið hjarta tók langa blóðdrjúpandi kúnstpásu): Það var ekkert merkilegt greinilega (fórnarlambsblóðbunan svettist á vegginn fyrir framan mig þegar hér var komið sögu), við sleppum þessu.

Hann: Nei veistu að nú legg ég á.

Ég: Já gerðu það.  Enda hef ég ekkert að segja.  Bless.  Pang.

Fimm mínútum seinna mundi ég hvað það var sem hann átti að kaupa.

Mig vantaði kveikjara.  Sárvantaði hann.

En ég ætla EKKI að tilkynna viðkomandi eiginmanni að ég hafi verið búin að gleyma hvað mig vantaði.

Því myndi hann EKKI gleyma það er á hreinu.

Andrei nokkurn tímann.

Frusss.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Muuhahahaha...snilld, þú bregst manni sko ekki í skemmtilegum skrifum :)

Lísa Gestsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 00:46

2 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Geðveiiiikt:) Þið fáið samskiptaprik fyrir þetta!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 8.7.2009 kl. 01:20

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Vona að þú hafir ekki fengið rafstuð við að "light up" í ristavélinni.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 8.7.2009 kl. 02:08

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þekki þetta

Sigrún Jónsdóttir, 8.7.2009 kl. 02:24

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 8.7.2009 kl. 05:25

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æ veistu, ég er í kasti þetta bjargaði deginum, gæti sagt þér margar svona elskan, og nú veistu að þú stendur ekki ein knúsin mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.7.2009 kl. 07:38

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he ég kannast við þetta

Óskar Þorkelsson, 8.7.2009 kl. 07:57

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Um daginn leitaði ég dauðaleit að virkum kveikjara þar sem mig langaði að gera smá kósí og kveikja á kertum. Ég átti nóg af þeim en allir gaslausir.   Þetta hefði aldrei gerst ef ég hefði ekki álpast til að hætta að reykja.  Dæs! 

Ía Jóhannsdóttir, 8.7.2009 kl. 08:36

9 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 09:01

10 identicon

 hann mundi þó eftir að hringja og spyrja hahaha

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 09:46

11 Smámynd: Laufey B Waage

Jenný þú ert yndisleg.

Laufey B Waage, 8.7.2009 kl. 12:51

12 Smámynd: Dúa

Hver gleymdi að vekja einhvern í gær?

Dúa, 8.7.2009 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 15
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987146

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.