Leita í fréttum mbl.is

Þjófar og ribbaldar

Seðlabankastjóri segir að lausn bankakreppunnar sé aðallega spursmál um aðgang fyrirtækja og heimila að lánsfé.

Nú legg ég til að Seðlabankastjóri og ríkisstjórnin setji sig í samband við Kaupþingsmógúlana, eins og t.d. Kristján Ara, Helga Sigurðsson, yfirlöffa Kaupþings (þar til í síðustu viku nánar til tekið) og alla hina strákana á listanum úr lánabókinni, og fái ráðleggingar hjá þeim hvernig maður býr sér til peninga algjörlega fyrirhafnarlaust.

Ekki má gleyma höfuðpaurunum Sigurði Einarssyni og Hreiðari Má.

Sko, Kaupþingsstrákarnir fengu borgaðan arð af hlutabréfum sem þeir höfðu aldrei greitt fyrir!

Undarlegt?

Fyrir venjulegt fólk já, en hjá bankamógúlunum, algjörlega eðlilegt og löglega, viðurstyggilega siðlaust.

Í DV dagsins stendur orðrétt:

"Nokkrir af þeim lykilstarfsmönnum Kaupþings, sem fengu lán í bankanum til að kaupa hlutabréf í honum fengu greiddan arð upp á meira en milljarð króna á síðustu tveimur árum án þess að hafa greitt nokkru sinni fyrir bréfin.  17 af þeim 22 sem DV greindi frá í síðustu viku að hefðu fengið lán frá bankanum til að kaupa hlutabréf í honum fengu samtals rúmar 1.2 milljarða í arðgreiðslur."

Ég skil reiði fólks.

Ég skil hins vegar ekki þessa peningahugmyndafræði.

Ég skil ekki hvernig þetta fólk getur sofið á nóttunni og horft framan í samlanda sína.

Ég legg til að fólk kaupi sér DV og lesi umfjöllunina úr lánabók Kaupþings.

Siðleysi?

Nebb, ekki nægilega sterkt orð yfir gjörninga þessa sjálftökuliðs.

Þjófar og ribbaldar er betur við hæfi.

P.s. Svo held ég að viðskiptaráðherra ætti að leita í smiðju annarra lögfræðinga en Helga Guðmundssonar, sem á allra hagsmuna að gæta, um hvort það sé löglegt að fella niður sjálfskuldaábyrgð þessa fólks.

Dálítið sjúkt að fá álit einmitt þessa lögfræðings er það ekki?

ARG.


mbl.is Aðgangur að lánsfé lausnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

DV er virkilega að standa sig þessa dagana.

María Kristjánsdóttir, 7.7.2009 kl. 09:16

2 identicon

Flott grein hjá þér Jenný og mikið rétt hjá þér María - DV er að standa sig virkilega vel og fari Fjármálaeftirlitið til fjandans !  Mogginn gæti lært mikið af blaðamönnum DV. Hvernig má það annars vera að eintómir glæponar hafi stjórnað öllu hjá Kaupþingi ?  Algjörlega séríslenskt fyrirbæri það.

Stefán (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 11:13

3 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Þetta er svo illa sjúkt. Agency problem hefur öðlast nýja merkingu á íslandi!

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 7.7.2009 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.