Leita í fréttum mbl.is

Ríki í ríkinu

Það þarf orðið mikið til að ganga fram af mér.

En ríkissaksóknara tekst í annað skipti á stuttum tíma að gera mig nánast kjaftstopp.

Er þetta séríslenskt fyrirbrigði þessi þaulseta embættismanna?

Valtýr er ósnertanlegur í lögvernduðu starfi, enginn hefur vald til að setja hann af þótt rannsóknarhagsmunir krefjist þess í raun.

Samt situr hann.

Tekur þessu persónulega að Eva Joly telji að hann eigi að víkja vegna þess að rannsókninni á bankahruninu geti verið stefnt í voða.

Fer ekki rassgat.

Svo er kvenfyrirlitningin sem hann sýnir franska dómaranum með ólíkindum alveg hreint.

"Þessi" kona með þráhyggju gagnvart honum!

Mér finnst svona almennt og yfirleitt, burtséð frá persónum og leikendum, að ekkert starf í íslenska embættismannakerfinu (né nokkurs staðar) sé svo múr- og naglfast að ekki skuli vera hægt að láta fólk víkja ef sú staða kemur upp.

Hvernig er það eiginlega, hversu langt nær þetta atvinnuöryggi?

Segjum ef ég væri í djobbinu, dytti í það, lemdi mann og annan og færi fram með almennum rustaskap, væri þá ekki hægt að reka mig?

Ha?

Bara ríki í ríkinu, eins og drottningin yfir Íslandi?

Nei í alvörunni, hvað er að?

Valtýr; hættu þessum prímadonnustælum.

Það kemur alltaf maður í manns stað.

Þannig er nú það og þetta er ekki persónulegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi ríkissaksóknari er greinilega karlrembusvín af verstu gerð og svínaflensa geysar jú um alla jörð núna.  

Stefán (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 15:23

2 Smámynd: Dúa

Jess Jenný Ég var að skrifa á mínu bloggi bréf til Valtýs....ég meina hann hlýtur að lesa mitt blogg  

Við erum andlegir tvíburar...nei ekki ég og Valtýr...jú and mí beibí

Dúa, 6.7.2009 kl. 15:33

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þú segist vera nánast kjaftstopp en kjaftar samt þessi ósköp!

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.7.2009 kl. 16:04

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sigurður Þór: Hvað er það við "nánast" sem þú átt í erfiðleikum með?

Dúa búin að svara.

Stefán: Góður.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2009 kl. 16:16

5 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Er þetta embætti svona eins og páfinn?

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 6.7.2009 kl. 17:23

6 Smámynd: Einar Þór Strand

Það er merkilegt hvernig þið leggið þennan mann í einelti, ég held að það væri nær að Eva Joli segði af sér vegna þess að sem þingmaður á Evrópuþinginu þá er hún vanhæf í þessari rannsókn, en það er víst bannað að minnast á það því það er andstætt pólitískri réttsýni.

Og það er líka rétt að muna að samkvæmt reglum Evrópuþingsins þá má hún ekki sinna öðrum launuðum störfum meðan hún situr þar.

Einar Þór Strand, 6.7.2009 kl. 17:55

7 Smámynd: Anna

Jóhanna needs to step in there. Og láta hann fara eins og hun gerði með Davíð Oddsson.

Anna , 6.7.2009 kl. 18:30

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það verður einhver að stjaka við karlálftinni. En munið þið ekki þegar ríkislögreglustjóri hótaði manni á bar og allar skýrslurnar hurfu? Það eru fleiri en eitt og fleiri en tvö embætti varin með kjafti og klóm.

Helga Magnúsdóttir, 6.7.2009 kl. 19:11

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

   Það sér hver heilvita maður að enginn er fær um að rannsaka og/eða ákveða saksókn í máli barns síns, án þess að vera hlutdrægur.  - Og það á ekki að vera hægt að einhver geri slíkt. 

  Þessvegna verður maðurinn að víkja, því öll þessi mál munu að lokum fara í gegnum skrifstofu ríkissaksóknara Valtýs Sigurðssonar, þegar rannsókn er lokið, eru gögnin send ríkissaksóknara sem ákveður hvort ákæra verður gefin út..

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.7.2009 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 2987152

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.