Leita í fréttum mbl.is

Óábyrgir lýðskrumarar

Alveg er ég hissa. 

Meirihluti Íslendinga á móti Icesave samningnum.

Ji, ég er svo hlynnt Icesave.

Hélt að allir væru beinlínis í skýjunum yfir þessari tæru snilld Landsbankamanna.

Svo er annað.

Einn bloggari kom með þá uppástungu að láta Íhaldið og Framsókn, með aðstoð einhverra Borgarahreyfingarþingmanna, sjá um að semja.

Er það ekki lógískt að þeir tveir flokkar sem mest andskotast núna og einkavæddu bankana á sínum tíma og færðu glæpamönnunum þá á silfurfati taki ábyrgðina?

Þetta er þeirra skítur, þeirra ábyrgð.

Og fólk er svo fljótt að gleyma uppruna hrunsins, persónum og leikendum.

Samfylkingin heldur sér líka fallega til hlés og lætur VG um baráttuna.

Kannski geta þeir veitt ráðleggingar á kantinum.

Ég er komin með upp í kok af óábyrgum lýðskrumurum sem hrópa á torgum en hafa litlar sem engar lausnir fram að færa.

Þeir hljóta að taka þetta með vinstri og brillera í málinu.

Þetta fólk má skammast sín fyrir óábyrgt tal þar sem það situr í skotgröfunum.


mbl.is Meirihluti mótfallinn Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Icesave. Iceslave. Nú snýst allt um þetta óheillamál. Ein spurning: Hve mikið af þessum Icesave peningum fór beinlínis í umferð hér innanlands? Hve há prósenta af þessu gríðarlega fjármagni er bundin í íslenskum húsum, bílum, fyrirtækjum og ýmsu öðru? Ef einhver getur uppfrætt bloggara um það væri sú vitneskja vel þegin.

Björn Birgisson, 1.7.2009 kl. 20:06

2 identicon

Mikill meirihluti þjóðarinnar er á móti þessum samingi og ég skil ekki af hverju stjórnarflokkarnir átta sig ekki á því. Eins og hjörtu þingmanna VG slógu vel í tak við þjóðina á tímum búsáhaldabyltingarinnar.   

Það er rétt hjá þér varðandi Samfylkinguna. Þingmenn hennar eru gungur. Þeir hafa ekki sést í þessum slag öllum. Hvar er Össur núna? Bloggar hann eitthvað? Hverjir eru aftur á þingi fyrir SF? En þó Icesave hafi átt upptök sín undir verndarvæng Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og þá ekki síður Samfylkingar með viðskiptaráðherra og utanríkisráðherra úr sínum röðum,  þá ætlaði þessi stjórn, vinstri, norræna velferðarstjórnin eða vott ever hún kallaði sig að snúa ofan af þessu. Ég man ekki eftir einum manni VG sem sagði fyrir kosningar að við ættum að borga þetta. Mæ ass að Steingrímur hefði einhvern tímann samþykkt svona samning fyrir völd!  Það eru þeir sem núna sitja við stjórnvölinn sem eru að klúðra þessu máli endanlega. Ef þetta verður fellt og Íslendingar fá tækifæri til að semja upp á nýtt vona ég að fólk beri gæfu til þess að fá hæfa, erlenda sérfræðinga, t.d. frá USA, til að vinna að þessum samningi fyrir okkur.

Soffía (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 20:22

3 identicon

Skemmtilegt samt að rýna í niðurstöður af þessar skoðanakönnun. Þar kom í ljós að fylgi við samninginn eykst með hækkandi aldri og auknu menntunarstigi. Beinlínis verið að gefa í skyn að þeir sem eru eldri og betur menntaðir (hafa meira vit en samborgarar sínir ) eru meira fylgandi en þeir sem eru ungir og vitlausir (sumir bara vilausir).

Bjöggi (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 20:26

4 identicon

Fólk verður að fara að hætta að masa um hver gerði hvað í aðdraganda IceSave. Það þarf ekki nokkur maður að segja mér að við hefðum ekki endað í þessari stöðu fyrr eða seinna, því við fylgjum almennt því sem gerist í kringum okkur og gerum svo yfirleitt gott betur. Bankarnir hefðu verið einkavæddir, hvað sem öðru líður, en kannski hefðu aðrar blokkir komist þar inn. Það er ekki stóra málið í Icesave samhengi. Gert er gert!

Það sem við verðum að horfa á núna er hvort við höfum náð nógu góðum samningum. Ég held ekki. Ég held að hagfræðingurinn hafi náð góðri nálgun þegar hann líkti þessu við að samninganefnd Íslands væri Grótta og mótherjarnir væru Manchester United.

En þetta er ekki of seint. Það getur ENGIN samninganefnd eða yfirlýsing ráðherra eða spjallþáttur skuldbundið okkur sem þjóð. Það getur bara Alþingi og staðfesting forseta. Við eigum því að fella þetta og skoða þetta betur. Fá aðra í lið með okkur, fá opnari vinnu í kringum samninganefndina, fá ákveðin markmið, fá dreifðari áhættu, fá hagstæðari vaxtakjör og ekki síst að fá þetta helvítis djöfulsins bákn sem kallast ESB til að sýna smá mannúð með 300.000 manna þjóð sem berst í bökkum.

Ég held að við megum þakka fyrir að hafa ekki haft Jóhönnu við stjórnvölinn þegar núverandi kerfi var komið á, sbr. http://www.visir.is/article/20090701/FRETTIR01/393985009.

Bestu kveðjur
Ófeigur

Ófeigur (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 20:40

6 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Svo satt og rétt hjá þér Jenný. Sigmundur Davíð er nú alveg drep...... og svo eykst fylgið hjá þeim. Hvað er að hjá þessai þjóð. Ekkert skrýtið þó meira heyrist í VG því þetta mál er á þeirra könnu.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 1.7.2009 kl. 22:13

7 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Mín skoðun er sú að við verðum að taka ábyrgð á því sem nokkrir aðilar gerðu með hjálp stjórnmálamanna það verður bara ekkert horft framhjá því að stjórnmálamenn stóðu sig ekki í stykkinu ,það er alveg sama hvort það er hér á landi eða hvort það er í Bretlandi eða Hollandi ,fólk þar er bálreitt út í stjórnmálamenn og til þeirra sem að stjórnuðu bönkunum að hafa sofið algerlega á verðinum.Við getum ekki bara afgreitt málið málið með því að segja "Þetta er ekki nógu góðir samningar við þurfum ð semja upp á nýtt"Hvers konar vitleysisgangur er þetta eiginlega ætlar hrokinn ekki að fara af okkur  hvað þarf til. Vitið til að ef menn ekki taki sig á í andlitinu og hætti þessu einhliða lýðskrumi og upphrópunum hvað allt sé slæmt við þennan Icesave  samningi  í einhverskonar vinsælda markmiði ,þá er illa komið fyrir þeim mönnum sem áttu mestan þátt í að svo er komið fyrir okkur eins og staðan er í dag . Það læðist að mér sá grunur líka að margir landsmenn átti sig ekki á því enn hve staða okkar er slæm .

Þarna þurfa stjórnvöld að gera miklu meira til að upplýsa almenning um alvarleika þessa máls og hvað sé í vændum. 

Það verður líka að gera þá kröfu að menn verði látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum ,það er ekki réttlát að ætla almenningi að borga brúsan og þeir sem fengu borgað milljónir á mánuði fyrir ábyrgð sleppi svo,almenningur mun ekki samþykkja það. 

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 1.7.2009 kl. 22:25

8 Smámynd: Ólafur Ingólfsson

Ég er 100% sammála þér, Jenny. Gott innlegg!

Ólafur Ingólfsson, 1.7.2009 kl. 22:35

9 Smámynd: Auðun Gíslason

Hjartanlega sammála þér!  Ég hef tekið nokkra snúninga í skoðunum á málinu.  Enginn vill borga, allir heimta eitthvað annað, en hvað?  Betra ef það væri þeim sjálfum ljóst.  Bullið veltur útút fólki bæði hér á blogginu og annarsstaðar, m.a. í ólátabekknum við Austurvöll.  Skrumið gengur í margan manninn.  Mest minnir það á söguna um maurana og fílinn!

Auðun Gíslason, 1.7.2009 kl. 22:59

10 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Hjartanlega sammála, eðalkona.

María Kristjánsdóttir, 1.7.2009 kl. 23:41

11 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Þó að ég eigi því láni að fagna að vera ekki íslenskur skattborgari þá finnst mér eins og Guðmundi EJ að eitthvað verði að gera varðandi þá sem eru valdir að þessum ósköpum.

Mér finnst ekki hægt að fólk samþykki þessar álögur á meðan skúrkarnir ganga lausir og gefa almenningi langt nef.

Ég held að það verði engin þjóðarsátt fyrr en eignir þeirra hafa verið gerðar upptækar og þeir látnir svara til saka.

Og það virðist augljóst að það var ríkisstjórn Geirs H sem að skrifaði undir þessar skuldbindingar.

Jón Bragi Sigurðsson, 2.7.2009 kl. 00:32

12 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mikið er ég sammála þér Jenný Anna, og það er líka athyglisvert það sem Guðmundur E. Jóelsson skrifar.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.7.2009 kl. 01:01

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Skítt veri með alla flokkspólitík

Sigurður Þórðarson, 2.7.2009 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband