Miðvikudagur, 1. júlí 2009
Ég er stoltur bótaþegi með hrun á minni könnu
Auðvitað liggur lítið á að koma "launahækkunum" í framkvæmd.
Dúllið ykkur bara strákar, pöbullinn er vanur að bíða.
Og að öðru svipuðu og mér beinlínis viðkomandi.
Ég er öryrki og fæ ágætis lífeyrisgreiðslur.
Það er í mér hálfgerð skömm yfir þessari stöðu minni, hef aldrei náð því að vera stoltur bótaþegi, þrátt fyrir að telja mér trú um að það sé í fínu enda hef ég unnið fyrir góðum launum stærstan hluta lífs míns, borgað skatta og verið til friðs að mestu.
Það má segja að ég sé haldin fordómum gagnvart sjálfri mér sem bótaþega enda reyni ég að lifa af þennan status með því að taka einn dag í einu og vonast eftir kraftaverki.
Ég fæ sem sagt hluta minna örorkugreiðslna frá Tryggingastofnun.
Afganginn úr tveimur lífeyrissjóðum.
Nú ber svo við að frá og með deginum í dag er ég stoltur bótaþegi og skammast mín ekki lengur fyrir ástand mitt.
Ég er nefnilega byrjuð að greiða niður skuldir útrásarvíkinganna.
Þar þótti engin ástæða til að bíða með að framkvæma nýju lögin frá ríkisstjórn sem kennir sig við hina norrænu velferð.
Svona lítur mitt dæmi út:
af 92.923 krónum sem ég átti að fá greiddar þennan mánuðinn fær ég 86.000.
Ergó: Ég borga rúman 6000 krónurl af þessari upphæð fyrir strákana "okkar".
Svo nenni ég ekki að tíunda þær skerðingar sem ég verð fyrir frá þeim lífeyrissjóðum sem ég fæ greitt úr.
Ekki misskilja mig, ég á ekkert bágt. Hef ekki yfir miklu að kvarta ef frá er talið sú himneska hamingja sem margir halda að líf á bótum sé og ég myndi gjarnan vilja vera laus við.
Frá og með þessum degi mun ég þenja út brjóstið og minna mig á að ég sé borgunarkona fyrir íslensku útrásina.
Ég og "kollegar" míni í bótadeildinni.
Ég tek fram að ég kaus VG og ennþá sé ég engan sem ég tel að ég hefði betur kosið.
Við erum einfaldlega í skelfilegum málum þessi þjóð.
En mikið djöfull finnst mér lágt lagst að byrja á þeim sem minnst hafa á meðan sökudólgarnir eru enn í blautum draumum græðginnar og að því er virðist ósnertanlegir.
En ég er þó stoltur bótaþegi með hrunið á minni könnu.
Segið svo að maður geri ekki gagn í þjóðfélaginu.
Hækkunin ekki greidd strax út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:07 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Er ekki alltaf byrjað hjá þeim sem hafa minnst? En djöfull eru þeir snöggir að framkvæma þegar þeim hentar
Jú rokk vúmann
Dúa, 1.7.2009 kl. 10:18
Þetta kusum við yfir okkur kæra bloggvinkona!
Himmalingur, 1.7.2009 kl. 10:18
Við getum alltaf huggað okkur við eitt kæra Jenný, en það er að við verðum víst alheilbrigðar á ný þegar við náum 67 ára múrnum...Þá erum við sko ekki skráð sem öryrkjar í kerfinu lengur..
onei..þá erum við orðin að (h)eldri borgurm og köllumst þá "elli"lífeyris"þegar"..
Jamm...alltaf gott að vita að til einhvers sé að hlakka...;-) ja sko ef að maður verður ekki búinn að geyspa golunni áður..
Jamm..Jenný..þá munu sko blindir fá sýn, dumbir heyra og lamir ganga..eins og segir í Biblíunni..
Jamm það er sko ekki seinaganginum fyrir að fara hjá stjórninni núna..o nei..urr og pirr og irr..
Annars held ég að það skifti litlu máli hvaða rassar verma ráðherrastólana..helv....gamla skítafýlan loðir lengi við stólana..
Nei Jenný mín þessum háu hherrum og "frúm" finnst víst við sem hvort sem er höfum minnst höfum hvort sem er engu að tapa..hvað munar okkur um nokkura "króna" tap ofan á heilsutapið...maður getur sko alltaf á sig blómum bætt eða þannig ..
Kveðja Agný..
Agný, 1.7.2009 kl. 10:54
Rauðvínsputtarnir með hlandsprenginn ætti að geta fundið sér eitthvað skemmtilegt að skrifa um núna
Flott færsla Jenný...eiginlega bara frábær
Heiða B. Heiðars, 1.7.2009 kl. 11:16
Jenný, þetta er hárrétt hjá þér allt! Vandamálið er að það eru aumingjar upp til hópa sem sitja á Alþingi ´´hinu lága´´ og margir þeirra eru þátttakendur í sukki, spillingu og græðgi ! Það stendur ekki á þeim að láta reikna kjarabætur fyrir sig og sitt hyski afturábak.
Það er ömurlegt að horfa upp á féflettana sem eru ekki neinir víkingar heldur gráðugir þjófar og sjálftökuhundar komast upp með það að flytja bíla, snekkjur og sjálfsagt ógrynni reiðufjár (sem var tekið úr bönkunum rétt fyrir hrun) úr landi fyrir framan nefið á almenningi og ekkert er gert í málinu. En nú skal almenningur borga brúsann! Borga skuldahala þessara þjófa sem skuldsettu allt og alla og skilja bara eftir sig brunarústir en hafa greinilega nóg umleikis til að búa í London, einni dýrustu borg evrópu.
Steingrímur J. á að drullast til að fara gera eitthvað af viti, annað en að hugsa um leiðir til að skattpína almúgann!
Krafan er einföld ríkið fari til London og sæki alla þjófana og fari með á Hraunið! Allt þýfi verði gert upptækt hvar sem í það næst- byrja í Kaupþingi í Lux þar lá mikið við að koma bankanum frá gjaldþroti- hvers vegna ? Jú ætli meirihluta þess 120 milljarða sem þar lá inni sé ekki illa fengið fé í eigu ´´ekki útrásarvíkinganna´´!
Halli (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 11:16
það var nú ekki byrjað á bótaþegum, það er ekki rétt. Það var byrjað á áfengissjúklingum, tóbaksneytendum og ökumönnum.
Næst koma þá hátekjumennirnir (+700þ kr), sykursjúklingarnir og öryrkjarnir ... enda alveg samstæður hópur ;)
Elfur Logadóttir, 1.7.2009 kl. 11:29
Jenný! Ég er stolt af að þekkja bótaþega sem er bein í baki og borgar hrunið.
Svo þoli ég ekki - úr því að ég er enn í mínu geðvonskukasti - fólk sem segir: "Þetta kusum við yfir okkur"
Við kusum þetta andskotakornið ekkert yfir okkur. Ég hef aldrei kosið Jón Ásgeir! Ég hef aldrei kosið Pálma í Fons! Ég hef aldrei kosið Bjarna Ármann og ég gæti talið lengi áfram. Ég nenni því bara ekki, ég ætla að njóta þess að vera geðvond!
Hrönn Sigurðardóttir, 1.7.2009 kl. 11:31
við kusum ekki útrásarvíkingana, en flestir kusu í síðustu kosningum flokk sem leggur sig virkilega fram við að verja þessi ómenni. en láta meðal annars öryrkja þessa lands borga skuldir þeirra, í stað þess að frysta eigur þeirra og taka fyrirtæki þeirra upp í þessar gífurlegu skuldir.
hvað hafa útrásarvíkingarnir styrkt Samfylkinguna um marga tugi milljóna? hvað hafa þeir styrkt suma frambjóðendur um margar milljónir?
og Sjálfstæðisflokkurinn er verstur þeirra ... og þeir voru hér við völd í 20 ár.
afhverju eiga þessir menn stórfyritæki hér á landi sem eru í fullum rekstri ?? moka inn milljónunum ... afhverju þurfa þeir ekki að borga skuldir sínar?
afhverju geta þeir flutt út glæsibifreiðar og dýr málverk ofl í gámum erlendis svo ekki sé hægt að taka það upp í .. of svo ólíklega verði ... og þetta gera þeir fyrir framan nefið á stjórnvöldum.
jú.. veistu.. þetta var kosið yfir okkur.
ThoR-E, 1.7.2009 kl. 11:46
Þú getur þá bara verið einn af þeim sem vælir: "Við kusum þetta yfir okkur"
Hrönn Sigurðardóttir, 1.7.2009 kl. 12:20
Ekki gleyma námsmönnunum mín kæru. Þessi peanuts summa sem þeim er ætlað að lifa á hækkar ekki í samræmi við neitt. Svo er komin upp önnur staða. Annar hver "ábyrgðarmaður" er komin á vanskilaskrá vegna útrásarvíkinga vorrar þjóðar. Og þá fær maður ekki námslánin útborguð. Og fer úr skítasummu í ekki neitt. Þó svo maður sé ekki í vanskilum sjálfur þá dugar það skammt. Þetta verður sjálfsagt til þess að námsmenn sem ekki voru í vanskilum komast nú á þennan ágæta lista "eymingja og óreiðu" líka.......
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 1.7.2009 kl. 12:25
Frábær færsla hjá þér Jenný og ég tek heilshugar undir komment Hrannar hér að ofan....þ.e. fyrra kommentið.
Sigrún Jónsdóttir, 1.7.2009 kl. 12:30
Það skipir engu máli hvað menn kjósa.. vandinn hverfur ekki og ekki er til neitt hókus pókus í því hruni sem varð. Núverandi ríksstjórn hefur verið við völd í einn og hálfan mánuð og mér finnst menn vera í mikilli afneitun ef þeir halda að vandinn hverfi bara si svona og enginn finni fyrir neinu... þetta er hrikalegt...því miður og þjóðin við gjaldþrot. Við höfum okkur ekki í gegnum þetta ef hver höndin er sífellt uppi á móti annarrri... Kannski vill Jenny kalla til Sjálfstæðisflokk og Framsókn til leiks á ný... nei örugglega ekki en kallar bara á eitthvað annað er er að gerast..
Hvað varðar launahækkanir og þær ekki greiddar núna er einfalt mál.. hvert og eitt stéttarfélag þarf að samþykkja efnisatriði stöðugleikasáttmálans og sú vinna er á fullu núna... Kannski fella einhver að taka þátt og þá er samingum sagt upp af þeirra hálfu... það gæti alveg gerst og þar á að taka slíkar ákvarðanir á lýðræðislegan hátt hjá launamönnum sjálfum en ekki hjá miðstjórn ASÍ
Jón Ingi Cæsarsson, 1.7.2009 kl. 12:42
Skorrdal.... það er eimitt svona fólk sem kemur óorði á bloggheima... viltu ekki snúa þér að kartöfflurækt eða einhverju róandi
Jón Ingi Cæsarsson, 1.7.2009 kl. 13:38
Hrönn:
og þú getur verið ein af þeim sem kýs þennan viðbjóð yfir okkur.
takk kærlega!
ThoR-E, 1.7.2009 kl. 13:44
Ég er á leiðinni út og má ekki vera að því að svara ykkur fyrr en seinna.
En Skorrdal, þú verður að hemja orðavalið, það er hægt að koma óánægju sinni á framfæri með aðeins penna orðalagi takk fyrir.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2009 kl. 13:48
Skorrdal er svalur, Jón minn .. þótt hann hafi aðrar skoðanir en þú og komi þeim frá sér öðruvísi .. að þá sé ég ekki hvað kartöflurækt kemur þar inn í.
Ég mundi vilja sjá Borgarahreifinguna, jafnvel VG (þótt Steingrímur hafi snúist aðeins) og síðan spurning með Framsókn .. eftir að tekið var til í flokknum og nýtt fólk kom inn .. að þá gætum við svei mér þá fengið verri aðila til að stjórna.
en samfylkingin sem á íslandsmet í sviknum kosningaloforðum og gera hvað sem er til að komast í ESB... en samt heldur fólk áfram að kjósa þetta yfir okkur ... og er síðan í afneytun þegar þeir sem þeir kusu eru nánast óhæfir flestir.
ThoR-E, 1.7.2009 kl. 13:49
Löngu hætt að reyna að leika "pollýönnu" leikinn, enda skortir hann alla kaldhæðni og húmor. Nú leik ég "jennýönnu" leikinn ásamt svo sem eins og 1500-2000 manns sem heimsækja síðu þína daglega, sér til upplyftingar.
Höfundur pollýönnu hefur líkast til fengið rúmlegar örorkubætur fyrir skrif sín.
Nei þetta er bara svona hugmynd til þín, gera út á náttúrutalent sem ekki er svo útbreiddur.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 1.7.2009 kl. 15:29
Þú ert flottust!!
alva kristín kristínardóttir (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 17:07
Jenný og Agný!
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið; innilegar hamingjuóskir með heldri borgara aldur og laun - já og innilegar hamingjuóskir með Álfheiði (Iceslave ekki í þjóðaratkvæði) , og hausaskiptin á Joðinu frá því fyrir kosningar .
Hörður B Hjartarson, 1.7.2009 kl. 17:58
Ljomandi færsla Jenny takk!
einarorneinars (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 18:10
Er það bara ég eða ætti ekki að endurmeta frá grunni hvernig kerfið skilgreinir "öryrkja" á Íslandi og endurmeta svo alla á grundvelli þrengri og eðlilegri skilgreiningar? Mér finnst ég alltaf vera að hitta fólk sem eru skilgreindir 75% öryrkjar sem ekkert er að. Eins og þessir tryggingalæknar skrifi upp á örorku eins og þeir séu á prósentum.
Ok, ég sagði það, ég er ljóti karlinn.
Arngrímur (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 18:19
Ég er líka alltaf alla daga allan ársins hring að hitta öryrkja alveg frá 10-75% og svei mér þá ef ég sé það ekki með skyggnigáfu minni, læknisfræðilegri menntun og kvenlægu innsæi að það er ekki rassgat að þessu fólki. Þar ekki þverfótað fyrir þessu liði. Þykist vera veikt og er svo að þvælast framan í manni alla daga. Sá einn í strætó um daginn og hann gat t.d alveg staðið upp sjálfur og hann var ekki einu sinni í öryrkjafötum. Frábær hugmynd hjá þér Arngrímur. Af hverju bara að skerða bæturnar sem fólk fær af því að það getur ekki unnið þó það sé heitasta ósk þeirra? Tökum þær bara af þeim alveg. Æi nei annars....vertu úti!
Dúa, 1.7.2009 kl. 18:54
Ég hef svarað kalli ríkisstjórnarinnar með því að auka neyslu; áfengis, tóbaks og sykurs. Þessu skola ég niður með bensíni.
Ólafur Eiríksson, 1.7.2009 kl. 20:03
Takk fyrir innlegg þið öll.
Lokaði reyndar á einhvern kverúlant með kjaft og viðhorf en að öðru leyti finnst mér umræðan góð og lífleg.
Svo er ég gjörsamlega sammála Dúu og Arngrímur lýst þér ekki vel á að skilgreina örorku við hjólastólafólk og setja þá sem njóta bótanna í ákveðið júniform?
Vondi karlinn segirðu svo, afhverju?
Er eitthvað að því að hafa skoðanir?
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2009 kl. 20:04
Ólafur: Góður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2009 kl. 20:04
Sælt veri fólkið. Undirritaður er einn af mörgum sem er á atvinnuleysisbótum,því miður og horfir ekki til batnaðar. Í dag 1 júlí átti að berast greiðsla fyrir júnímánuð, enn skilaði sér ekki. Hringt var í greiðslustofu Vinnumálastofnunar og forvitnast hvað væri í veginum þá var klukkan að verða 14,00. Svörin sem ég fékk voru á þann veg að ég fengi aðra greiðslu annarsstaðar frá samkvæmt "samkeyrslu v/mars mánaðar" enn þar er um að ræða endurgreiðslu v/séreignalífeyrissparnaðar, sem ég fékk fyrst 1 Apríl. Úttekt á séreignalífeyrissjóðssparnaði á ekki að hafa nein áhrif á útborgun atvinnuleysisbóta. Þarna er verið að keyra eitthvað saman sem fólk skilur ekki á Vinnumálastofnun. Leiðrétting var send samstundis í tölvupóst norður. Samkvæmt svörum Greiðslustofu verður þetta kannski lagfært fyrir næstu helgi. Yðulega berast greiðslur frá Greiðslustofu seint á útborgunardag oft rétt fyrir kl.1600. einu sinni ekki fyrr enn daginn eftir. Endurgreiðsla séreignarsjóðsins kom strax eftir miðnætti þann 1,júlí, semsagt eins og hjá siðmenntuðu fólki .Veit ég vel að fjöldinn er mikill sem þiggur þessar greiðslur,enn það á að vera lágmarkskurteisi að vera ekki að keyra eitthvað sem þeir skilja ekki sjálfir hjá Vinnumálastofnun. Jafnvel að byrja að láta tölvurnar byrja að greiða út fljótlega eftir miðnætti. 1 apríl var byrjað að endurgreiða séreignarlífeyrissjóð og sótti fjöldi um greiðslur þessar þá. Hef ég beðið lífeyrissjóðinn Gildi um að hafa samband norður á Skagaströnd og leiðrétta þetta sem hann og gerði fljótt og vel. Vonandi verður þetta leiðrétt jafn fljótt og vel og kemur ekki fyrir aftur. Skilningur Vinnumálastofnunar virðist vera að ég geti bara beðið og lifað á loftinu. Veit ekki hvert á að leita annað til að benda á þetta óréttlæti nema til ykkar. KV. Ingi J Valgeirsson
Ingi J Valgeirsson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 21:10
Takk Jenný fyrir lífleg skrif.
Ingi J Valgeirsson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 21:27
Ingi: Ótrúleg afgreiðsla.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.7.2009 kl. 22:15
Góð! En það er stöku fólk sem helst vildi leysa þetta vandamál í eitt skipti fyrir öll. Þ.e. þetta vandamál sem við öryrkjar erum að þeirra sögn. Alheilbrigt fólk sem hefur leikið á kerfið, að mér skilst. "Fækkum öryrkju!" Vandamálið við það er aðeins eitt. Aðeins systurflokki sumra bloggara hefur tekist að "fækka öryrkjum."
Auðun Gíslason, 1.7.2009 kl. 23:27
Ég segi eins og maðurinn í laginu: Mér er sama hvort í blokkum sé öryrkjalyfta, bara ef ég fæ rettur og kók...........
Hrönn Sigurðardóttir, 2.7.2009 kl. 00:44
Sjáið bara þessi viðbrögð sem ég fæ við þessari fyrri færslu minni. Það má ekkert annað gera en að lofa þetta örorkusystem hjá okkur, annars er maður að níðast á minni máttar. Plís, lærið að syngja nýjan söng. Ég er bara að segja það sem margir hugsa en þora ekki að segja.
Arngrímur (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 16:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.