Leita í fréttum mbl.is

Tilgerðarveldi ímyndaðs göfuleika - arg

Þá sjaldan þegar menn tengdir bankahruninu sjá sig tilneydda til að hætta (á líka við í pólitík), af hverju í skollanum hefja þeir sig alltaf upp í æðsta andskotans tilgerðarveldi ímyndaðs göfugleika?

Helgi Sigurðsson, yfirlögfræðingur bæði gamla og Nýja Kaupþings, sem DV segir frá í dag að hafi sjálfur skuldað 450 milljónir þegar hann kvað upp úr með að niðurfelling ábyrgða á starfsmenn bankans væru í lagi og gerði sig þar sekan um hámark siðleysisins, ætlar nú að hætta.

Ætlar hann að hætta vegna þess siðleysis sem felst í gjörðum hans?

Ætlar hann að hætta vegna þess að lögfræðilegt álit hans sem farið hefur verið með eins og boðorðin tíu meitluð í stein af viðskiptaráðherra, reyndust gefin af manni sem hafði beina persónulega hagsmuni af því að farið yrði að ráðum hans?

Ætlar hann að hætta af því að hann er bullandi vanhæfur?

Nei, auðvitað ekki.

Enginn svoleiðis hálfvitaháttur er ástæða þess að hann segir starfi sínu lausu frá og með deginum í dag.

Nei, hann er auðvitað svo göfugur að hann ætlar að hætta til að skapa frið um bankann.

Afsakið á meðan ég garga mig hása, frem á mér andlega kviðristu og brýt allt sem brothætt er í kringum mig.

Allt í huganum samt.

P.s. Það mun heldur ekki skapast neitt traust, friður eða nokkur skapaður hlutur annar um þessa banka á meðan sama fólkið situr þarna eins og ekkert hafi í skorist.

Hræsnarar.


mbl.is Helgi hættir hjá Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála Ég er svo reið að það sýður á mér.

Ásta B (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 16:13

2 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ég krefst þess að það verði upplýst hversu margir af helstu yfirmönnum bankanna gömlu starfa þar enn við nákvæmlega sömu störf og áður. Í því felst ekki yfirlýsing um að ég telji að þeir séu sekir af einhverju, en ég veit ekki heldur að þeir séu saklausir af einhverju. Einhvern veginn virðist enginn vilja taka nokkra ábyrgð á því sem gerðist, ekki sjálfviljugur!

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 30.6.2009 kl. 16:14

3 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Hvað með framkvæmdastjóra áhættustýringar Glitnis og Landsbankans, Sverri Örn Þorvaldsson og Ársæl Hafsteinsson og aðra ónefnda en álíka vanhæfa framkvæmdastjóra hjá ríkisbönkunum  ?

Guðmundur Pétursson, 30.6.2009 kl. 16:22

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Tek undir með þér Jenný, og engin ábyrgð! Algjört siðleysi!   

Ía Jóhannsdóttir, 30.6.2009 kl. 16:25

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Hræsni og hroki eru púkarnir sem sitja á hægri og vinstri öxl þessara "kúlulánapunga" (excuse my language not)

Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.6.2009 kl. 16:39

6 Smámynd: Dúa

Ég er búin með ljótu-orða-kvótann fyrir daginn

....þannig að : Vill einhver nammi?

Dúa, 30.6.2009 kl. 17:00

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

mmmm, spillingin er unaðsleg

Brjánn Guðjónsson, 30.6.2009 kl. 17:19

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Afbragsfyrirsögn og þú mátt meira að segja láta rigna upp í nefið á þér núna, mín þokkafulla og þrælsniðuga, því TILGERÐARVELDI telst að öllum líkindum vera nýyrði í hinni dásamlegu íslensku!

Legg til að Einar eldi í kvöld!

Magnús Geir Guðmundsson, 30.6.2009 kl. 18:04

9 Smámynd: Kolbrún Heiða Valbergsdóttir

Sammála þér og tek undir orð Ingólfs

Kolbrún Heiða Valbergsdóttir, 30.6.2009 kl. 23:26

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Sammála, hræsni, hroki og siðleysi !

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.7.2009 kl. 00:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 2987152

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband