Leita í fréttum mbl.is

Agaleysi barna hvað?

Ég er að hlusta á þingið núna.  Og horfa þegar ég má vera að.

Núna er óundirbúinn fyrirspurnartími.

Jájá, en ég hef tekið eftir nýrri "hefð" hjá stjórnarandstöðunni (Framsókn og Sjálfstæðisflokki).

Frammíköll eru orðin hluti af þingfundinum.

Auðvitað hefur það gerst af og til í gegnum tíðina að það er hrópað utan úr sal en aldrei eins og núna.

Það má enginn af stjórnarmeðlimum stíga í ræðustól án þess að það sé kallað fram í endalaust.

Ég er búin að missa húmorinn fyrir þessu.

Getur verið að það sé svona mikið um þetta vegna þess að fleiri nýir eru á þingi en oft áður?

Ekki nema að hluta til held ég.

Hvað varðar Sjálfstæðismenn þá verður slíkur viðsnúningur á þeim þegar þeir missa völdin að þeir tapa sjálfstjórn.

Fara hamförum.

Kalla og ólátast.

Svakalega er hægt að vera ergilegur.

Svo kallar SDG og félagar fram í líka.

Rödd formannsins þekkist allsstaðar.

Mér líður eins og ég sé að horfa á óróleikabekk í beinni.

Svo er verið að tala um agaleysi barnanna okkar.

Ég held að við ættum að byrja að setja íslenska stjórnmálamenn á kurteisisnámskeið.

Og upprifjun á fundarhegðun svona almennt.

Jabb, gerum það.

 


mbl.is Erfitt en óumflýjanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Heiða Valbergsdóttir

Þetta er bara alveg sama umpólun og hjá Steingrími J. Hann er búinn að taka U beygju á öllum skoðunum sínum frá því að hann var í stjórnarandstöðu

Kolbrún Heiða Valbergsdóttir, 29.6.2009 kl. 17:10

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta er sorglegt að sjá og heyra, hvernig sumir af þessum nýkjörnu  þingmönnum og líka þeir sem eldri og reyndari eru, haga sér.  Það er eins og þau séu á málfundi hjá ungliðahreyfingum sínum.

    Þau ættu nú að kunna betur til verka,  voru þessir flokkar ekki báðir með flokksskóla, þar sem þeir kenndu flokksaga og skóluðu til unga flokksmenn réttri flokksstefnu.  

 Allavega var Sjálfstæðisflokkurinn með Stjórnmálaskóla, þar sem var alveg fullt nám að læra að vera Sjálfstæðismaður.  -  Ef þetta er útkoman .... þá Guð hjálpi þeim, sjálfstæðisflokkurin gerir það allavega ekki. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.6.2009 kl. 17:53

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Þegar ég var í Gaggó-Vest...

Auðun Gíslason, 29.6.2009 kl. 18:20

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála þessu agaleysi, það ber að gera eitthvað í því, annars er ég eiginlega hætt að horfa á þingfréttir, hef ekki taugar í þetta.
Man ekki betur frá síðustu og þar síðustu ríkisstjórnum að frammíköll voru ekki talin siðleg. og svo eru þeir verri sjálfir.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2009 kl. 20:12

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Nibb, næz træ, en þú færð mig samt ekki til að verja stjórnarandztöðuna með því að benda þér á að ~þinnz~ eru málþófzmalarar áratuganna á undan, án atrennu, innanhúzz.

Steingrímur Helgason, 29.6.2009 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband