Leita í fréttum mbl.is

Mér er sama, mér er ekki sama

Mér er sama, mér er sama, mér er sama.

Um hækkun á áfengi offkors. 

Ég er nefnilega búin með minn skammt af eldvatni sem betur fer.

Ég hef alveg skilning á að sígó skuli hækka líka, það er ekki hægt að halda því fram að þær séu í nauðsynjapakka heimilanna.

En helvíti er það blóðugt að vera enn reykjandi.

Og að öðru.

Alltaf þegar ég er búin að koma mér upp skoðun, eins og t.a.m. með Icesave, að við komumst vart hjá því að borga, þá kemur einhver sem nær athygli minni og fær mig til að efast.

Ekki að ég hafi verið gallhörð á skoðun minni því það er eiginlega ekki hægt, maður heyrir svo mörg sérfræðiálit og svo eru vafaatriðin of mörg.

En ég var farin að hallast á að það væri engin önnur leið en að láta kúga okkur til hlýðni.

Enn er ég ekki viss um að það sé annað að gera en..

svo kom Ögmundur og sagði beint út að hann væri ekki sannfærður um að við ættum að borga.

Ég treysti Ögmundi, hann segir það sem honum finnst umbúðalaust og hefur alltaf gert.

Lokahnykkurinn var svo Kastljósið í gær.

Einar Már var í viðtali út af Hvítbókinni sinni sem var að koma út.

Til að gera langa sögu stutta þá talaði Einar Már um hluti sem ég vissi en hafði kosið að gleyma.

Hann talaði um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn væri að verja fjármagnseigendur og sjá til þess að pöpullinn borgaði enda hefur AGS sett sem skilyrði fyrir aðstoð að við skrifum undir Icesave.

Evrópusambandið og Norðurlöndin verja líka kapítalistana.

Valdið ver fjármagnseigendur.

Við fólkið skulum borga.

Því miður þá meikar þetta og margt annað sem þessi frábæri rithöfundur sagði, allt of mikinn sens til að ég geti skellt við því skollaeyrum.

Og nú þarf ég að hugsa allt upp á nýtt.

En ég fer ekki í nein fjandans mótmæli.

A.m.k. ekki strax.

Nú er ég lögst undir feld.

(lesist að hugsa undir skini gula fíflsins sem hlýtur alveg að fara láta sjá sig, ef marka má Storma á vakt).


mbl.is Boðar auknar álögur á áfengi og tóbak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Skil þig fullkomlega! Ég hef sveiflast á milli sérfræðiálita alveg út í eitt. Það er erfitt að taka upplýsta ástæðu í flestum þeim málum sem koma upp..... sérfræðingum ber nánast aldrei saman um nokkurn skapaðan hlut

En eitt er ég viss um... þessi Icesafe samningur er alveg síðasta sort. Hvort það er orðið of seint að fara dómsstólaleiðina - og þá í boði Sjálfstæðis- og Samfylkingarinnar- veit ég ekki..ber engum saman um það. En ég veit að þennan samning ættum við ekki að undirrita

Heiða B. Heiðars, 27.6.2009 kl. 10:39

2 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Góðan og blessaðan daginn!

Ég lenti strax hinum megin þ.e. mér þótti Icesave-samningurinn all ískyggilegur.

En síðan hef ég eins og þú lent í því að lesa hverja greinina af annarri eftir sprenglærða lögspekinga og prófessora og var jafn vel farinn að tvístíga en held þó að ég hangi á upphaflegri skoðun minni um sinn.

Mig langar til að benda á að það er líka pöbullinn sem á að greiða þessar svokölluðu "einkaframkvæmdir" við vega- og gangnagerð ofl.

Peningana á að taka af sparifé okkar, lífeyrissjóðunum.

Bendi hér á sprenglærða grein um það málefni :):

http://jon-bragi.blog.is/blog/jon-bragi/entry/903527/

Jón Bragi Sigurðsson, 27.6.2009 kl. 10:46

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Einhver sagði að gömlu gildi Evrópusambandsins væru löngu brostin, þau voru stofnuð til að lönd Evrópu gætu unnið saman og stutt við hvort annað, en nú er sambandið að vinna að sundrung þjóða.

Milla mín sagði við kvöldmatinn í gærkveldi: ,,Viljið þið hætta að reyna að komast að niðurstöðu um icesave, fjandinn þið eruð búin að ræða það mál ásamt annarri pólitík síðan hrunið varð og nú er komið nóg," jæja þá fengum við það og þetta er alveg satt við komumst ekki að neinni niðurstöðu, jafnvel ekki þegar orðið er hvað sem verður.

Mín skoðun er að ég vill aldrei borga þennan fjanda, en svo er spurningin hvort við neyðumst ekki til og þá erum við bara mestu undirlægur allra tíma.
Kotbændur hér áður og fyrr reyndu þó ætíð að standa uppréttir, þó prjónahúfan væri í hendi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.6.2009 kl. 10:56

4 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

"Þegar öllu er á botninn hvolft þá fer allt einhvern veginn, þó margur efist um það á tímabili" :)

(úr Sjálfstæðu fólki, Laxnes)

Jón Bragi Sigurðsson, 27.6.2009 kl. 11:05

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Laxnes sagði alltaf satt.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.6.2009 kl. 12:18

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Verð að viðurkenna að mér er hvorki sama um hækkun á áfengi né öðrum vörum.

Áfengi er jú almenn neysluvara, þó að sumir hafi farið illa út úr glímuni við Bakkus.

En ókey fólk hefur líka farið illa út úr óhóflegu sykuráti, svo ekki sé minnst á stórvarasama neyslu á feit og söltuðu kjöti.

Ég vil að dómgreind fólks sé virt, og fólki treyst til þess að taka upplýsta afstöðu til þess hvað er gott fyrir þess eigin skrokk.

hilmar jónsson, 27.6.2009 kl. 13:08

7 Smámynd: Elle_

Í hvert sinn sem álögur og skattar hækka, bætist ofan á skuldir heimilinna. Og fyrr má nú rota en dauðrota: Þeir hækkuðu þessa sömu skatta bæði í síðasta mánuði og fyrir 1/2 ári. Og nú skal það hækka upp úr öllu valdi.  Ýmsir hafa varað okkur við ASG/IMF.  Minni á viðvörun John Perkins sem vann fyrir ASG:
http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/846117/


Elle_, 27.6.2009 kl. 13:51

8 Smámynd: Elle_

Átti að vera AGS (Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn).

Elle_, 27.6.2009 kl. 13:53

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Skattahækkanirnar eru hábölvaðar en það eru úr vöndu að ráða. 

Ömmi er ágætur og ekki vara það hann er vandaður og  það er Einar Már líka.

Sigurður Þórðarson, 27.6.2009 kl. 14:50

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég hef akkúrat engu að bæta við það sem Jón Frímann segir hér fyrir ofan.  Betur er ekki hægt að orða hlutina, en hann gerir og tek ég því heilshugar undir það sem hann segir.   

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 27.6.2009 kl. 16:55

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já en við skuldum ekki þessa peninga. stofnuðum ekki til skuldanna, vissu ekkert um þetta nema þeir sem áttu að hafa eftirlitið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.6.2009 kl. 18:01

12 Smámynd: Elle_

Ríkissjóður rak ekki Icesafe. Yfirvöld þurfa að sækja milljarðana í gengið sem stofnaði Icesafe. Og alla sem ryksuguðu milljörðum burt úr bönkunum.  Og borga sparifé fólksins með þeim peningum, ekki úr ríkissjóði.

Elle_, 27.6.2009 kl. 18:57

13 Smámynd: Elle_

Gamli Landsbankinn var ekki ríkisbanki. Og gamli Landsbankinn er ekki´nú-lifandi´Landsbankinn. Ættum ekki að borga Icesafe úr Ríkissjóði. Ættum ekki að láta nýlenduveldin þvinga okkur.  Við borgum þegar við náum horfnu milljörðunum.

Elle_, 27.6.2009 kl. 19:58

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Fyrirgefðu Jón Frímann, ég er víst svo vitgrönn að ég skil ekki eða vill ekki skilja svona nokkuð.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.6.2009 kl. 21:55

15 Smámynd: Elle_

Ekki ég heldur, en nenni ekki að þrasa um það.

Elle_, 27.6.2009 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31