Leita í fréttum mbl.is

Vondi Feisbúkkmaðurin lokaði á vinkonu mína! Urr!

 Dúa

Sko, þar sem þjóðfélagið hefur farið á aðra hliðina vegna Feisbúkklokunar á Ragnheiði Elínu Clausen, hinnar geðþekku og dagfarsprúðu þulu,  finnst mér tilefni til að koma því á framfæri að það hefur verið lokað á fleiri.

Málið er að mín ástkæra vinkona, ekki svo mjög dagfarsprúða með með enga reynslu af þularstarfi á bakinu, var líka hent út skýringalaust af Feisinu.

Þrátt fyrir óaðfinnanlega hegðun, bara svo það sé á hreinu.

Ég er alveg farin að sjá fyrir mér einhvern illa innrættan Íslending sem skannar Feisbúkk og hefur það að aðalstarfi að henda út geðþekkum konum algjörlega á tilviljanakenndan máta.

Alveg: Þessi fýkur og þessi, og þessi.

Af hverju gerir þú þeitta Feisbúkkmaður?

FM: Because I can.

En aftur í alvöru þessa máls.

Við vinkonur Dúu dásamlegu eru búnar að stofna grúppu henni til stuðnings og ég hvet ykkur kæru lesendur þessarar síðu til að fara inn á þennan hlekk hér og skrá ykkur strax.

Setjum Feisbúkk stólinn fyrir dyrnar í þessum undarlegu lokunum.

Sjitt, ætli vondi Feisbúkkmaðurinn loki ekki á mig næst.

Það er eins gott að það verði sett á fót grúppa handa mér þá.

Þó ég sé sírífandi kjaft bæði á Feisbúkk, á blogginu og heima á kærleiks.

Koma svo.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég vissi ekki að það viðhefðist svona mikil ritskoðun á facebook, hver stjórnar þessu eiginlega? er nóg að einhverjum sé illa við þig og kvarti til að þér sé hent út?

Ásdís Sigurðardóttir, 25.6.2009 kl. 23:02

2 Smámynd:

Er facebook ritskoðuð? Hélt hún væri ammrískt fyrirbæri sem væri bara þýdd af einhverjum tölvunöllum og dreift um vefinn okkur til ánægju.

, 25.6.2009 kl. 23:26

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nú er ég hætt að skilja !!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.6.2009 kl. 00:25

4 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Við segjum vonda feisbúkkmanninum stríð á hendur. Allir að kvarta og dúndra svo látlaust rollum (sheep) hægri vinstri þar til veldið riðar til falls - nema..... hann opni aftur fyrir Dúu.

Ekkert lok og læs og allt í stáli.......

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 26.6.2009 kl. 00:26

5 Smámynd: Dúa

Dúa, 26.6.2009 kl. 00:40

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hvað er að þessum Feisbúkkmanni, er ekki í lagi með hann, báðar þessar konur eru íðilfagrar, svo ekki er það þessvegna sem þeim er hent út !

Kannski er þetta einhver sem hefur lagt lífeyrisjóðinn sinn inn á Icesave, og hendir öllum Íslendingum út, sem hann finnur.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.6.2009 kl. 01:19

7 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Er komin einhver skýring á þessu ?? Ég skráði mig á lista til að stiðja þessa konu og bara einfaldlega næ ekki svona. Þessi facebook stjori minnir mig dálítið á suma strætóbílsstjóra ... sem nýta sitt litla vald til að ná sér niður á fólki með leiðindum. 

 Ekkert meira pirrandi en smákóngar

en getur verið að þetta sé eitthvað prakkarastrik ?  

Brynjar Jóhannsson, 26.6.2009 kl. 02:21

8 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

það eru víða „Tilkynna“ hlekkir við myndir og þesslags, þar sem fólk getur tilkynnt stjórnendum vefsins finni þeir eitthvað ósæmilegt.

Þó hefði mér aldrei runnið í grun að stjórnendurnir væri svo grunnir að dobbúltjékka ekki málið. Þei virðast bara sparka fólki út med det samme, án þess að skoða neitt.

Brjánn Guðjónsson, 26.6.2009 kl. 02:58

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ergo: stjórnendurnir eru greinilega ekki starfi sínu vaxnir

Brjánn Guðjónsson, 26.6.2009 kl. 02:59

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

inside information:

feisbúkkkagglinn er sveittur, á blettóttum hlýrabol og ýtir á takka í gríð og erg.

get ekki sagt meira að sinni. þá verður mér hent út af feisbúkk.

Brjánn Guðjónsson, 26.6.2009 kl. 03:12

11 Smámynd: Dúa

Brynjar...þú ert ekki í minni grúppu

Og skamm Brjánn ekki þú heldur

Er reyndar hætt að skilja allt þar sem grúppa Ragnheiðar heldur áfram þó það sé búið að opna á hana og nú er takmarkið þar að safna 1.000 manns...

Ó well.....redda þessu sjálf

Dúa, 26.6.2009 kl. 03:53

12 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hvað er þetta Facebook sem allir eru að tala um?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.6.2009 kl. 06:15

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þið sem eruð að kommenta hér og eruð á Feisinu.  Skrá sig.

Stop talking and do it.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.6.2009 kl. 09:31

14 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Dúa..

jú Ég er inni ... það er önnur mynd af mér. Var meira að segja að senda áðan tölvupóst á facebook til að mótmæla þessu óréttlæti enda er þessi framkoma sem þér var sýnd algjörlega út í hött. 

Brynjar Jóhannsson, 26.6.2009 kl. 18:25

15 Smámynd: Dúa

Dúa, 26.6.2009 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.