Miðvikudagur, 24. júní 2009
Kæri sérstaki saksóknari
Kæri sérstaki saksóknari.
Vildi benda þér á þessa frétt ef hún hefur farið fram hjá þér.
Finnst það borgaraleg skylda mín að auðvelda þér vinnuna einkum og sér í lagi vegna þess að það er brjálað að gera hjá ykkur í hvítflibbaglæpunum þessa dagana.
Málið með Hannes Smárason, æi kaupsýslumanninn sem býr á Blekkingargötu 2-68 hér í borg, er að hann hefur sent út yfirlýsingu.
Hann tilkynnir okkur öllum að hann hafi ekki brotið lög!
Af því orð manns eins og hans vega afskaplega þungt og engum dettur til hugar að hann færi að ljúga til um svona hluti, þá er þér óhætt að dömpa rannsókninni og snúa þér að alvarlegri málum.
Það er t.d. stöðugt verið að ræna kardimommudropum frá kaupmanninum á horninu.
Ó, er það ekki þín deild?
Okei, en þú getur hent Hannesi Smárasyni í ruslið.
Hann hefur ekkert gert sem fer á svig eða sving við lög.
Sumarkveðjur frá mér.
Hannes segist ekki hafa brotið lög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dómar, Löggæsla, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 73
- Frá upphafi: 2987154
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 72
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
hahahahha.... já ég meina - hvað er verið að eltast við svona stálheiðarlega menn?
Hrönn Sigurðardóttir, 24.6.2009 kl. 21:09
gott hjá þér að benda saksóknara á þetta
en by the way heldur einhver að eitthvað komi útúr öllum þessum "rannsóknum" í alvörunni?
Sigrún Óskars, 24.6.2009 kl. 21:28
Þú ert góð kona Jenný Anna
Jónína Dúadóttir, 24.6.2009 kl. 21:32
Ég hló....ég er rætin....grey karlinn hann Hannes
Sigrún Jónsdóttir, 24.6.2009 kl. 21:53
Hvað er í gangi hjá þessum fréttastofum? Í gær fengum við að heyra að Björgúlfur yngri hugsar stöðugt um bankahrunið og býðst til að laða fjárfesta til landsins! Ég spyr bara treystir einhver þessum mönnum? Af hverju er okkur ekki sagt hvað þeir sem sitja á Hrauninu hugsa um?
Bergljót Aðalsteinsdóttir, 24.6.2009 kl. 22:25
Sérstakur saksóknari á bara að fá tvennt: 1) Kindabyssu og 2) 250 skot.
Arngrímur (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 22:32
Bara slatta fleiri svona yfirlýsingar frá fólki og við getum lagt embættið niður
Dúa, 24.6.2009 kl. 23:33
eins og Dolli sagði í den; „Yfirlýsingin mun gera þig frjálsan.“
Brjánn Guðjónsson, 25.6.2009 kl. 01:35
Berljót skrifaði óborganlega: "Af hverju er okkur ekki sagt hvað þeir sem sitja á Hrauninu hugsa um?"
Já, hvað klúðri ætli þeir velti fyrir sér? ...
Skrifið um það frekar en þetta vesen sem BTB man eftir daglega, að sögn.
Eygló, 25.6.2009 kl. 01:44
ekki var tekið mark á útskýringum Lalla Johns- af hverju ættum við frekar að trúa Hannesi Smárasyni ?
zappa (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 02:12
Það er raunar hneyksli að Hannes Smárason skuli ekki sitja inni núna þegar hann er grunaður um svona gífurlega alvarleg efnahagsbrot, upp á milljarða að mér er tjáð ( þarf auðvitað ekki að koma neinum á óvart ). Þarna er augljóslega um mjög einbeittan brotavilja að ræða og allir smákrimmar þjóðarinnar væru auðvitað komnir á bak við lás og slá við slíkar aðstæður. Lögmannafélag Íslands er að opinbera sig þessa dagana með smeðjulegri yfirlýsingu til verndar hvítflibbaglæpamönnum. Við íslendingar höfum mátt þola það allt of lengi að búa við meingallað dómskerfi, þar sem hefur viðgengist að níðast sem mest á smákrimmum á borð við Lalla Johns, á meðan hvítflibbarnir ( oft nátengdir eða með vinatengsl við dómara og lögmenn ) hafa sloppið ótrúlega vel frá hvers kyns glæpastarfsemi.
Stefán (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.