Leita í fréttum mbl.is

Lúxusvandamál

Ég get ekki orða bundist við þessari "frétt" um móðurina sem talað er við og er reið, bálreið ásamt fleiri foreldrum sýnist mér, vegna þess að dótturinni var "hafnað" í Verzló þrátt fyrir góðar einkunnir.

Hvers lags hugarfar er þetta eiginlega?

Konan talar um að "börnin" hefðu þurft að fá áfallahjálp vegna þess að þau komast mögulega ekki í þá skóla sem þeim fannst henta best.

Róleg á dramatíkinni gott fólk.  Þetta er lúxusvandamál.

Ég segi velkomin á leiksvið lífsbaráttunnar. 

Lífið er ekki auglýsingabæklingur prentaður á glanspappír þar sem allar vonir og langanir okkar ganga eftir - af því að við höfum unnið okkur inn fyrir því með einkunnum, vinnuframlagi eða æskilegri hegðun.

Lífið er einfaldlega fullt af verkefnum og við sigrum stundum og stundum ekki.

Eins gott að átta sig á því.

Ég get ekki séð harminn í því að komast "bara" í Menntaskólann við Sund eða einhvern annan góðan skóla, því nóg er af þeim sem betur fer.

Við búum við þau forréttindi að geta menntað börnin okkar.

Hvernig væri að gleðjast yfir því?

Það er svo önnur saga og ömurleg að skólar eins og M.R. og Versló, svo ég taki dæmi, skuli velja úr nemendum eins og þeim sýnist, hegðandi sér eins og prímadonnur á sterum, með bullandi Harward wannabíisma.

Svei mér þá hvað vandamálin geta verið misstór og með allri virðingu fyrir foreldrakreppunni, misalvarleg.

Stór hluti þjóðarinnar er nefnilega að berjast við að láta enda ná saman.

Í kreppunni sko.


mbl.is Foreldrar bálreiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek undir þetta við megum þakka fyrir að börnin okkar fái menntun.
Get sagt ykkur að nemendur skulu bara flýta sér og taka inngöngu þar sem hún býðst því ég veit það fyrir víst að skólar eru farnir að setja á biðlista og sumstaðar eru þeir orðnir langir.
Nú ætla nefnilega allir að fara bara í skóla og er það vel.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.6.2009 kl. 09:15

2 Smámynd: Eldur Ísidór

HEYR og aftur HEYR!

Eldur Ísidór, 23.6.2009 kl. 09:19

3 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Skólar hafa því miður ekki fjármagn og pláss til að taka við öllum. Eðlilega velja þeir bestu umsækjendurnar. Að kalla þá "ömurlega" fyrir það finnst mér ekki fallegt.
Ef 10 sækja um starf á þá að ráða miðlungsumsækjanda? Eða á kannski bara að ráða alla í starfið?

Páll Geir Bjarnason, 23.6.2009 kl. 09:19

4 identicon

Skóli og starf er ekki það sama Páll Geir og þau rök eiga því ekki við hér.

Þetta eru jú vonandi allt góðir skólar, en þegar valið er inn þá er það í raun ekki marktækt er það???

Eru það á bara ekki krakkarnir sem eru góðir?? 

og þá má alveg eins færa rök fyrir því að þessir " góðu" skólar sem svo vinsælir eru, jha eru kannski bara ekki með nógu gott kennaralið til að takast á við nemendur sem virkilega krefjandi er að kenna??

eða hreinlega nenna bara ekki að þurfa hafa fyrir því að fræða, það er jú allt mikið auðveldara þegar ekkert þarf fyrir nemanum að halda er það ekki?????

(IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 09:39

5 identicon

Þetta er svo sannarlega lúxusvandamál.  Ég sjálf er ekki úr Reykjavík og þar sem ég bý stóð valið um það að fara í eina framhaldsskólann á svæðinu eða flytjast til Reykjavíkur.  Það er nú ekki einfalt eða ódýrt fyrir 16 ára unglinga að flytja að heiman til að fara í skóla og því varð "hverfisskólinn" fyrir valinu.

Ég get ekki séð að það hafi skaðað mig neitt sérstaklega.  Tek það fram að ég var með yfir 9 í meðaleinkunn á samræmdum prófum þannig að líklega hefði mér ekki verið hafnað af þessum "fínni" menntaskólum sem þessi móðir telur svo vera.  Vissulega viljum við öll fá góða kennslu í góðum skólum en á endanum eru það við sjálf sem þurfum að standa okkur er það ekki??

Sandra (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 09:54

6 identicon

Hér er ég innilega sammála þér Jenný!

Maður spyr sig líka hvaðan þessir stimplar koma "betri skólar" vs. "verri skólar". Auðvitað verður þetta til í hausnum á foreldrum sem ala börnin sín upp í því að þau "verði" og "eigi" að fara í einhverja ákvena skóla.

Síðan hvenær hefur Menntaskólinn við Sund verið talinn slæmur skóli? Við mæðgurnar urðum allavega mjög lukkulegar þegar dóttirin sem er góð námsmaneskja komst þangað inn fyrir nokkrum árum. Þetta var sá skóli sem hún vildi helst fara í.

Guðrún (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 09:55

7 identicon

Það er nákvæmlega ekkert að því að hafa skólakerfi þar skólar mega velja nemendur inn. Skólarnir eru það margir að flestir komast í skóla þó það sé ekki endilega þar sem suma langaði mest að vera. Gleymum því ekki að þetta fyrirkomulag felur í sér frelsi fyrir marga, þ.e. að ef þeir standa sig vel eiga þeir fjölbreyttara val. Kosturinn við þetta er að möguleikarnir og valið helst í hendur við ástundun og árangur, þó ekkert sé 100% pottþétt frekar annað í lífinu yfirleitt.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 10:02

8 identicon

Mér sýnist þið vera að misskilja inntakið í þessari frétt. Málið er að sumir gunnskólar notuðust við lokapróf fyrir nemendur sína og aðrir ekki. Þannig endurspeglar lokaeinkunn þeirra ekki endilega „mun“ þeirra á milli og því ekki gætt jafnræðis við inntöku í framhaldskólana. Það er ósanngirnin í þessu og er vegna þess að ekki eru tekin samræmd próf þar sem það sama gengur yfir alla.

Ég tel það slæma þróun að skólarnir sjálfir hafi þetta ákvörðunarvald.  

Halla (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 10:05

9 identicon

Vá hvað þetta er svona 2007 attitjút!!!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 10:25

10 Smámynd: Björn Finnbogason

Inntökupróf og málið er leyst.

Björn Finnbogason, 23.6.2009 kl. 10:35

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Sammála Höllu hér á undan. Menntaskólar hafa alltaf verið misgóðir og líka miseftirsóttir (og þetta tvennt fer reyndar ekki endilega saman). Áður fyrr var fólk valið inn í skólana eftir ætterni, nú er það eftir einkunnum. Þegar svo sameiginlegi mælikvarðinn, samræmdu prófin, er felldur niður, er klíkuskapurinn kannski kominn niður í grunnskólana. Nemendur úr metnaðarfullum skóla fá kannski 7 meðan nemendur úr öðrum skóla þar sem metnaður og kannski meðalgeta er minni fá 9 fyrir sömu frammistöðu.

Þorsteinn Siglaugsson, 23.6.2009 kl. 10:37

12 identicon

Það er ekkert að því að krakkar velji sér skóla.  Þau gera það hvert af sínum ástæðum, oftast fylgja þau félögum sínum.  Ég er sammála þér Halla, það er dapurleg þróun að samræmd próf skuli hafa lagst af, hvað þá að sumir skólar hafi ekki lokapróf.  Hvernig í ósköpunum ætlum við að sjá til þess að kennsla og menntun þróist í rétta átt í öllum skólum?

Hins vegar þurfa foreldrar og börn bara að taka á því saman ef markmið þeirra nást ekki.  Það er enginn heimsendir.

En ef þetta er 2007 "attitjút", er þá 2009 attitjút að gefa skít í allt og alla?  Ég bara spyr...

Sverrir Hákonar (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 10:41

13 identicon

Skólar eru misjafnir og eiga að vera það.Ég vona að mæðgurnar nái sér eftir áfallið en annars geta þær reynt við LSH, þar á að vera áfallateymi.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 11:05

14 identicon

Nú er ég alveg ótrúlega hneykslaður. Á hvaða aldri eruð þið eiginlega sem haldið að þið vitið e-ð um menntaskólagöngu nú til dags?

Ég er nýstúdent úr einum af "verri skólunum" en samt var þetta minn fjórði menntaskóli.  Ég hef verið í bæði þessum fínu og þessum verri og líka verið í 2 menntaskólum úti á landi.

 ÞETTA ER EINFALT MÁL skóli er skóli.   

Allir kennarar í öllum framhaldsskólum eru háskólagengið og viturt fólk. Afhverju ætti það að skipta máli hvort kennarinn kenni í skóla þar sem krakkarnir borða á marmaragólfi, steinhellum, gólfdúk eða parketi?

Viljið þið vita svarið ?   Það er einfalt það skiptir engu fjandans máli!

Og það að fólk skuli virkilega halda að það sé e-ð léttara nám í skólum án marmaragólfs er ekkert annað en þröngsýni og hálfvitaskapur.

Talið við krakkana ykkar eða þá sem vita um hvað þetta snýst allt áður en þið farið að tala út um rassgatið á ykkur.

(taki hver þetta til sín sem á skilið)

Emmi (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 11:47

15 Smámynd: M

Ég skil þessa krakka mæta vel. Búin að leggja mikið á sig til að komast í áhugaverðann skóla. Það er eitthvað að þessu skólakerfi.

En ég er ekki að segja að ég sé sammála því að vandamálið sé svo stórt að áfallahjálp þurfi við. Var sjálfri meinað inngöngu í Verslunarskólann á sínum tíma en þar gat ég kennt sjálfri mér um vegna minna einkunna. Beit í það súra og fór í FB og er ekkert verri manneskja fyrir vikið

M, 23.6.2009 kl. 11:58

16 identicon

Ég held að góðir foreldrar ættu bara að gleðjast yfir því að börn þeirra fái ekki inni í Versló, sem hefur virkilega slæmt orð á sér eftir allt efnahagshrunið hér. Hvaðan haldið þið annars að þessir bankaaular og hrokagikkir sem settu okkur á hausinn hafi útskrifast úr menntaskóla ? Jú, einmitt að stórum hluta úr Versló !

Stefán (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 12:00

17 Smámynd: SM

sammála þér Stefán, Versló er bara gróðrastía.

SM, 23.6.2009 kl. 12:11

18 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Krakkarnir mínir útskrifuðust úr MH og MR. Ég hef ekki enn gert mér grein fyrir hvort hafi komið skemmdara út?  En svona í alvöru: Ef krakkinn VILL fara í ÁKVEÐINN skóla þarf HANN að VINNA fyrir því. Það er ekki nóg að mamma og pabbi leggist á skólastjórann. (Vonandi miskilur enginn þessa setningu).

Ævar Rafn Kjartansson, 23.6.2009 kl. 12:11

19 identicon

Stefán, hvaðan hefur þú það að Verzló hafi slæmt orð á sér eftir efnahagshrunið?  Er IceSave allt í einu núna Verzló að kenna, frekar en einhverjum öðrum skólum?

Útskrifaðist ekki Davíð Oddson úr MR? (ekki það að ég sé að kenna honum um).  Ertu með einhverja frekari skiptingu á því hver útskrifaðist hvaðan?

Hættið þessarri bölvaðri vitleysu!

Sverrir Hákonar (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 12:43

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Erum við ekki komin út fyrir efnið þegar farið er að rakka niður skóla hérna?

Eru ekki allir þessir skólar ágætir fyrir sinn hatt?

Tvær af dætrum mínum voru í MH og sú yngsta í Fjölbraut við Ármúla.

Skólarnir eiga það sameiginlegt að hafa uppfyllt kröfur þeirra til náms.

Ég skrifaði ekki þessa færslu til að fara að diskútera hvort Verzló sé svo eða MR hinsegin, þó ykkur sé frjálst að ræða það ef þið viljið.

Það sló mig hins vegar að lesa þessa hádramatík út úr atburði sem er ekki neitt sérstaklega alvarlegur svona miðað ástand hér á landi svo ég tali nú ekki um heim allan.

Svo fer ég ekki ofan af því að mér finnst þessir skólar sem handplokka nemendur vera á villigötum.

En það er mín skoðun og er ekkert merkilegri eða ómerkilegri en aðrar skoðanir.

Það vantar nefnilega í mig prímadonnugenið, amk. í dag.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.6.2009 kl. 13:24

21 identicon

Tek undir með því sem Silvía hefur um málið að segja. Í minni vinnu þarf ég að vera í miklum samskiptum við bankafólk og það fólk segir mér alveg hiklaust að mikið af gráðugasta og ófyrirleitnasta bankafólkinu hafi einmitt útskrifast úr Versló. Sverrir Hákonar og aðrir geta bara sjálfir aflað sér upplýsinga um það hverjir af gráðugustu banka/útrásarþjófunum voru í Versló og svo myndað sér sínar skoðanir á því um hvað kenslan snýst þar.

Stefán (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 13:38

22 identicon

Æ greyið Stefán, ég hlæ að svona vitleysingum eins og þér.  Hef ekkert meira um málið að segja.

Sverrir Hákonar (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 13:43

23 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Ég verð nú að nota þín eigin orð, Jenný: Róleg á dramatíkinni! Það er óþarfi að stilla þessu upp sem spurningu um að fólk krefjist þess að allar vonir þess og langanir gangi eftir  Og skrif sumra hérna, þar sem farið er að rakka niður þá sem hafa útskrifast úr hinum og þessum skólanum eru auðvitað fáránleg, en þar er að sjálfsögðu ekki við þig að sakast.

Skólarnir eru misjafnir. Sumir eru t.d. með bekkjarkerfi, á meðan aðrir eru með fjölbrautasystem. Ég get vel skilið að krakki sem kemst ekki inn í t.d. MR og Versló sé ólukkulegur með að vera skikkaður í fjölbrautaskóla, eins og ég þekki dæmi um. Og af hverju er mesta aðsóknin í skólana með bekkjarkerfi? Ættum við að velta því fyrir okkur?

Þetta kerfi er líka óttalega klikkað. Sá sem sækir um MH sem þriðja val kemst ekki þar inn, en hefði hugsanlega komist inn hefði hann sett skólann sem 2. val. En af því að hann er í 3. hópi er búið að fylla skólann af nemendum, sem eru með lakari einkunn en hann, en höfðu vit á að sækja um skólann sem 2. val. ARG!

Það er ekkert að því að skólarnir keppi sín á milli um nemendur og nemendur keppist að við að komast í þá skóla sem þeim þykja bestir. Það gerir bæði skólunum og nemendum gott. Eða leiðir það ekki til þess að við fáum betri skóla og betri nemendur? Er draumur um slíkt kannski bara heimtufrekja?

Ragnhildur Sverrisdóttir, 23.6.2009 kl. 15:46

24 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Það er sko eins gott fyrir þetta stelpuskott að það komist ekki upp hver hún er - ég hugsa að hún ætti ekki auðvelt í MS sem "þessi sem er of fín fyrir okkur og þurfti áfallahjálp til að sætta sig við skólann".

Ég skil vel að þeir skólar sem mest er sótt í velji sér þá nemendur sem líklegir eru til að standa sig vel. Það er algerlega óeðlilegt að ætlast til að þeir geri það ekki.

Vandamálið er ekki þar.  Það er miklu frekar þetta að skólar fá bara borgað per nemanda sem útskrifast þannig að þeir skólar sem eru ekki eins eftirsóttir lenda í vítahring, taka inn erfiðari nemendur og ólíklegri til að útskrifast og fá þal. minna fjármagn sem gerir skólana auðvitað ekki sterkari. Það er fyrst og fremst þetta sem þarf að breyta.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.6.2009 kl. 20:58

25 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Hmm, Ragnhildur, er ekki MS með bekkjarkerfi?  Og mesta aðsóknin hefur lengi verið í Versló og MH, MR er talsvert neðar sem þriðji skóli, MH var með fjölbrautakerfi síðast þegar ég vissi.

Ég er nokkuð viss um að allir þessir þrír skólar og reyndar líka Kvennó, taka bara inn fyrsta val, ekki einu sinni annað.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.6.2009 kl. 21:34

26 Smámynd: Paul Joseph Frigge

Vandamálið er að það er ekki hægt að segja til um hvort að skólaeinkunnir séu marktækar án þess að leggjast í mikla könnunarvinnu. Það þarf að auka kröfurnar á grunnskólakennara til að bregðast við það að sumir skólar gefa óeðlilega háar skólaeinkunnir meðan aðrir grunnskólar eru kröfuharðari.

Mér finnst að á menntaskólastiginu má taka við eins mörgum nemendum sem pláss og starfsfólk ráða við svo lengi sem þeir lækka ekki námskröfurnar. Þá detta þeir út sem ekki eru tilbúnir og fólkið sem leggur mikla áherslu á námið kemst áfram. En það væri alls ekki gæfulegt að taka inn fólk með einkunnir undir meðallagi yfir krakka sem hafa hærri einkunnir nema ef að viðtalskerfi væri komið á.

Sjálfur er ég núna nemandi í MR og tel ég að margir myndu eiga í vandræðum með námið enda eru miklar kröfur gerðar. Síðan til að andmæla Hildigunni þá heyrði ég að í fyrra komust nokkrir inn í MR sem settu skólinn í sæti nr. 2 og að skólayfirvöld höfðu tekið inn næstum því alla sem sóttu um.  Núna er samt sem áður miklu erfiðara að endurtaka sama leikinn vegna þess að einkunnir eru orðnar gríðarlega háar og stærri fjöldi eru með hærri einkunnir.

Paul Joseph Frigge, 23.6.2009 kl. 21:56

27 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Jenný ég er sammála þér með ''easy á dramanu''. Ég væri jafnvel til í að koma til þín og að við myndum kasta okkur saman í vegg. Áfallahjálp..... ja men jöss... Ef það að komast inn í MS (sem Guð hjálpi okkur var 3ja val) er stærsta áfallið í lífi þessa barns þá gleðst ég innilega með því.

Jóna Á. Gísladóttir, 23.6.2009 kl. 23:12

28 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Paul Joseph, ókei, þá eru upplýsingar mínar ekki alveg réttar.  Takk fyrir leiðréttinguna.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 24.6.2009 kl. 12:18

29 identicon

Mig langar bara að segja það, að mér finnst ekki rétt leið að meta fólk eftir einkunnum.  Það eru nefnilega amk. 7 þættir, sem telja má til greindar.  Þó að ég ekki telji þá upp hér, er alveg víst, að háar einkunnir eru ekki endilega tákn um velgengni í lífinu.  Nei alls ekki , það hefur reynslan sýnt mér. 

Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 13:38

30 identicon

Sammála Jónu Á.  ef þetta er það versta sem kemur fyrir þessa blessaða stúlkukind, þá sleppur hún vel.  Að þurfa áfallahjálp vegna þessa er bara drama dauðans.

truntan (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 15:27

31 identicon

Á meðan fleiri sækja um skólavist en rúm er fyrir þá þarf að velja úr þá sem komast að. Fyrir mitt leyti er langbesta og sanngjarnasta leiðin að velja eftir einkunnum til að koma í veg fyrir gamla góða íslenska klíkuskapinn.

Nú þegar búið er að afnema samræmdu prófin þurfa framhaldsskólarnir að byggja val sitt á einkunnum grunnskólanna sem getur skekkt viðmiðið til að byrja með. Það kemur aftur á móti fljótt í ljós ef einhver grunnskóli útskrifar nemendur með "of háar" einkunnir, þá verður nemandi x með 9,0 úr þeim skóla einfaldlega settur í sama flokk og nemandi y með 8,0 úr næsta skóla.

Aðal hneykslið í þessu er auðvitað að einkaskólinn Versló fái að innheimta skólagjöld af nemendum sínum og fái síðan jafnmikið eða meira úthlutað í ríkisstyrkjum og aðrir "ókeypis" skólar.

Karma (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 15
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987146

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband