Leita í fréttum mbl.is

Andhetjan ég með vottorð í leikfimi

Ég mætti ekki til að mótmæla á Austurvelli og er ekki á leiðinni til þess að svo komnu máli.

Af hverju blogga ég um það?

Jú, af því að mér er illa við að láta skamma mig eins og krakka.

Annars mér kærar vinkonur og baráttukonur fara mikinn um massann sem ekki mætir til að mótmæla á Austurvelli.

Munur en fólkið í Íran!  Róleg á samanburðinum.

Kannski kemur fólk ekki vegna þess að það er, líkt og ég, ekki búið að gera upp hug sinn gagnvart Icesave málinu.

Engum er ljúft að borga skuldir stórþjófa og glæpamanna.

Enginn vill vera í þessum sporum sem við stöndum nú í við Íslendingar en raunveruleikinn er samt svona.

Ég bíð eftir að fá alvöru valmöguleika við Icesave samkomulagið.

Aðra en að senda fokkmerkið út í heim og segja að við borgum ekki.

Er dómstólaleiðin fær?

Það eru svo skiptar skoðanir um það að ég veit ekki hvað er rétt og hvað ekki í öllum þeim fræðilegu álitum sem sérfræðingar gefa hægri-vinstri.

Allt þetta er ég að bræða með mér og á meðan sé ég enga ástæðu til að storma niður á Austurvöll og mótmæla.

Það hefur oft staðið mér fyrir þrifum að láta illa að stjórn.

En ég trúi því staðfastlega að maður verði að standa með skoðunum sínum.

Ég vil að fólk viti hvar það hefur mig - alltaf. 

Einkum þeir sem skipta mig máli.

En þetta eru sum sé mínar ástæður fyrir að vera ekki á Austurvelli.

Skrifað af margítrekað gefnu tilefni.

Þetta er mitt vottorð í leikfimi.

Andhetjan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Algerlega mitt mat líka.

Sigrún Jónsdóttir, 21.6.2009 kl. 10:28

2 Smámynd: Einar Indriðason

Tja... Ég mætti.  Ekki bara til að mótmæla IceSave, sem... eins og þú... ég skil ekki alveg.

Það sem dregur mig líka niður á Austurvöll er að reyna að ýta við stjórnvöldum, sama hvaða nafni þau nefnast, um að koma hreint og heiðarlega fram.  Síðustu stjórnvöld gátu það ekki... Og það er farið að falla ansi mikið á þessi stjórnvöld.

Ég er líka að mæta á Austurvöll til að ýta á þá kröfu að eigur útrásarpakksins verði fryst.  Stjórnvöld hafa nú leyft sér, þannig séð, að frysta eigur almennings, eða gera mjög erfitt fyrir.  Afhverju ekki fyrir útrásarpakkið líka?  Og spurning sem mig langar virkilega til að fá svar við er:  "Afhverju virðist ríka útrásarpakkið vera stikkfrí?  Er það of ríkt?  Hefur það eitthvað á stjórnmálafólkið í dag?"

Ég veit ekki hvort það er algjör blindni á neitt annað heldur en "ESB, Við erum á leiðinni" hjá Jóhönnu.... Og ég veit ekki hvað þau bæði eru að hugsa.  En... ég hef ekki á tilfinningunni að öll spilin séu sett upp á borðið....

Hafandi sagt þetta... þá skal ég skoða vottorðið þitt :-)

Einar Indriðason, 21.6.2009 kl. 11:04

3 Smámynd: Andrés Kristjánsson

skrifað undir vottorð......

Þessi óskapnaður var gjörningur íslenskra auðmanna og ráðamanna. Við erum í vonlausri stöðu, nauðbeygð. En að stilla okkur upp gegn ábyrgð gæti haft verri áhrif en að gangast að henni. Við fengum staðfestingar á því á föstudaginn þegar staða LV kom inn á borð ríkistjórnarinnar.

Andrés Kristjánsson, 21.6.2009 kl. 11:21

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Andrés: Rétt.

Einar: Takk fyrir að athuga með vottorðið.  Hehe.

Væri ég sannfærð færi ég á völlinn.

Mér finnst sjálfsagt og eðlilegt að fólk fjölmenni þangað ef sannfæringin er fyrir hendi.

Ég held að fullt af fólki sé enn á umhugsunarstiginu og þyrsti eftir upplýsingum sem mark er á takandi.

Málefnaleg rök með og á móti er það sem okkur vantar.

Takk fyrir innlegg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.6.2009 kl. 12:48

5 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Endilega að skella sér á völlin, LAUGARDALSVÖLLIN og sjá Fram gegn KR. í kvöld!

Annars hefði verið gaman að setja hlekk með samnefndu leikfimislagi (Bjartmars ef mig misminnnir ekki?) við færsluna, en það e.t.v. ekki hægt.En svona eru tímarnir, fólk sést ekki alltaf fyrir í baráttunni og þá fá sumir slettur sem þeir eiga ekki skilið.

Magnús Geir Guðmundsson, 21.6.2009 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 13
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 2987144

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 75
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.