Sunnudagur, 14. júní 2009
Mafía hvað?
Alveg frá því ég man eftir mér hef ég svifið um allt í barnslegri trú á að Íslandi sé lítið og krúttlegt dúllusamfélag að megninu til laust við glæpi.
Svona miðað við víða annars staðar að minnsta kosti.
Enda höfum við hátt um það vér Íslendingar hversu mikil fádæma heppni það sé að hafa fæðst hér.
Nú er annað að koma á daginn.
Myndin af stórasta litla landi í heimi er aðeins tálsýn.
Djöfulsins glæpasamfélag höfum við haft dinglandi fyrir framan nefið á okkur án þess að sjá eða heyra nokkurn skapaðan hlut, þrátt fyrir að merkin hafi beinlínis gargað á okkur.
Nú er búið að senda mál Sigurjóns varðandi sjálfslánið til FME.
Vonandi týnist það ekki í pósti eins og vill koma fyrir þegar sent er til eftirlitsstofnana á Sikiley, ég meina á Íslandi.
Og hér er annað dæmi um mafíósku íslenska sjálftökuaðalsins. Þetta er hægt á Íslandi.
En þetta réttlætismál hér hlýtur enga náð fyrir augum kerfisins.
Svo leyfa háttsettir embættismenn sér að koma svona fram þegar landið er á barmi gjaldþrots og almenningur í fullkominni óvissu um framtíð sína.
Annars gæti ég setið hér fram á nótt og linkað á ógeðisfrásagnir af spillingu, hroka, afneitun og samtryggingu í samfélaginu en ég treysti mér hreinlega ekki til þess, ég er miður mín og í hálfgerðu sjokki yfir öllum óþverranum sem vellur yfir okkur nánast á hverjum degi.
Það er eins gott að opna augun og það upp á gátt og horfast í augu við raunveruleikann og henda mýtunum sem við höfum verið svo dugleg að búa til um hipp- og kúlmennsku okkar Íslendinga.
Vó hvað við verðum að taka til.
En hvernig er það hægt þegar allir neita að taka pokann sinn, rífa kjaft og eru með attitjúd?
Þegar siðleysi þeirra sem við eigum að treysta er algjört?
Mafía hvað?
Máli Sigurjóns vísað til FME | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dómar, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:41 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 72
- Frá upphafi: 2987153
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 71
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
"Sjálfslán" er líklega ágætt nýyrði um það þegar "einstaklingur tekur lán hjá sjálfum sér" eins og lögmaðurnn í fréttinni útskýrði svo vel. Hmm... Ég fatta reyndar ekki svona gríðarlega merkileg fjármál. Ég hélt reyndar að maður sem biður sjálfan sig um peningalán væri alvarlega geðveikur....
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 22:48
Gísli: Já geðveiki er það fyrsta sem manni dettur í hug en þetta eru sennilega eðlilegir græðgisviðskiptahættir íslenska sjálftökuliðsins.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.6.2009 kl. 22:52
Hættu nú að velta þér upp úr SÁ, örugglega þriðja bloggið tengt fregnum um hann á skömmum tíma!?
blogga um eitthvað jákvætt frekar, Einar Stefáns að verða heimsfrægur fyrir augnlækningarannsóknir, Stefán Máni sömuleiðis að gera það gott í útlandinumeð "Skipið sitt" og Grásleppukarlar leggja til drjúgan skerf í þjóðarbúið, svo nokkuð sé nefnt.Og ekki má svo gleyma, að enn einu sinni er jú "litla krúttlega þjóðin" að eignast framtíðarstjörnu í íþróttunum, Helgu Margréti Þorsteinsdóttur fjölþrautakonu, virðist vera litlu síðra náttúruhæfileikabarn en Jón Arnar magnússon!
"Horfðu á björtu hliðarnar,heimurinn hann gæti verið verri", svo ég vitni nú í nútímaþjóðskáldið SS,ekki veitir af!
Magnús Geir Guðmundsson, 14.6.2009 kl. 23:25
Magnús Geir: Það er orðið of seint að ala upp þessa sem hér skrifar.
Ég veit fátt verra en fólk sem segir mér að vera ekki sí eða svo.
Hugsi hver um sig.
Sérðu mig ala fólk upp í kommentum á Moggabloggi?
Ekki það nei?
Stemmir.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.6.2009 kl. 23:32
Er þá siðblinda, ein hlið geðveiki? - Mafía er þetta og mafía skal það heita, var sagt í ræðustól á Alþingi forðum, um svipað leiti og eitt af þessum málum var til mikillar umræðu. Taka það mál upp strax.
Ef eitthvað er þá hefur siðferði Íslendinga hrakað, og siðblinda aukist, sjáið t. d. hegðun forstjóra Exista sem hótar málsókn við ríkið, ef þeir fá ekki útgreiddan arð, sem þeir segjast eiga inni.
Eða öll málin sem eru að týnast hjá ríkissaksóknaranum sem afsakar allt með mistökum. - Hann ætti að sjá sóma sinn í, að segja af sér embætti, á meðan fólk hefur enn trú á, að öll þessi týndu mál séu ein stór mistök, og heldur að hann sé svona lélegur brandarakarl eins og dæmið hans um Evu Jolý sannar.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.6.2009 kl. 23:35
Meðan buldi sem hæst í búsáhöldunum hallaði hrokin sér aðeins milli þúfna. Það var stuttur lúr...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 15.6.2009 kl. 01:49
Magnús Geir, þó það væru 40 milljón blogg um þennan stórvarasama, siðlausa og væntanlega kolólöglega gjörning um einn mann þá er það ekki nóg.
Mundu það Magnús Geir, að verið er að glíma við "síkopata", sem komu heilli þjóð á hausinn, og er við það að tjóðra í fátækragildru í amk 2 komandi kynslóðir.
Það má eiga nokkurn orðastað við svona fólk, jafnvel nokkra milljarða orða.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 15.6.2009 kl. 06:03
Að bankahrunið leiði af sér fátæktargildru fyrir a.m.k. tvær næstu kynslóir, er afskaplega stór yfirlýsing, sem ekki er hægt að rökstyðja á neinn hátt, allt of mikil svartsýni og vantrú á komandi framtíð.En auðvitað megið þið nöfnurnar og allir aðrir sem vilja, blogga sig dreyrrauða vegna ástandsins, ég var aðeins að hvetja þig mín kæra Jený Anna, að festa þig nú ekki alveg í barlómnum eða láta neiðkvæðnina bera þig ofurliði!Þetta er ekki spurning um uppeldi, það fer fram á fyrstu árum hvers einstaklings og líkur raunar fljótlega þá, en öllum er hollt að þiggja ráð, hlusta á fleiri en sjálfan sig, það er nú gömul staðreynd og ný. En geri me´r samt góða grein fyrir því, að þú ert viðkvæm og nokk svo þrjósk er kemur að gagn´rýni á þig, en það er nú engin dauðasynd.
Magnús Geir Guðmundsson, 15.6.2009 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.