Leita í fréttum mbl.is

Harmi lostinn

Ég verđ harmi lostin ţegar stórslys verđa.

Ţegar einhver sem ég ţekki slasast illa eđa deyr sviplega.

Ég verđ harmi lostin yfir öllum börnum heimsins sem fá ekki lćknishjálp, mat, lyf, ást og umönnun.

Ţađ grćtir mig meira ađ segja.

Ef stýrivextir eru hćkkađir um skít og ingenting, sem ţetta 1% sannarlega er, ţá er ég helvíti fúl, bálill, til í ađ fremja veggjaköst á öđrum en sjálfri mér og áfram má lengi telja.

Ég verđ ekki yfirkomin, tilfinningarnar bera mig ekki ofurliđi.

Hvađ ţá harmi lostin?

Nei, nei.

Pétur Blöndal, sem mér finnst oft ágćtur vegna hreinskilni sinnar í pólitík er hins vegar harmi lostinn út af vaxtalćkkuninni í morgun.

Rólegur á dramanu Pétur.

Peningar eru peningar.

Ertu ekki ađ taka tilfinningar ţínar gagnvart ţeim og efnahagsástandinu aaaađeins of langt?

Hmprfr

 


mbl.is Pétur er harmi lostinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ćtli mađurinn ţurfi ekki bara áfallahjálp eftir ţetta

Guđný (IP-tala skráđ) 4.6.2009 kl. 14:41

2 Smámynd: Finnur Bárđarson

er ekki "verđmćtamat" hans bara svona ?

Finnur Bárđarson, 4.6.2009 kl. 14:42

3 identicon

Ţú hittir nákvćmlega á tilfinningar mínar í dag... ţetta er ekki endir alls ţó fúlt sé....... held ađ fleiri á Alţingi ćttu ađ vera rólegir á dramanu....

Ţórey Dögg Jónsdóttir (IP-tala skráđ) 4.6.2009 kl. 14:49

4 Smámynd: Guđrún Emilía Guđnadóttir

Tek undir ţetta Jenný, mađur verđur ekki harmi lostin yfir peningum
ó nei ekki aldeilis.

Guđrún Emilía Guđnadóttir, 4.6.2009 kl. 15:01

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Bankahruniđ er fyrst núna ađ hellast yfir Pétur, sem er svolítiđ hćgur, jafnvel  ţegar best lćtur.

Svo er ţađ bara ţannig ađ Pétri og hans nónum svíđur meir rifinn seđill en brostiđ hjarta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.6.2009 kl. 15:24

6 Smámynd: Anna Sigríđur Guđmundsdóttir

Sammála ykkur öllum. peningar eru ekki allt ţó ađ ţeir séu nauđsynlegir. Friđur og réttlćti er t.d. miklu meira virđi í landi eins og Íslandi. Eđa ţađ finnst mér.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 4.6.2009 kl. 15:27

7 Smámynd: Hrönn Sigurđardóttir

Kallanginn... hann ţyrfti ađ komast í nánara samband viđ tilfinningar sínar.

Hrönn Sigurđardóttir, 4.6.2009 kl. 15:34

8 identicon

Síđan hvenćr hefur Pétur Blöndal haft áhyggjur af  sauđsvörtum almúganum sem ađ hans mati á ađ geta lifađ á 100.000 krónum á mánuđi.Mér finnst bara ađ hann og ţeir sem hćst fóru í ađ dásama veislu í stjórnartíđ Sjálfstćđisflokk.ĆTTU AĐ HALDA SÉR SAMAN.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráđ) 4.6.2009 kl. 15:43

9 Smámynd: Garún

Ég mćli međ fyrir hann Pétur minn Blöndal svona tilfinninga workshop!  Ţar sem hann getur dansađ úr sér gremjuna og harminn međ blautu handklćđi og túlkađ innri togstreitu gagnvart jöklabréfum og ógildum ávísunum.   Var ţađ ekki hann sem sagđi ađ ţađ vćri ekkert mál ađ lifa af međ 100 ţús útborgađ á mánuđi!  Afhverju eru svona strumpar á ţingi?  Eđa nálćgt ţinghúsi yfirleitt?  Elsku Pétur, hér er einn miđi fram og til baka til raunveruleikans, ţađ ćtti ađ vera nógu mikiđ ćvintýri fyrir ţig ćstistrumpurinn ţinn!

Garún, 4.6.2009 kl. 16:08

10 identicon

Peningar ,,eru bara peningar" ef mađur á peninga ;)

Annars er rétt ađ Pétur er sannur sinni sannfćringu (hversu verđuug sem hún er) en hann ţarf ekki ađ kvíđa, ég hef séđ bjórdósasafniđ á svölunum hjá honum ţannig einhverjir aurar verđa alltaf til ţar á bć

Steinn Magnússon (IP-tala skráđ) 4.6.2009 kl. 17:06

11 identicon

Makalaust merkilegt ađ heyra og sjá hvernig frjáshyggjuliđiđ lćtur - . Ég hugsa ţeim ţegjandi ţörfina - ţessum bjánum sem leiddu okkur Íslendinga út í ţetta botnlausa dý - . Og vorkenni fólkinu sem ţarf ađ toga ţjóđina á hárinu upp úr ţví aftur.

Ingibjörg (IP-tala skráđ) 4.6.2009 kl. 18:57

12 identicon

FRJÁLSHYGGJULIĐ meinti ég.

Ingibjörg (IP-tala skráđ) 4.6.2009 kl. 19:01

13 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Don´t cry for me Argentina ..

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.6.2009 kl. 20:00

14 Smámynd: Brjánn Guđjónsson

eins og einhver sagđi; sé hamar eina tóliđ sem ţú ţekkir, fer allt ađ líta út sem nagli.

ef ţađ eina sem mađur hugsar um eru prósentur, er ţá ekki eđlilegt ađ ţćr fái mann til ađ harma? tja, allavega svona 50% harm?

Brjánn Guđjónsson, 4.6.2009 kl. 22:27

15 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Peningar skipta fólk mismiklu máli. Ég verđ ađ játa ađ ég er ekkert sérlega harmi lostin en samt fúl. Ekki út af mér sem hef ţađ ágćtt heldur öllu unga fólkinu sem er ađ berjast viđ ađ koma sér húsnćđi yfir höfuđiđ og vinnan jafnvel fokin, allavega launin lćkkađ á međan lánin vaxa og vaxa.

Helga Magnúsdóttir, 4.6.2009 kl. 22:46

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Ţórđardóttir

Sennilega bara stafsetningarvilla.  Mađurinn var lostinn hamri, líklega af undrun hehe....

Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 5.6.2009 kl. 08:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2987322

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband