Fimmtudagur, 4. júní 2009
Orðið er aðgerðarleysiskostnaður!
Jájá, kjaraviðræður í fokki út af vaxtalækkuninni sem var beint upp úr kokkabók ASG.
Ég skil það en nenni ekki að velta mér upp úr því.
En Sjálfstæðismenn eru yndislega fyrirsjáanlegir þegar þeir taka sig saman.
Fyrir kosningar opnuðu þeir ekki munninn í þinginu öðruvísi en að tala um "minnihlutastjórnina".
Alveg hárrétt hjá þeim, stjórnin var í minnihluta með "stuðningi" Framsóknar, sem er svona álíka spennandi ímynda ég mér og að fara í sambúð með Indiana Jones og nevrótískum Woddy Allen á slæmum degi.
En öllu má ofgera.
Ég þekki sko fólk með þennan kæk, að endurtaka allt sem fellur í kramið. Segir sama brandarann aftur og aftur að því fólk hló hjartanlega í fyrsta til þrítugasta sinn.
Núna sé ég þá fyrir mér á samráðsfundi þingmennina.
Þeir hafa setið í Valhöll og hugsað sig bláa í framan í leit að nýyrði sem væri mergjað og sláandi: Nýyrði sem myndi smella beint á heilabörk þjóðarinnar og brenna sig þar fast, eins og hin nýyrðin sem þeir hafa samið í gegnum árin, með misgóðum árangri reyndar.
Nú fundu þeir eitt svona líka helvíti gott.
Bjarni Ben notaði það í Kastljósinu í gær jafn oft og hann kom upp til að anda.
Orðið er:
AÐGERÐARLEYSISKOSTNAÐUR!
Helvítis bömmer að þeir skuli ekki hafa smíðað það fyrir fyrrverandi formann flokksins sem var svo verkkvíðinn að það gerir framkvæmdasemi íbúa kirkjugarðanna skömm til.
Það aðgerðarleysi hefur kostað okkur bigg fucking time.
Nú notar Tryggvi Þór þetta í viðtali við DV.
Ég skal snæða alla mína trefla, vettlinga, sjöl og annan til þess bæran ullarfatnað ef þetta orð á ekki eftir að hljóma um þingsali, í sjónvarpi og alls staðar þar sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins fá að segja nokkur orð.
AÐGERÐARLEYSISKOSTANAÐUR ER ORÐIÐ.
Það er meitlað í friggings stein.
Óttast hrikalegar uppsagnir framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Halloki, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:22 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Sammála, Jenný, að þetta er pínleg umræða fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem tókst "óviljandi" að skapa álíka orð stl vetur (sögnin að haardera).
Hins vegar sakna ég VG í ríkisstjórninni. Þar sem þú ert VG manneskja vildi ég gjarnan fá þitt mat á þessu. Áherslumál SF virðast vera í algleymingi: ESB umsókn komin til þingsályktunar (meira að segja tvær tillögur), "peningastefna Jóhönnu" og yfirráð IMF yfir seðlabankanum virðast ótvíræð. Og hvergi er Jóhanna sjálf til að upplýsa eða svara fyrir þessi mál. Eini talsmaður stjórnarinnar virðist vera Steingrímur. Hann svara meira að segja fyrir Össur (þó að hann geti að sjálfsögðu ekki sagt margt).
Hvar eru áherslumál VG (önnur en að hækka skatta)? Eftirfarandi er t.a.m. tilvitnun í svar VG við fyrirspurn frá FÍB og birtist í apríl hefti FÍB blaðsins:
"Vinstrihreyfingin – grænt framboð telur brýnt að áfram verði unnið að lausn á skuldamálum heimilanna og á landsfundi flokksins í mars sl. var samþykkt að leita ætti leiða til að lækka höfuðstól húsnæðislána eða frysta hluta hækkunar höfuðstóls lána vegna verðbólguskotsins. Einnig að gerð verði tímasett áætlun um afnám verðtryggingar. Þetta þarf að vera forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar strax í upphafi nýs kjörtímabils." (feitletrun mín)
Einnig tala Lilja Mósesdóttir og Guðrfríður Lilja eins og þær séu í stjórnarandstöðu fremur en í ríkisstjórn (td hér: http://eyjan.is/blog/2009/06/04/ags-er-her-fyrir-althjodlega-fjarmagnseigendur-en-ekki-fyrir-islendinga/)
Ég vil sjá VG í ríkisstjórn berjast fyrir þeim málum sem þeir stóðu fyrir í kosningabaráttunni (Ísland ekki í ESB, IMF burtu, tekið á skuldavanda heimilanna, ofl).
En aftur varðandi sjálfstæðismenn þá mega þeir blása sig fjólubláa í viðleytni við að finna upp nýyrði. Þeir skipta ekki máli núna. Þeir eru bara ekki búnir að frétta það
Kolbrún (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 12:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.