Leita í fréttum mbl.is

Þoli ekki lifandi sjálfshjálparbækur

Verð að orða þetta upphátt.

Það er eitthvað við þetta Dalai Lama æði sem pirrar mig.

Fyrir nú utan þá staðreynd að persónudýrkun gerir mig fráhverfa öllum málstað, hversu góður hann annars má vera.

Þegar ég heyrði að hann vildi senda hina stríðandi aðila í Palestínu og Ísrael í lautarferð saman til lausnar ástandsins þar á bæ, þá hugsaði ég; vó, rólegur á spekinni maður góður.

Ég er höll undir búddisma.

Ég styð Tíbet í baráttu þeirra fyrir sjálfstæði og óska helvítis setuliði Kínverja veg allrar veraldar.

En..

Ég þoli ekki lifandi sjálfshjálparbækur.

Bara alls ekki.

Svo vona ég að fólk telji upp á tíu.

Hari Kristna með dassi af pís lof and happíness.


mbl.is Samtrúarleg friðarstund í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna

Ég styð einnig Tíbet en ég er hrædd um að þetta voru stór mistök. Bíðum eftir viðbrögð Kínverja sem mun koma.

Anna , 1.6.2009 kl. 10:51

2 identicon

Róleg sjálf Jenný, DL sagði aldrei að Ísraelar og Palestínumenn ættu að fara saman í lautarferð! Ef þú ert að vísa til þáttar í sjónvarpinu fyrir stuttu sem mér heyrist að þú hafi ekki horft/hlustað á, þá sagði hann hlæjandi að menn ættu almennt að skemmta sér meira, fara í „piknikk" o.fl. í stað þess að fókusa á endalausar deilur.

kv.þórdís

Þórdís (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 10:55

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þórdís: Ég er róleg Þórdís mín, en mér finnst þetta heimskulegt svar við grafalvarlegu máli.

DL er ábyggilega hinn mætasti maður, en hann er bara maður og fólk ætti að átta sig á því í staðinn fyrir að fara á límingunum.´

Það er rétt, ég sá ekki þáttinn og var sagt frá honum.  Mér sýnist hafa verið haft rétt eftir.

Anna Björg: Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af Kínverjum og hvað þeim finnst.  Þeir eru bölvaðir mannréttindaglæpamenn, þar sem þeir stinga niður fæti, heima og að heiman.

En réttindabaráttu Tíbeta styð ég alla leið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2009 kl. 11:02

4 identicon

Jenný, hvað áttu við með að þér sýnist að hafi verið haft rétt eftir? Viltu ekki frekar skoða þáttinn og blogga svo? Og yfir hverju voru menn að fara á límingunni, að hann hafi sagt að fólk ætti almennt að skemmta meira sér í stað þess að einblína á hinar og þessar deilur. M.ö.o. það væru hugsanlega ekki svo mikið um deilur ef fólk leggði meiri áherslu á gera skemmtilega hluti.

p.s. þoli heldur ekki sjálfshjálparbækur og það fer líka í taugarnar á mér þegar fólk blaðrar út í loftið.

kv.þórdís 

Þórdís (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 11:13

5 Smámynd: Þröstur Unnar

Ég er nú ekki sammála með lifandi sjálfshjáparbækurnar, þoli þær ágætlega. En það er bara svo fjandi dýrt að heimsækja þær í dag. Og vissulega þurfum við öll einhvern tíma á þeim að halda.

Mér fannst margt af því sem þessi maður sagði mjög gott og gæti nýst okkur íslendingum í því að komast út úr eigin hagsmunapoti voru.

En það er nú bara ég.

Þröstur Unnar, 1.6.2009 kl. 11:19

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þröstur: Ég er alveg sammála með að DL hafi margt til síns máls, en það breytir ekki því að það má gagnrýna hann.  Svo verður ekki á móti mælt að það er mikil persónudýrkun í kringum hann og það gerir mig fráhverfa.

Hvaða lifandi sjálfshjálparbók langar þig að heimsækja Þrölli minn?

VIð gætum farið í söfnun.  Múha.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2009 kl. 11:41

7 identicon

Gagnrýni getur verið mjög góð Jenný. Búddismi byggist líka að stórum hluta á gagnrýnni hugsun. En fyrir hvað ertu að gagnrýna Dalai Lama? Eitthvað sem einhver sagði að hann hafi sagt í einhverjum þætti sem þú sást ekki, sem hann sagði ekki?

Þórdís (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 11:53

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

eitthvað hefur geðvonskan farið illa með þig í dag Jenný.

Það er enginn persónudýrkun á Dalai Lama í gangi.. maðurinn er hins vegar persónugerður í sjálfstæðisbaráttu tíbeta og er trúarleiðtogi buddista á svæðinu.. vesturlandabúar og þar með þú miskilja þetta sem persónudýrkun. Málið er að ef DL fellur frá þá tekur annar upp hans baráttu og starf... án persóndýrkunar. 

Óskar Þorkelsson, 1.6.2009 kl. 12:27

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Óskar: Ég er svo langt því frá geðvond og var það heldur ekki síðast þegar þú fullyrtir um líðan mína.

Ég er mjög hrifin af búddisma.

Svei mér þá ef ég gerist ekki búddisti.

En elsku Óskar, ekki taka statusinn á líðan minni, þú hittir einfaldlega ekki naglan á höfuðið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.6.2009 kl. 12:46

10 identicon

Dalai Lamar eiga að vera endurfæddir bullukollar, þegar klerkaveldið var í Tíbet þá var það síst skárra en núna.

Tíbetar þufa alvöru lýðræði... hvorki endurfædda súpergaura né raunverulega harðstjóra

DoctorE (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 13:06

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þröstur. Þú mátt koma til mín. Það er ekkert obboslega dýrt......

Hrönn Sigurðardóttir, 1.6.2009 kl. 13:17

12 Smámynd: Þröstur Unnar

Æji takk Hrönnslan.

Þú ert svoooooooo mikil rúsla.

Þröstur Unnar, 1.6.2009 kl. 13:41

13 Smámynd: Einhver Ágúst

Hæ Jenný, ekkert verið að spara púðrið í dag sé ég..

Verð samt að bend þér á að það er frekar kjánalegt og í raun stríðir gegn því sem Lagleg Dama segir um trúboð að vera höll undir Búddisma, hann talar gegn trúboði sjálfur og telur sig ekkert heilagann, fyrst og fremst einn af 6 milljörðum manna sem eru allir eins.

Og að andmæla Lamanum og vera höll undir búddisma er einsog að vera kristin en þola ekki Jésu, þarsem búddistar telja Lamann vera Búdda endurfæddan.

Én verum bara hress og förum í piknikk.

Einhver Ágúst, 1.6.2009 kl. 14:28

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta tókst bara ágætlega hjá þér, Jennslan mín. Sammála þér með persónudýrkun, efast þó um að kaddlinn sækist eftir henni sjálfur.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.6.2009 kl. 20:00

15 identicon

Guðríður þessi gaur er skrautfígúra og attention whore.
Óskiljanlegt hvað fólk snobbar í kringum hann, hreint magnaður andskoti... svona er nú fólk vitlaust...

DoctorE (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 15
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987146

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband