Laugardagur, 30. maí 2009
Bara einn Ögmundur
Nú er allt í járnum í kjaraviðræðum.
Hinn almenni launþegi á að sýna skilning, taka á sig byrðarnar, borga fyrir partíið.
Krafan um það er skýr.
Það leiðir huga minn að öðru máli.
Fréttablaðið sendi nýlega fyrirspurn til allra ráðherra um hvort þeir myndu fara að fordæmi Ögmundar Jónassonar, heilbrigðisráðherra, og þiggja aðeins þingfararkaup, en Ömmi tók þessa ákvörðun strax og hann settist í stól ráðherra í síðustu ríkisstjórn.
Það er skemmst frá því að segja að enginn ráðherra (reyndar voru utanþingsráðherrar ekki spurðir því þeir þiggja ekki þingfararkaup) sér sér fært að gera það.
Ástæður: Gömlu klisjurnar um að maður geti ekki verið í sjálfsskerðingu og með vísan til kjarasamninga og ladídadída. Einn ónafngreindur ráðherra sagði að Ögmundur væri einfallega betri maður hann.
Ég er enginn sérstakur talsmaður þess að fólk eigi að gefa frá sér umsamin laun, alls ekki, en nú eru óvenjulegir tímar.
Ekki bara óvenjulegir tímar heldur skelfilegir líka, þar sem ekkert er eins og var, fólk er að missa eignir sínar og atvinnu. Við erum að berjast fyrir lífinu í fullkominni óvissu upp á hvern einasta dag.
Þess vegna myndi það gleðja mig og efla í trúnni á að við getum þetta saman, ef ráðherrarnir færu að fordæmi Ögmundar.
Þá myndi fólk skynja að landsstjórnin áttaði sig á að við þurfum öll að leggja af mörkum til að komast yfir þessa skelfilegu tíma í sögu landsins.
Það gæti blásið okkur í brjóst auknu baráttuþreki sem við erum í mikilli þörf fyrir svo sjái til sólar.
Svo er moli í Fréttablaðinu þar sem enn segir af Ögmundi. Hann sat á almennu farrými í flugvél um daginn en opinberir starfsmenn teygðu úr sér á Saga Klass.
(Það gerir mig óskaplega hrygga að vita til þess að opinberir starfsmenn skuli á þessum tíma sólunda almannafé með að ferðast á snobbfarrými).
Og að þessu sögðu dreg ég nokkuð rökrétta ályktun að mínu mati:
Það er bara einn Ögmundur á meðal íslenskra ráðamanna og starfsmanna þeirra.
Því miður.
Frestun launahækkana er bitbeinið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Kjaramál, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:52 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Ágætis grein hjá þér eins og oft áður.
Ef allt er nú satt og rétt sem þú segir um Ögmund og mér dettu ekki í hug að draga í efa, þá er ótrúlegt hvað maðurinn hefur haldist lengi á þingi því við Íslendingar erum ekki vön því að kjósa svona "gæðamenn" á þing og ef það hefur gerst þá hafa þeir yfirleitt ekki setið nema eitt kjörtímabil. Hvernig ætli það sé fyrir "heiðarlega" menn gagnvart sinni sannfæringu að sitja innan um "flokksmótaða" félaga sína, það hlýtur að vera erfitt líf.
Ekkert hef ég heyrt frá Ögmundi um síðustu "afrek" ríkisstjórnarinnar um að "hækka skuldir heimila" í gegnum áfengi, tóbak og fleira. Hann sem "talsmaður láglaunafólksins", þá væri nú ekki slæmt að heyra frá honum, maður hefði nú haldið að hann hefði aðrar og betri hugmyndir um tekjuöflun en þær sem framkvæmdar voru.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 11:42
Öðlingsmundur kalla ég hann alltaf. Hann má koma í grill til mín og sjósund....ath. Hann er eini þingmaðurinn sem má það...ok fyrir utan nokkra. En Öðlingsmundur komdu þegar þú vilt, lykillinn er undir mottunni og kaffið er geymt í frystinum! Veit ekki afhverju, er að herma eftir ömmu sem geymir það alltaf í frystinum!!!
Garún, 30.5.2009 kl. 12:53
Þetta fannst mér góð ábending hjá þér, sem svo oft. Ég undraðist einmitt rökfærslu ráðherranna. Hverjir tala um það nú sí og æ að við stöndum í þessu SAMAN, að allir verði að leggja sitt af mörkum? Já. Merking orða er bersýnilega eitthvað flöktandi þessa daga og erfitt að vita hvað átt er við í raun. Ég hef alltaf dáðst að Ögmundi og ekki minnkaði það við þessa ákvörðun hans varðandi eigin laun. En það er nú því miður svo oft að svo lengi sem erfiðleikarnir eru ekki beint á þínu eigin borði, þá er auðvelt um að tala og ákveða fyrir aðra. Njóttu sólar.
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 12:54
Já Ögmundur er einstakur. Hann má líka koma í grill til mín og ég geymi kaffið líka í frystinum! Kannski ömmur okkar Garúnar hafi verið eitthvað skyldar án þess að ég muni sérstaklega eftir því að amma hafi geymt kaffið í frysti............
Hrönn Sigurðardóttir, 30.5.2009 kl. 13:07
Já, því miður er aðeins einn Ögmundur. Ekki sýndu hinir fordæmi. Sumir þingmenn eru á tvöföldum og þreföldum launum. Því þeir gegna öðrum störfum en þingmennsku. Eru í nefndum út um allan bæ. Sumir hverjir. Þessvegna sjást þeir stundum ekki á þingi. Þetta á ekki að vera leyfilegt. Við kjósum þá til þess að gegna þingmennsku þar eiga þeir þá að vera.
Anna , 30.5.2009 kl. 13:54
mér hefur Ögmundur alltaf verið sjálfkvæmur sjálfum sér,og ekki uppfullur af hræsni og tvískinnung einsog aðrir íslenskir ráðherrar hafa reynst vera undanfarna áratugi,óþverralið sem situr í sjálftöku launa og sporslna,talar svo alltaf um að "við"verðum að standa saman um hitt og þetta,þó aðallega skerðingar til almennings.treystir sér svo ekki sjálft að sleppa kokkteilnum tímabundið og ég er viss að þetta lið nennir sko ekki að grilla sjálft hvað þá að það viti hvar það geymir kaffið.
zappa (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 14:01
sem betur fer, er bara einn Ögmundur
Brjánn Guðjónsson, 30.5.2009 kl. 14:52
Garún og Hrönn: Eruð þið systur dúllurnar ykkar? Þið drepið mig.
Skorrdal: Við erum ekki sammála hér.
Brjánn: Lame.
Páll: Er hægt að ætlast til að Ögmundur standi til svars fyrir allt sem gerist ?
Hann hefur sennilega nóg með sinn málaflokk.
Takk öll.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.5.2009 kl. 19:55
Ögmundur greiddi nú atkvæði með bensínhækkun og áfengis og tóbakshækkun, þannig að ekki er hann nú alveg hvítþvegin af því.
Eiður Ragnarsson, 1.6.2009 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.