Leita í fréttum mbl.is

Minna sárt my lord

 the butler

Ég á ekkert erfitt að finna til samkenndar með fólki, þ.e. þessu venjulega, mér og þér.

Ég skil aðstæður þess sennilega vegna þess að ég hef verið í svipuðum sporum, að minnsta kosti skynja ég það svoleiðis.

Svo er fólkið sem ég botna ekkert í.

Eins og t.d. karlinn í N-Kóreu, þessi sem sveltir þjóðina og býr til kjarnorkusprengjur og heldur fólki tengslalausu við umheiminn.

Ég tapa þræði.  Næ engum kontakt við þennan bústna brjálæðing.

Ég velti fyrir mér hvernig lífi hann lifi, hvort hann borði Seríos á morgnanna, rabbi við konuna eða krakkana og hafi áhyggjur af hvort bílinn fari í gang, segi góða nótt elskan við rekkjunautinn, kyssi hann blíðlega á kinnina og óski góðra draumfara.

Sé það ekki fyrir mér.

Ekki frekar en ég sé Angelinu og Brad sitja áhyggjufull yfir að hafa gleymt að kaupa wipes og hvað þau eigi að hafa í matinn.

Skilningsleysi mitt varðandi s.k. útrásarmenn (get ekki lengur skrifað útrásarv...., komin með óþol) er algjört.  Þeir gætu allt eins verið geimverur hvað mig áhrærir.

Ég get ekki samsamað mig fólki sem nennir ekki í venjulegar flugvélar, nostrar við sjálft sig út í það óendanlega, á nokkur stykki heimili á pínulitlu svæði eins og í Reykjavík, and on and on í ruglinu.

Í sjónvarpinu í gær þegar sagt var frá húsleit á heimili þessa manns, Ólafs, var tekið fram að enginn hafi verið í húsinu nema þjóninn hans!

Hvaða geðveiki er í gangi?  Brengluð sjálfsmynd eða mikilmennskubrjálæði? Við erum alþýðufólk við Íslendingar, þó sumir vilji tengja sig við göfugar ættir til að losna við smalaeðlið.

Það truflar mig lítið að Óli sé með þjón sem vermir inniskóna og plokkar á honum nefhárin.

Eða hvað það er sem svona bötlerar  gera fyrir húsbónda sína.

Mér er sama þó ég skilji ekki herra hálfvita og erkifífl í Kóreu.

Missi ekki svefn vegna heimilsástands og víravirkisblúndutilfinninga Angie og Brad.

En mig langar að geta samsamað mig landsmönnum mínum.

En kannski er Ólafur og kó ekki þjóðin.

ISG hefði átt að taka fram við hverja hún átti í Háskólabíói í haust.

Hún var kannski að vísa til þessarra þrjátíu?

Jabb, ég hef nú á þessari stundu ákveðið að það hafi verið þeir.

Ég get lifað með því, það er minna sárt my lord.

 


mbl.is Leitað í sumarhúsi Ólafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Mér líka slétt sama um þessa íslensku peningapúka; mættu kaupa sér nefhárasláttuvél fyrir mér.

Blessaðir sakleysingarnir mega lifa eins hátt og þeir geta og vilja...EN EKKI Á KOSTNAÐ sauðsvarts almúgans sem verður að hita skóna sína sjálfur.

Eygló, 26.5.2009 kl. 00:07

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Var það einkaþjónninn eða yfirþjónninn sem var "bara" heima, ásamt einhverjum bílum, en enginn bílstjóri var við. - 

    Ég tek undir með þér, hún hlýtur að hafa átt við "meinta" útrásarvíkinga, að þeir væru ekki þjóðin. - þeir eru aumingjar og þjófar. 

 Og Framsóknarflokkur þeirra félaga Ólafs Ólafssonar og Finns Ingólfssonar er enn samur við sig, verndar þá fram í rauðan ......!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.5.2009 kl. 00:23

3 Smámynd: Garún

Ég vildi að ég væri að stjórna þessari leit!  Ég er snillingur í að finna hluti!  En fyrst verð ég náttúrulega að vita hvað ég er að leita að!  Ég myndi leita undir heitapottinu hans, þar finn ég á mér að sé falin harður diskur með þremur emailum á milli hans og Aladíns!  Síðan myndi ég fara þar sem kaffið er geymt og finna á botninum lykil af pósthólfi í Amsterdam þar sem íþróttataska er geymd með föxum og útprentuðum samningum á milli hans og Pokahontas.  Í bensíntanknum á þyrlunni hans eru síðan örchips með myndum af honum að semja um heimsyfirráð við Elvis.   Ég meina í alvörunni, haldið þið ekki að maðurinn og þjónn hans séu löngu búnir að eyða þessu?  Algjörlega óþolandi að þetta þurfti að taka svona langan tíma.  kommon maðurinn er með butler!  Það þýðir að hann er með delete takka á tölvunni sinni.   Handtakið Shakeinn og fáið að skoða tölvur bankans.  Þetta er ekki flókið.   Þeir voru að víla og díla og það komst upp um þá, ég þarf ekki að sjá DNA af tölvuskjánum þegar þeir slefuðu af græðgi yfir lyklaborðið þegar hugsanlegur hagnaður af bankaráninu kom í ljós.  GO get ´em boys....

Garún, 26.5.2009 kl. 00:57

4 Smámynd: Eygló

Mér þætti ekki leiðinlegt að lenda með þér í partýi Garún, svona bara til að ræða málin. Óborganlegt.

Eygló, 26.5.2009 kl. 01:32

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já, hún Garún kann að orða það.  Ég er svo heppinn að hafa verið í nokkrum partýum með henni Maija. Ekkert jamm og seisei og horft í gaupnir sér þar.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.5.2009 kl. 02:05

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Nahhhh..haldiði í alvöru að þeir séu búnir að fjarlægja gögnin og jafnvel eyða þeim? Að þeir hafi í alvöru trúað því að það yrði gerð húsleit hjá þeim þjóðarvinunum einu? Að einkavinirnir myndu bregðast svo illa við hrunadansinum að þeir myndu senda menn til að banka upp hjá einkaþjóninum? Sé fyrir mér að þjónninn hafi verið hissa.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.5.2009 kl. 08:53

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Flott ertu að vanda og lítið hægt að segja nema bara Amen.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.5.2009 kl. 08:53

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Engin kaupir sér hamingju fyrir peninga, heldur ekki lífsgleði né ánægju, ekki hina raunverulegu ánægju sem fæst með því að vera innan um vini og gott fólk.

Þess vegna ættum við að vorkenna þeim sem þurfa að safna í kornhlöður og hlaða utan á sig dýrum steinum, hanga í hundleiðinlegum félagsskap dekurrófa og þurfa að láta aðra skeina sig.  Nei og aftur nei, þeim er sannarlega vorkunn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.5.2009 kl. 09:17

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Garún klikkar ekki.

Takk öll fyrir komment.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.5.2009 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband