Mánudagur, 25. maí 2009
"Thanks for nothing"
Lilja Mósesdóttir talar eflaust fyrir hönd margra þegar hún segir að við eigum að afþakka ráðgjöf AGS (og væntanlega öll afskipti þeirra hér á landi).
Ég vil þá burt. Skila láni. "Thanks for nothing".
Eftir því sem ég skoða meira um fyrirkomulag vinnubragða á þessum sjóði þá held ég að við séum í vondum málum í þessu "samstarfi" sem mér finnst nú eiginlega meira vera einhliða ákvarðanataka sjóðsins, eins og í vaxtamálunum.
Í dag hef ég reyndar ákveðið að treysta ekki stjórnmálamönnum (með örfáum undantekningum reyndar) lengra en ég get hent þeim og það er í mínu tilfelli núll.
Maður heyrir svo margt.
En hvað um allt það sem manni er ekki sagt?
Hvað um alla leyndina?
Hvað um Icesave?
Svo ætla ég rétt að vona að Alþingi bregði ekki fótum fyrir lýðræðið með því að koma í veg fyrir að við sækjum um aðild að ESB.
Róleg, ég er enginn stuðningsmaður ESB en veit minna en ekki neitt um hvað það inniber fyrir okkur að ganga þar inn.
Ekki frekar en allir hinir "sérfræðingarnir" sem eru óþreytandi við að telja upp "pros and cons" við inngöngu en geta ekki vitað neitt með vissu vegna þess að við höfum aldrei sótt um í guðanna bænum.
Sjálfstæðismenn komu í veg fyrir stjórnlagaþing.
Nú reynir á vilja Alþings til að sýna fram á alvöru vilja til að leyfa "múgnum" og "skrílnum" að hlutast til um sín eigin mál í atkvæðagreiðslu um ESB samning.
Getur verið að meirihluti Alþingis sé hræddur við að leyfa okkur fólkinu að ákveða hvað við viljum?
Ég vona ekki.
Úff, ég er svo pirruð í dag og hef góða ástæðu til.
Er búin að fylgjast með umræðum á Alþingi, það tekur á.
Hmprf.....
Ætti að afþakka ráðgjöf AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjármál, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 43
- Frá upphafi: 2987321
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 41
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Reyndar gætum við ekki einu sinni þakkað fyrir ekkert þar sem við erum að borga eingar smá upphæðir i vexti á dag af þessu blessaða láni sem við erum með frá þeim!
Hekla (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 18:46
Það er eins gott að síðan þín er falleg og yljar!
Ég veit hvorki í .ennan heim né annan - ég vil samt ekki gjaldeyrisjóðsþjófinn!
Edda Agnarsdóttir, 25.5.2009 kl. 19:46
Verð að fá að setja þetta hérna inn þar sem ég kann ekki að linka en þetta skrifar Guðbjörn Jónsson bloggari og þetta er allrar athygli vert. Vona að bæði síðuhaldari hér og þar fyrirgefi mér að setja þetta hér inn en þetta bara smellpassar við fréttina sem bloggað er við
Undarlegar forsendur hjá AGS
Maður getur nú ekki annað en undrast þær forsendur sem fulltrúar AGS setja fram á fundi sínum með fulltrúum Samstöðu. Sé það rétt sem sett er fram í Mbl. frétt um fundinn, virðist margt benda til að einhver vanþekking sé á ferðinni varðandi hagsmuni okkar.
Í fréttinni segir að: aðgerðaráætlun AGS og ríkisstjórnarinnar miði að þremur þáttum; endurreisn banka, endurreisn gjaldmiðilsins og að gera ríkisfjárhaginn sjálfbærann, þ.e að ná jafnvægi í ríkismálum.
Í fyrsta lagi er ekki verið að endurreisa bankana. Það voru stofnaðir þrír nýir ríkisbankar út úr rústum hlutafélagabankanna. Þessir nýju ríkisbankar geta einungis yfirtekið skuldir frá hlutafélagabönkunum að jafnvirði söluverðs þeirra veða sem tryggja lánin. Aðrar skuldir hafa þeir ekki heimild til að yfirtaka. Þeir geta hins vegar tekið að sér tímabundna innheimtu lána fyrir hlutafélagabankana (gömlu bankana), meðan efnahagsreikning nýju bankanna er ekki lokað. Mér hefur sýnst að ferlið sé enn í þeim farvegi, fyrst enn er verið að innheimta lánin samkvæmt upphaflegum höfuðstól þeirra, sem nú er sagður vera meira en tvöfallt verðgildi þeirra veða sem til tryggingar eru.
Mikilvægt er, að skilanefndir bankanna átti sig á að langur dráttur á að aðskilja efnahagsreikninga nýju ríkisbankana frá gömlu hlutafélagabönkunum, getur skapað ríkissjóði bótaábyrgð, verði liðinn svo langur tími frá hruninu að kröfuhafar í gömlu bankana nái ekki að leggja löghald á eignir stjórnamanna og stjórnenda gömlu bankana, til tryggingar á kröfum sínum. Þau tímamörk færast óðfluga nær. Af framgöngu AGS virðist augljóst að þeir aðilar eru fyrst og fremst að hugsa um að tryggja hagsmuni kröfueigendanna í gömlu bankana, en ekki hagsmuni atvinnulífs og einstaklinga þessa lands.
Af hverju segi ég þetta. Hvaða tákn sé ég sem bendir til þessara þátta? Þau tákn felast fyrst og fremt í hinum háu stýrivöxtum. Fulltrúar Samstöðu, spurðu AGS um umdeilda stýrivaxtasefnu. Svarið var:
Fulltrúar AGS sögðust telja að til að ná jafnvægi á útflutningstekjum þjóðarinnar og koma í veg fyrir algjört hrun á innflutningi til landsins væri nauðsynlegt að halda stýrivöxtum háum um stundarsakir auk gjaldeyrishafta. (áhersluletur er mitt)
Þessi rök ganga ekki upp og eru beinlínis í hrópandi andstöðu við hagsmuni þjóðarinnar, en eru fyrst og fremst hagsmunir fjármagnseigendanna, sem í þessu tilfelli eru að mestu erlendar lánastofnanir.
Ríkisbankarnir velta svo til eingöngu endurlánuðu erlendu fjármagni. Með því að halda stýrivöxtum svona háum, fá fjármagnseigendurnir því hæstu vexti sem fáanlegir eru í heiminum, af fé sem þeir eiga hér. Atvinnugreinar Útflutnings, eru afar háðar afurða- og rekstrarlánum til að geta skapað þjóðinni tekjur. Hátt vaxtastig heldur því uppi því háa hlutfalli sem erlendir fjármagsneigendur fá af útflutningstekjum okkar, sem vaxtagreiðslur. Þannig vinna háir stýrivextir beinlínis gegn hagsmunum þjóðarinnar, til umtalsverðra hagsmuna fyrir erlenda fjármagnseigendur.
Það er ótrúleg öfugmæli sem koma fram í svari AGS er þeir segja að háir stýrivextir séu til þess að: koma í veg fyrir algjört hrun á innflutningi til landsins. Ekkert ráð er betra til, til þess að láta allan innflutning hrynja, en að halda stýrivöxtum svo háum að verslanir geti ekki fjármagnað nauðsynlegan innflutning. Að þessu leit er AGS einnig að gæta hagsmuna erlendra fjármagnseigenda, því með því að hindra, og helst stöðva útsreymi gjaldeyris (til greiðslu á innflutningi) tryggja þeir batnandi gjaldeyrisstöðu þjóðarinnar, sem þeir stefna að svo meira verði til greiðslu skulda hinna erlendi fjármagnseigenda.
Með því að halda stýrivöxtum háum, er því AGS á afar opinskaán hátt Á ALLAN HÁTT, að vinna gegn grundvallarhagsmunum þjóðarinnar og gera efnahagsvanda okkar umtalsvert erfiðari og lengri en eðlilega atburðarás ætti að gefa tilefni til.Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.5.2009 kl. 19:49
Bendi á að um leið og sótt hefur verið um aðild fer í gang aðlögunarferli Íslands að ESB, t.d. með upptöku á gjaldeyrissamstarfi til að styrkja krónuna. Þegar svo kemur að því að ákveða hvort við viljum samþykkja samninginn eða ekki mun valið vera milli þess að skrifa undir eða ESB kippir grundvellinum undan íslensku efnahagskerfi með því að selja aftur krónurnar sínar. Þeir sem greiða atkvæði á Alþingi eru því í raun að greiða atkvæði um hvort við göngum inn eður ei, enda lítil von að Íslendingar geti hafnað samningnum, óháð því hversu vondur hann er. Það er því á næstu dögum sem örlög okkar ráðast í þessu efni.
Ekki að ég sé á því að þetta sé stærsta málið. Við getum örugglega haft það fínt hérna þótt reglurnar séu settar suður um höfin, enda höfum við aldrei farið eftir neinum reglum. Vona bara að þetta togi ekki þjóðina í sundur.
Héðinn Björnsson, 25.5.2009 kl. 20:32
allt í lagi að fá lánaðan pening frá þeim, en að lifa algerlega eftir miðaldaskoðunum þeirra er far át.
annars vil ég nota tækifærið og skóta hér að auglýsingu fyrir hagfræðinga:
Til sölu. Lítið notuð og vel með farin brynja. atgeir fylgir.
uppl. í síma.
Brjánn Guðjónsson, 25.5.2009 kl. 20:45
Gefið ykkur tíma til að skoða þetta vel,allar myndirnar og sjáið hvernig gæti farið fyrir okkur líka
http://www.youtube.com/watch?v=rH6_i8zuffs&feature=PlayList&p=FBD7EFAE8BE4F748&index=0
Þetta er sannleikurinn um AGS í Argentínu er það þetta sem við viljum í boði SF.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 25.5.2009 kl. 21:09
Kóm on. Við erum gjaldþrota þjóð sem heimtar skattalækkanir, launahækkanir og afskrifaðar skuldir. Er ekki í lagi með heilabúið á þessari þjóð ?
Finnur Bárðarson, 25.5.2009 kl. 21:21
Stjórnarherrum og -frúm hér á landi hefur aldrei hugnast að leyfa almenningi að segja sína skoðun, hvað þá að eftir þeirri skoðun sé farið.
Helga Magnúsdóttir, 25.5.2009 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.