Leita í fréttum mbl.is

Grúskítugu börnin hennar Evu

 d_documents_and_settings_soulaa_my_documents_my_pictures_angry_20woman_small

Sem forstokkaður, siðlaus, hortugur, umhverfismengandi og sjúkdómavaldandi reykingarmaður, sem er að setja heilbrigðiskerfið á hausinn, tekur hjarta mitt gleðihopp þegar ég heyri um fólk sem ullar framan í reykingarbönnin sem hafa gert okkur neytendur að annars flokks fólki.

Ekki misskilja mig, ég hef ekkert á móti því að sýna tillitssemi, reyki úti heima hjá mér og allt það, en við sem erum á þessu löglega fíkniefni erum grútskítugu börnin hennar Evu.

Okkur er hvergi vært (búandskotanshú).

Veitingakona á Bretlandi hefur fundið gloppu í reykingarlögunum.  Hún opnaði einfaldlega "rannsóknarmiðstöð" fyrir reykingarmenn á kránni og nú reykja kúnnarnir eins og enginn sé framtíðin og það algjörlega löglega.

Reyndar er reykingafasisminn mun meiri á Bretlandi heldur en hér.

Þegar ég var í London síðast þá var ekki staður sem hafði fjóra veggi (og ekkert endilega loft, sbr. breska undergrándið) sem leyfði reykingar.

Á veitingasöðunum í janúar sátu allir úti á veitingastöðum og reyktu.  Skjálfandi í rigningunni, rauðir í framan, krókloppnir á höndum með yfirvofandi bronkítis og lungnabólgu.  Ha?

Sjaldnast kjaftur innandyra.

Málið er að ef ríkið hættir að selja tóbak og leggur af þessa tvöfeldni sem felst í því að hagnast á tóbaki en refsa fyrir notkun þess, þá skal ég leggja mínum sígarettum og ekki segja eitt einasta orð, með öðrum orðum, steinhalda munninum á mér saman.  Jafnvel lúta höfði og skammast mín.

En á meðan þá ætla ég að tuða eins og motherfucker vegna þess að það er ekki glóra í þessum tvöföldu skilaboðum.

Annars er þetta mest í nösunum á mér núorðið.  Er búin að játa mig sigraða og á leiðinni að hætta.

En þó ég verði reyklausari en Þorgrímur Þráinsson þá mun ég vera á móti því að komið sé fram við fólk á þennan hátt.

Og varðandi Þorgrím Þráinsson, þá hefur hann reykingahvetjandi áhrif á mig.  Mig langar ógeðslega mikið í sígarettu bara ef ég sé mynd af manninum.  Halló! Ekki mjög fyrirbyggjandi maður.

Nú ætla ég að bregða mér í að skoða reykingabannslögin og finna holu sem hægt er að smeygja sér í gegn.

Svo er það brjálæðislega fyndið að hugsa til þess að einu sinni reykti maður á biðstofu læknisins, í bankanum og á kennarastofum landsins.

Já og í leigubílum.

Þvílíkur viðbjóður.

Eða þannig.

Úff ég gæti sagt ykkur hluti.

 


mbl.is Ráðagóður kráreigandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Hahaha.  Einu sinni sá ég skilti utan á Reykingarherbergi á spítala þar stóð. 

"reykingafólk er líka fólk! - bara ekki eins lengi!

Garún, 14.5.2009 kl. 11:27

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hahaha, góð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2009 kl. 11:34

3 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ekki læt ég bindislaust fólk segja mér fyrir verkum.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 14.5.2009 kl. 11:36

4 Smámynd: Riddarinn

já það ætta auðvitað að banna sölu á þessum viðbjóði með öllu og leysa máið þannig

Djö..... hvað ég yrði ánægður með það að losna við þennan viðbjóð allstaðar og þá slyppi maður við að  að þurfa að ganga út í skítalyktina og sóðaskapinn sem fylgir reykingafólkinu þegar það hangir fyrir utan stofnanir og fyrirtæki eða hvað sem það er sjúgandi þennann vibba.

Eitt sinn heyrði ég að það væri bare 1 kostur við reykingar hjá kvennfólki og hann væri sá að þær viðhéldu sogkraftinum  

Riddarinn , 14.5.2009 kl. 11:43

5 Smámynd: www.zordis.com

Andorra er paradís reykingamannsins! Þar má reykja allstaðar og þar er reykingafólk miklu meira fólk heldur en hinir aumingjarnir sem varla geta sett stút á munninn ....

Lengi lifi frjálst val og sæmd manna.

www.zordis.com, 14.5.2009 kl. 11:47

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehehe ég tek alveg undir hvert orð hjá þér þrátt fyrir að ég sé hætt að reykja. Og þetta með Þorgrím Þráinsson er bara drepfindið heheh... að maðurinn hafi þessi áhrif á þig hehehe....

En ef þú hættir þá ætla ég að vara þig við reykingardraumunum.  Ég er enn að hrökva upp með andfælum, kófsveitt við það að ég er að kveikja í einni góðri rettu.  Hjúkket hvað ég er alltaf fegin að þetta er draumur. 

Búin að vera reyklaus í nærri hálft ár!  

Ía Jóhannsdóttir, 14.5.2009 kl. 11:53

7 Smámynd: Jóhannes Guðnason

En hvað ég er innilega sammála þér Jenný mín,auðvita á að gera öllum til hæfis,við eigum þá kröfu að reykja innandyra,þetta er selt hér á landi,veitingarstaðir ættu að hafa leifi til að setja annað herbergi fyrir reykingarfólk,eins er með fyrirtæki,þau ættu að vera með aðstöðu fyrir þá sem reykja,frekar en að láta fólkið reykja fyrir framan fyrirtækin og sóða út,þá þyrftu þeir sem ekki reykja að ganga í gegnum reykingardrulluna þegar þeir fara inn í fyrirtækin,enda eins og Jenný segir þá eru nú allir í hringum þá sem reykja,þar er fjörið,svona er þetta nú,en Jenný mín,ég styð þig 100% í því að hætta,lengra líf,betri lykt,mjög gott loft,og mun frískari Jenný,semsagt miklu betra líf,en maður verður að taka tillit þeirra sem reykja,það er líka fólk,en horfum fram í tíman með bros á vör,allir eiga að vera jafnir,nema Þorgrímur Þráins,HA HA HA HE HE HE HA, kær kveðja.konungur þjóðveganna.

Jóhannes Guðnason, 14.5.2009 kl. 11:56

8 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Tekk algerlega undir þetta, þessi reykingafasismi er ömurlegur. Tek undi frjálst val einstkaklingsins.

Sólveig Hannesdóttir, 14.5.2009 kl. 12:07

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtilegur pistill. 

Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2009 kl. 12:38

10 Smámynd: Eygló

Á vinnustöðum er það oft bara reykingafólkið sem fær sér frískt loft öðru hverju -( til að reykja.)

Búið er að setja upp aðstöðu fyrir okkur fíklana í Leifsstöð; fjórir veggir og þak, en ein hliðin opin að hálfu svo maður þarf ekki að fara í hlífðarfatnaði inní kófið.

Eygló, 14.5.2009 kl. 12:49

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég fæ nostalgíukast þegar talað er um að einu sinni töldumst við reykingafólk menn með mönnum. Those were the days, my friend.

Helga Magnúsdóttir, 14.5.2009 kl. 12:51

12 Smámynd: Ragnheiður

æj ég er fegin að vera hætt, ef ég ætlaði eitthvað þá voru alltaf heilmiklar pælingar um hvernig maður gæti reykt þar!

En konan sem fréttin er um er ráðagóð greinilega

Ragnheiður , 14.5.2009 kl. 13:28

13 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju Ía og Ragga, kannski bætist ég í hópinn (ef ég get gleymt andlitinu á ÞÞ).

Takk öll fyrir stórskemmtileg innlegg í þessa mjög svo illa þokkuðu umræðu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2009 kl. 14:03

14 identicon

Úff ég er svo fegin að vera hætt, allt snerist um rettuna hjá manni, en Guð minn góður hvað það var erfitt að hætta, enginn nema fíkill getur vitað hvað það er erfitt.  Núna vorkenni ég alltaf reykingamönnum þegar þeir koma inn úr kuldanum allir úfnir og veðurbarðir ææ :):) pís

steina (IP-tala skráð) 15.5.2009 kl. 00:28

15 Smámynd: Matthildur Jóhannsdóttir

Það er skrítið að lesa þetta og fara aftur í tíma til æskuáranna.

Ég fékk kíhósta sem barn og þoldi mjög illa reyk án þess að hósta þar til ég stóð rauð og þrútin.

Þegar ég fór í Bíó, reyndi ég að verða fyrst út í hléinnu náði í popp og kók og út í kuldann þar sem ég gæti andað.

Sunnudags matarboðinn fluði ég inn í herbergi þar eð bæði sistkinni mín reyktu og makarnir líka auk foreldra minna.

Svo var maður grænn og gulur í framan í Bíl með stundum fjóra einstaklinga reykjandi.

Ég var bara barn og hafði því ekki athvæði.

Í dag kem ég í heimsókn til sumra þessara einstaklinga og þá er kreddan alveg ótrúleg í hina áttina og þeir úthísa hinum sem reykja enþá með harðri hendi.

Ég leyfi eina síkarettu á haus í eldhúsinu mínu, en ekki meir og hef aldrei reykt.

Njótið svo góðaveðursins og hafið góðan dag.

Matthildur Jóhannsdóttir, 17.5.2009 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband