Leita í fréttum mbl.is

Lýðræðislega leiðin

Ég er algjörlega búin að fá mig fullsadda af hinu króníska vandamáli sem umræða um ESB virðist leiða okkur í.

Ég hef sagt það áður og ég segi það enn, ég veit ekkert hvort ég er með eða á móti inngöngu.

Enda hvernig á það að vera hægt?

Þetta eru allt spekúlasjónir og ekkert annað.

Nú vil ég að við sækjum um aðild svo það verði annað en innantóm umræða um kosti og galla sem stendur í vegi fyrir öðrum og mikilvægari málum.

VG hefur lýst því yfir að þeir vilji að þjóðin fái að ráða þessu.

Leyfum okkur þá að fá eitthvað bitastætt svp við getum gert upp hug okkar.

Getum stuðst við staðreyndir í stað endalausra yfirlýsinga um hvað er slæmt og hvað er gott.

En getur verið að Sjálfstæðisflokkurinn hoppi í skotgrafirnar og tali málið frá afgreiðslu eins og þeir gerðu við stjórnarskrárbreytingamálið, illu heilli?

EDB er orðið eins og æxli í þjóðarsálinni.

Eina leiðin til að fá skikk á málið er að sækja um, fá umræðuna og taka síðan afstöðu í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það er lýðræðisleg leið.

Förum hana.


mbl.is „Kanna hvort einhverjir fletir séu til samstöðu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Nákvæmlega, sækja um og síðan´þjóðaratkvæagreiðslu, er þetta svona hrikalega flókið að skilja.  Næ ekki þessum endalausu vangaveltum hjá þessum háu herrum. 

Hlý kveðja heim í rokrassinn.

Ía Jóhannsdóttir, 14.5.2009 kl. 11:12

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sömuleiðis Ía mín.

Já og það er rétt við vitum aldrei plúsa og mínusa fyrr en við látum á það reyna.

Þessar endalausur fréttir af hvað það sé slæmt/gott að ganga í ESB eru fullkomlega marklausar þangað til.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2009 kl. 11:13

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Sammála síðustu athugasemdum! 

   Það er augljóst mál, að Barni Ben. er að tala málið í hring til að rugla fólk.  Þetta er nákvæmlega sama taktík og þeir notuðu þegar þeir vildu ekki koma á Stjórnlagaþingi. Í von um að fólk fatti ekki.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.5.2009 kl. 13:31

4 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Heyr heyr:)

Birgitta Jónsdóttir, 14.5.2009 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband