Föstudagur, 8. maí 2009
Svo þroskandi mannréttindamissir
Ég var búin að koma mér notalega fyrir í sófanum til að njóta kvöldsins og ég ætlaði svo sannarlega ekki að blogga meira í dag.
En eftir að hafa setið gapandi, nánast lömuð af undrun yfir umfjöllun Kastljóss um samning þann sem Arnar Laufdal gerir við keppendurna í fegurðarsamkeppni Íslands (og hefur gert til margra ára) þá bara get ég ekki látið það eiga sig að láta lyklaborðið taka fyrsta skammt af viðbrögðum.
Rök margra með fegurðarsamkeppnum í gegnum tíðina hafa verið hversu þroskandi svona keppnir séu.
Hversu frábært það sé að læra framkomu (eins og stúlkurnar séu slefandi bavíanar fyrir keppni og kunni ekki mannasiði og kúki og pissi þar sem þær standa), kynnast innbyrðis (jeræt, þarf keppni í fegurð til?) og allt þetta kjaftæði sem enginn stoð er fyrir í raunveruleikanum.
Málið er einfalt; Læri, rass, brjóst og falleg andlit selja, það er hinn raunverulegi útgangspunktur.
Meira að segja foreldrar sumra stúlknanna mæra keppnina í hástert, finnst þetta frábært tækifæri fyrir dæturnar.
Ég er nú reyndar á að þetta sé framlenging á egói okkar foreldranna þegar börnin okkar fá viðurkenningu fyrir sitthvað í lífinu en það er önnur saga.
Svo kemur í ljós að allar þessar stúlkur hafa gert leynilegan samning, sem foreldrarnir fá ekki einu sinni að sjá.
Þar afsala þær sér ýmsum réttindum, eins og að ráða yfir eigin útliti, líkamsþyng, já og háralit og litaraft verður að vera í formalíni óbreytt til þriggja ára eftir úrslitakvöld.
Þær afsala sér hluta tekna sinna til lengri tíma.
Þær afsala sér slysabótum ef þær meiða sig í keppni.
Þær afsala sér málfrelsi með því að mega ekki láta uppi efni samningsins.
Þær mega ekki einu sinni segja frá tillvist samnings og ef þær verða uppvísar að því að segja frá þessu lítilræði sem fjallar um niðurskurð á mannréttindum þeirra þá þurfa þær að borga 300.000 þúsund krónur að lágmarki til dólgsins ég meina fegurðarsamkeppnishaldarans.
Tíu stúlkur munu, í þessum skrifuðum orðum greiða Arnari Laufdal 30% af tekjum sínum vegna samningsins.
Og fleira og fleira.
Reyndar var þessi samningur eins og afkomandi Napóleons í oflæti hafi samið hann.
Að vera fegurðardrottning og snökta á sviðinu er að öðlast algjörlega nýja merkingu fyrir mér.
Ég vil ekki að það sé komið svona fram við íslenskar stúlkur og ég óska þess að ungar konur fari að sjá í gegnum þennan ljóta leik.
Já, en ég gleymdi það er víst svo svakalega gott og þroskandi að senda stúlkur í keppni um fegurð.
Þrælahald er svo dásamlega þroskandi - það vita allir.
Hvar er kviðristukittið mitt?
ARG.
Umfjöllunin um þennan ótrúlega samning.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Mannréttindi, Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 21:35 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Enginn neyðir þessar fullorðnu konur til að skrifa undir þessi fádæmi. Laufsur eru þetta. Fjandinn hossi þeim. Líka Laufdal.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.5.2009 kl. 21:47
Átján ára gömul var ég ansi meðfærileg enda trúði ég því að fólk vildi vel.
Hehemm, það átti eftir að breytast ögn.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.5.2009 kl. 21:56
Átján ára finnst mörgum þær vera svakalega fullorðnar og vita sko alveg hvað þeim er fyrir bestu. Ekki þarf að skjalla þær mikið til að innviðir höfuðsins leysist upp í þoku og þeim finnist allir góðir sem segja eitthvað sætt við þær. Svo er hægt að vera vitur eftirá.
, 8.5.2009 kl. 22:24
Á Íslandi eru mannréttindi þverbrotin á mörgum sviðu og þykir sjálfsagt mál, allt réttlætanlegt fyrir gróða örfárra.
Viðar Ingvason (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 23:10
Íslenska útgáfan af mansali.
Oddný (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 23:26
Við hneykslumst á mannréttindabrotum og kvennafyrirlitningu sem viðgengst víða um heim. En hvað er svo að gerast í okkar eigin bakgarði? Menn hneykslast á Geira í Goldfinger en ég held að hann sé nánast helgur maður í samanburði við þennan Arnar Laufdal sem í mínum augum er ekkert annað en mafíósi sem notfærir sér trúgirni barna. Ég segi börn og og lýsi viðbjóði á Sigurði Þór Guðjónssyni (sem er einn af uppáhaldsbloggurum Morgunblaðsins) og því sem hann segir að framan. Átján ára stúlkur eru enn börn og þessa glæpastarfsemi Arnars Laufdal verður að stöðva.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 9.5.2009 kl. 00:12
Var reyndar búin að heyra af þessum díl af ungum manni sem vinnur hjá mér og átti ekki orð yfir þetta. Og ég segi nú bara mikið er gott að einhver þorði að opna sig og segja frá þessu. Þetta hefur jú viðgengist i tugir ára og stelpur látið þetta yfir sig ganga, þangað til ein hetja kom og opinberaði allan skítinn, hún er hetjan í dag svo sannarlega. vonandi breytist þetta og þessi samningur sem er ekkert annað en brot á mannréttindum verður gerður upptækur og eigandinn settur í járn og bak við slá þar sem hann á heima.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2009 kl. 00:56
Þessi mynd er að trufla mig, mikið. Hvar fékkstu hana og hefurðu nafn telpunnar ? Ég er helst á því að þetta sé JonBenet Ramsey....
Ég sá ekki Kastljós en kíki á þetta seinna
Ragnheiður , 9.5.2009 kl. 01:08
Í skásta falli hefur mér fundist slíkar keppnir svolítið kjánalegar. Skil samt alveg löngun í ferðalög og slíkt þegar maður er 18 ára og svolítið sætur ( :
Smábarnakeppnir eins og tíðkast í N-Am, sbr. myndin, eru viðbjóður.
Eftir að hafa horft andaktug á Kastljósið, finnst mér þessi "starfsemi" ekki bara kjánaleg heldur viðbjóðsleg og glæpsamleg. Auðvitað ekki stúlkurnar heldur "hinn samningsaðilinn"
Eygló, 9.5.2009 kl. 01:21
Maija: Sammála.
Ragga: Já þetta er þessi stúlka sem þú nefnir. Það var engin tilviljun að ég valdi þá mynd. Fékk hana á google þegar ég sló upp child beauty queen.
Ásthildur: Þetta er svo ótrúlegt að ég ætlaði ekki að trúa þessu.
Sigurður Grétar: Þér er heitt í hamsi, ég skil það vel, en ekki ráðast með þessum hætti að Sigurði.
Oddný:Nákvæmlega.
Viðar: Rétt.
Dagný: Ég skil ekki hvert þú ert að fara. Þetta var samningur upp á þéttskrifaðar fjórar blaðsíður sem þær fá til undirskriftar án þess að hafa samráð við nokkurn mann. Þetta eru bráðungar stúlkur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2009 kl. 01:26
Stelpan á myndinni var myrt í kjölfar þess að hún varð fræg fyrir árangur í "fegurðarsamkeppni" telpna í Bandaríkjunum. Þannig "fegurðarsamkeppnir" eru vinsælar en jafnframt verulega sjúkar. Þessar barnungu stelpur eru "döbbaðar" upp eins og fullorðnar konur.
Ekki eins sjúkt en samt: Ég hef tekið eftir því að íslenskar stelpur sem hafa náð árangri í fegurðarsamkeppnum fordæma þessar keppnir þegar þær fullorðnast. Linda P. og Manúela Ósk hafa sagt kröfur og staðla fara illa með óþroskaðar unglingsstelpur. Jafnvel skaða þær til lífstíðar.
Allt annað: Ég hitti kallinn þinn í fyrradag. Eftir spjall okkar rifjaðist upp fyrir mér að ég tók blaðaviðtal við hann þegar hann var í Pelíkan í gamla daga. Flottur tónlistarmaður, eins og heyra má í tónspilara þínum. Mér eru minnisstæðir glæsilegir hljómleikar með honum í - að mig minnir - Háskólabíói með Spilverki þjóðanna fyrir margt löngu.
Jens Guð, 9.5.2009 kl. 02:28
hey! gerum díl.
1) ég má drulla yfir þig eins mig lystir.
2) þú mátt ekki drulla yfir mig.
3) ef þú samt drullar yfir mig, sjá lið 1.
Brjánn Guðjónsson, 9.5.2009 kl. 05:53
Og af hverju skyldu þær nú ekki mega segja neinum frá þessum samningi... Mér finnst þetta ógeðslegt, eru ekki til einhver lög sem ná yfir þetta ?
Jónína Dúadóttir, 9.5.2009 kl. 06:59
Pimp var það sem mér datt í hug,ekki meint sem vanvirðingu við stúlkurnar ungu.Sá þetta og er nánast orðlaus.En þau eru svo mörg mannréttindabrotinn hér á Íslandi að mig hryllir stundum yfir afneitun fólks vegna þeirra.Er þetta löglegt,mannsal?????kaup og sala á fólki??????
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 09:02
Þetta er ógeðslegt,vægt til orða tekið. Þetta er kaup og sala á fólki.
Afhverju má ekki sýna þennan samning ? Það á að skrifa undir samningin sem er uppámargar síður og það af átján ára stúlku, núna, strax. Það er verið að fela eitthvað. Er þetta ekki háttur PIMPA?
( Aumingja sem geta ekki séð um sig sjálfir.)
Það á að setja þennann Arnar Laufdal bak við lás og slá og henda lyklinum. Já , áður á að ata hann tjöru og fiðri niður á torgi.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 9.5.2009 kl. 09:21
Sæl Jenný.
Ég var gapandi þegar ég sá þetta.. Að þetta væri að gerast á Íslandi árið 2009. það er engan vegin verjandi að sjá svona nauðasamning fyrir framan 18 ára stúlku sem fékk ekki einu sinni leyfi til að bera þetta undir foreldra sína.............segir allt sem segja þarf.
Þetta er nánast mannsalsyfirlýsing !
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 10:17
Vitaskuld er auðvelt að segja að þessar stúlkur eru að undirrita samning og þær eru ekki neyddar til eins eða neins. Þá spyr ég á móti, ef þessi samningur er svona "frír og frjáls" hví er þeim meinað að lögmenntaðan fulltrúa sér við hlið við undirritun?
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 12:22
Takk öll fyrir frábær innlegg. Við erum öll meira og minna sammála. Spurning er samt; verður tekið á þessu? Ég vona og trúi að svo verði. Þar fyrir utan þá skil ég ekki þessa fegurðarsamkeppnis þráhyggju á upplýstum tímum (eru þeir það ekki annars?).
Svo mikil tímaskekkja að það hálfa væri þorp.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2009 kl. 12:59
Jens: Hann sagði mér frá því að þið hefðuð hist.
Gaman að þessu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2009 kl. 12:59
Djöfull er þetta fínn pistill hjá þér Jenný Anna.
Algjörlega sammála. En nú bíð ég spennt eftir viðbrögðum foreldra þeirra stelpna sem eru að fara að spóka sig um í ungfrú eitthvað núna í lok mánaðar.
Ég er svo dónaleg að ég set hiklaust stimpilinn "óhæft foreldri" á þá sem eiga dætur þar og ekki bregðast við strax
Heiða B. Heiðars, 9.5.2009 kl. 15:12
Ekki hefur Pimp Laufdal þorað að þinglýsa téðum samningum. Hvernig ætlaði hann þá að ganga að stúlkunum brytu þær hann?
Hlédís, 10.5.2009 kl. 10:59
Ég er alveg sammála því að svona DÓLGUR eins og þessi Arnar Ólafsson Laufdal á að sitja á bak við lás og slá .Hann virðist ekki stíga í vitið , að halda að þetta komist ekki upp .Mér ofbýður .Það er allt í lagi að halda svona keppni og gefa ungum , fallegum stúlkum tækifæri til t.d. modelstarfa .En það er EKKI í lagi að svona náungi sé með puttana í því .Færa þessa keppni til ábyrgra aðila .Ég fæ hroll . Hvernig ætli " klíkan " sé svo í vali dómnefndar ? Þetta er ógeð .
Kristín (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 13:23
Já, ég er alveg steinhissa að stelpum skuli þykja eftirsóknarvert að fara í svona keppni. Mér finnst þetta úrelt fyrir löngu og vona að svona vitleysa leggist niður sem fyrst. Þið eigið ekki að láta bjóða ykkur svona fáránlegheit stelpur mínar.
Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 21:15
Takk öll fyrir þátttökuna. Merkilegt hvað talsmenn fegurðarsamkeppna láta lítið í sér heyra núna.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.5.2009 kl. 22:10
OK, þá er það frágengið, sleikjurnar, ausurnar og pottana aftur úr skápnum og nú skundum við á Broadway.
S. Lúther Gestsson, 11.5.2009 kl. 02:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.