Leita í fréttum mbl.is

Hverjir voru sigurvegarar kosninganna 2009?

Það leiðinlega við kosningar er eftirákarpið um hver var sigurvegari.

Um það eru skrifaðar "lærðar" greinar og svo er blaðrað í sjónvarpi og útvarpi.

Einhvern veginn hefur það verið þannig að allir flokkar hafa sigrað kosningarnar og það hefur verið farið í langar hjáveituaðgerðir, hliðarvinkla og skurðgröft til að koma því til skila.

Að þessu sinni voru þó tveir flokkar sem klárlega töpuðu kosningunum. 

Sjálfstæðisflokkurinn fékk svo illilega á lúðurinn að ekki er hægt að kjafta sig út úr þeim ósköpum, enda hefur mér sýnst að þeir reyni það ekki einu sinni.

Frjálslyndi flokkurinn tapaði auðvitað, þurrkaðist út, púff, farinn, týndur.

Ástþór með Lýðræðishreyfinguna tapaði ekki, enda ekki hægt að tapa einhverju sem maður hefur aldrei átt.

En nóg um það, eina sem ég fer fram á varðandi þetta að fólk hætti að lýsa sig sigurvegara hægri, vinstri, þetta er svo ansans ári þreytandi.

En nú hafa bæst við ný leiðindi.

Útstrikanir.

Nú fara dagarnir í að rífast um hvort um skipulagðar útstrikanir hafi verið að ræða, hver hafi verið strikaður mest út og svo framvegiiiiiis.

Útstrikanir eru ömurleg aðferð og engum bjóðandi, neikvæð alla leið.

Þetta er svo eineltislegt, en þó skömminni skárra en þegar útstrikanir höfðu lítið sem ekkert vægi.

En svo þetta röfl verði ekki fylgifiskur kosninga framtíðarinnar þá í máttugs bænum verður að koma hér á persónukjöri og það fyrir næstu kosningar.

Mér er nefnilega slétt sama hver strikar hvern út í hvaða tilgangi, en gleðst í mínu illgjarna hjarta þegar Gulli og Árni falla niður um sæti, það skal viðurkennast (skammastu þín).

Reyndar ættu báðir að sjá sóma sinn í að draga sig í hlé.

En mér kemur það ekki við.

Og hver var svo sigurvegari kosninganna 2009?

Einfalt mál: Allir flokkar sem ekki töpuðu frá því í síðustu kosningum.

Og hananú.

P.s. Skömm að þessu, gleymi kynsystrum mínum sem eru auðvitað hinir stóru sigurvegarar.  Aldrei fleiri á þingi en nú.

Áfram stelpur!


mbl.is Fásinna að útstrikanir hafi verið skipulagðar í Árborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Kannski konur Jenný aldrei fleiri á þingi

30BEDA55-B2D0-6370-817A-081F7BF5D664
1.02.28

Hólmdís Hjartardóttir, 30.4.2009 kl. 14:04

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já auðvitað, hvernig get ég gleym því.  Bæti því inn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.4.2009 kl. 14:05

3 identicon

Afneitun,afneitun,Gulli,Árni ,Steinunn,og fleiri sem fólk vill ekki á þing og ekki má gleyma Kollu VG sem vill vera ráðherra þrátt fyrir að fáir vilji hana og hún datt út af þingi.Afneitun á sér ýmsar skrítnar myndir.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 14:23

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

annars fannst mér skondið þegar Þráinn sagði Sjálfstæðisflokkinn vera sigurvegarann, að hafa fengið þó þetta eftir allt sem á undan er gengið

Brjánn Guðjónsson, 30.4.2009 kl. 14:54

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er ekki svona einfalt að mínu mati að segja að þeir flokkar séu sigurvegarar sem bæta sig frá því síðast.

Tökum dæmi: Handbotalið skorar 20 mörk gegn 30 og tapar leiknum.

Í næsta leið liðanna skorar liðið 25 mörk gegn 30. Er það þá sigurvegari af því að það bætti sig? Aldeilis ekki segi ég.

Ómar Ragnarsson, 30.4.2009 kl. 16:33

6 identicon

Ómar, auðvitað er hanboltaliðið sigurvegari með sín 20+25 mörk. Það gera 45 mörk. Gleymum því ekki.

Og hitt stóð alltaf í stað með sín 30 mörk mínus eðlilegar útsrkikanir upp á 5 mörk.

Semsagt 45-25. Stórsigur.

Steini (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband