Leita í fréttum mbl.is

Bókin bjargar

 dóttir

Eftir að hafa farið hamförum yfir pólitík, nánast daglega síðan í byltingu, þá er ég í fríi.

Það þarf ekkert minna en nýja stjórn eða stórt spillingarmál til að ég bloggi um þvílík fyrirkomulög.

En að öllu skemmtilegri hlutum.

Ég var að lesa skemmtilega skáldsögu.

Stelpubók fyrir konur á öllum aldri.

Um konu sem á vinkonu og tilvonandi mann.

Vinkonan sefur hjá honum.  Úúúú...

Allir fara í sitthvora átt og svo veikist vinkonan sem lúllaði hjá eiginmanni hinnar.

Og um það er bókin, drami, drami, drami.

Frábær tímaþjófur sem mig vantaði sárlega í veikindum mínum yfir páskana.

Svo á meðan ég man.

Dalai

Ég er að glugga í Dalai Lama líka.

Ef það er ekki þörf á andlegu fóðri á þessum hörmungartímum þá aldrei.

Ég las einhvern tímann bók um Tíbet og fyrirkomulagið í kringum Dalai Lama.

Stórmerkilegt alveg.

Koma svo.

Lesum okkur út úr kreppunni krakkar mínir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Spennandi.  Flott stígvél!  Ég er líka að lesa frábæra bók!  Hún heitir Akstur og umferð og fjallar um hversu mikið að flóknum orðum fólk getur sett í kennslubækur og hversu leiðinlegt það er hægt að gera umfjöllun um ofantalda þætti.  Maður þarf ekki að  þjást af athyglisskorti til að sofna yfir þessari bók eða fade út.  Maður bara gerir það ósjálfrátt.  Ætli umferðarmenning væri betri á Íslandi ef maður myndi poppa textann aðeins upp og tala á mannamáli um þessi málefni.  t.d "aksturseiginleikar bifreiðarinnar afmarkast vegna bla bla bla bla"  hvernig væri að skrifa bara "Að keyra bílinn eða hjólið þá þarftu að vera vakandi fyrir ákveðnum þáttum í umhverfi þínu og varðandi sjálfa/n þig.  Hugsanlegt er að bíllinn þinn sé eitthvað funkí og þú skalt ekkert vera að reyna sjálf/ur að laga hann.  Fólk fór í skóla að læra viðgerðir og notaðu það. "  Æi ég segi svona...mér er alveg sama. 

Garún, 29.4.2009 kl. 14:47

2 Smámynd: M

Var að sjá þessa bók auglýsta í Fréttablaðinu og þú búin að lesa hana. Ertu áskrifandi af nýjum bókum? Held ég kíki á þessa dramabók fljótlega :-)

M, 29.4.2009 kl. 15:20

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Garún: Brilljant úlegging á hryllilega leiðinlegum texta.  Hver býr til sumar kennslubækur?

M: Þessi bók er fín afþreyging.  Áfskrifandi?  Segi það nú ekki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2009 kl. 15:24

4 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Sá þessa "konubók" í Eymundsson og var mikið að pæla í að kaupa hana.

Í staðinn keypti ég bók um umsátrið um Stalíngrad. Stórfróðleg, en seint verður nú sagt að hún sé upplífgandi

Ragnhildur Sverrisdóttir, 29.4.2009 kl. 15:35

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ragnhildur: Það er fínt að vera með eina niðurdrepandi og eina skemmtilega til að normalisera sig.

Sko, ég hef kommúnistaávarpið ávallt uppi við, nú eða leiðbeiningar um lagningu ljósleiðara í gegnum stuðlaberg, til að jafna út öll skemmtilegtheitin hjá mér.

Ég er nú hrædd um það.

En lestu endilega dóttir mín,  dóttir hennar (dóttir okkar allra).  Hún er í alvörunni þess virði.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2009 kl. 15:47

6 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

OK, ég geri það. Fyrst þarf ég að klára Óvinafagnað, sem ég er loksins að lesa. Það er greinilega bardaga-þema í gangi hjá mér í kreppunni

Ragnhildur Sverrisdóttir, 29.4.2009 kl. 15:48

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Búin með Ofsa? "Ofsa"-lega góð bók.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2009 kl. 15:50

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mæli líka með Tilræðinu og Húsi moskunnar.

Vó, hvað ég er búin að lesa margar góðar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.4.2009 kl. 15:53

9 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Jamm, las Ofsa um daginn og hún varð mér hvatning til að nálgast loks Óvinafagnað. Las hinn ágæta reifara Rauðbrysting um daginn og hún varð hvatinn að Stalíngrad-kaupunum. Það er greinilega mjög auðvelt að teyma mig frá einni bók til annarrar.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 30.4.2009 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2987316

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband