Leita í fréttum mbl.is

Velkominn Davíð

 kundalini yoga

Varðandi andlega og líkamlega vellíðan er tvennt í stöðunni.

Þú getur annað hvort hugleitt eða sleppt því.  Djók.

Sko, mér finnst það dúllulegt af David Lynch að ætla að fá okkur Íslendinga í innhverfa íhugun.

Það veitir einhvern veginn ekki af eftir allt sem á hefur dunið.

Annars fer ég alltaf svolítið til baka þegar ég les og heyri um svona fyrirkomulög sem beint er inn á við, alla leið í sálina.

Ég hékk nefnilega algjörlega intúitt í nokkur ár í hugleiðslum og havaríi sem hafði það að markmiði að láta mér líða betur og svona í förbífarten - bjarga heiminum.

Ég með mitt alkaeðli, allt í botn eða sleppa því alveg, tók þetta að því marki að ég var öll á innhverfunni.

Gleymdi að borða, svaf eftir minni, sveif um allt og snerti nánast ekki jörðina.

Ég sá duldar meiningar og djúpan boðskap í auglýsingunum á strætó, aftan á opalpakkanum og í skónúmerinu mínu.  Ókei, áður en þið sendið á mig yfirvöld, þá ýki ég ögn, en bara ögn.

Ég held að ég hafi aktjúallí verið á hraðleið inn í geðsjúkdóm.  Kommon.

Í mörg ár er ég búin að vera óhuggulega jarðbundin.  Til að heilagleikajafna.

Trúi einfaldlega því sem ég tek á, þó ég viti auðvitað betur, en stundum verður maður að rétta sig af.

Svo sveik guð mig 1997 þannig að ég sagði mig úr lögum við allt svona heilagleikakjaftæði og var sambandið ekki heitt fyrir.

Ekki tekið hugleiðslu, ekki lotið höfði í auðmýkt, sest í lótus eða kíkt í Tarrot (ókei nýbyrjuð á því aftur).

Ég hugleiddi mér til vansa.

Ég er búin að fá leið á innanverðri mér, þessi utanáliggjandi er öllu skemmtilegri.

En gott ef ég fer ekki aftur á stað með David Lynch en held áfram að lifa lífinu eins og dauðleg vera, jafnframt.

Það er nefnilega allt best í hófi.

Nema í mínu tilfelli þegar hugbreytandi efni eiga í hlut.

Þar eru það öfgarnar allar leið.  Algjört fokkings nono.

Velkominn David.


mbl.is Lynch kynnir innhverfa íhugun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.4.2009 kl. 21:14

2 Smámynd: Haraldur G Magnússon

Fer ekki að koma tími á að kenna Úhverfa ummhugsun? Til þess að við getum sé hvað aðrir eru að hugsa.

Takk fyrir ágætar lestrar stundir

Kveðja Halli Magg

Haraldur G Magnússon, 27.4.2009 kl. 22:16

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er búin að fá leið á innanverðri mér, þessi utanáliggjandi er öllu skemmtilegri.

Þú er alveg óborganlega fyndin stundum Jenný Anna

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2009 kl. 23:10

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Þú ert alveg óborganleg. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.4.2009 kl. 00:21

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mér finnst þessi utanáliggjandi þú langoftast ferlega skemmtileg

Jónína Dúadóttir, 28.4.2009 kl. 06:28

6 identicon

Mér finnst þetta dálítið skemmtilegt að rekast hér aftur á minn gamla söfnuð. Ég stundaði þetta fyrir u.þ.b. 30 árum af miklum móð.

Þá voru þeir líka með þessa kenningu að þegar ákveðinn fjöldi einstaklinga á ákveðnu svæði eða landi stundaði þessa hugleiðslu þá myndu stórkostlegir atburðir gerast; almenn uppljómun, sjúkdómar og ófriður myndi af leggjast og almenn velferð og blessun tilkoma lýðnum.

Ég þumbaðist við að hugleiða 2x20 mínútur á dag í hátt í tvö ár. Ég er þeirra skoðunar að allir hafi gott af því að setjast niður og reyna að fá einhvers konar hugarró, en af ýmsum ástæðum nýttist mér þetta þó ekki sem skyldi. Trúlega vegna þess að óhófleg drykkja (jú Jenny, ég er alki eins og þú :) ) og hugleiðsla fer ekki svo vel saman.

Og ekki gat ég heldur séð að þjóðlífið á Íslandi breyttist snarlega til batnaðar þó við værum klárlega fleiri en 200 á landinu sem stunduðum þetta.

Ég mæli sem sagt með hóflegri íhugun en líst ekki á þegar fólk ætlar að frelsa heiminn með einhverju hókus pókusi. Heitir það ekki Messíasarkomplexar?

 http://www.transcendental-meditation.se/

Jón Bragi (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 06:50

7 Smámynd: Garún

Um tvítugt þá var í tísku að nota orðið " að centra sig".  Og var það að mati manni lausnin á öllu!  Æi Garún þú verður að centra þig.  Ég náði því aldrei!  Og reyndar eftir því sem ég heyrði oftar að ég ætti að centra mig hitt og centra mig þetta varð ég ócentraðari og fór akkúrat í hina áttina.  Ég hef hugleitt, ígrundað, hugsað málin, látið það gerjast, sett það  útí alheiminn, í hendur á æðri mætti, skoðað og pælt og eina niðurstaðan sem ég fæ er 48! 

Sumir eru með innyfli og komast að niðurstöðu!  Ég er með útyfli og fæ bara fleiri spurningar ef ég dirfist að spila í fimbulfambi lífsins.  Svo eftir vandlega ígrundun og íhugun og centerseringu við að skrifa þessa athugasemd, þá er sterkasta tilfinningin sú í útyflunum á mér að ég þarf að tannbursta mig áður en ég fer út og það ætla ég mér að gera núna. 

Garún, 28.4.2009 kl. 10:07

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Garún: Þú ert með þetta krúttið þitt.

Jón Bragi: Frábært innlegg og svo satt.

Takk öll.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.4.2009 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2985787

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.