Leita í fréttum mbl.is

Amenið

Örþreytt eftir góðan og annasaman dag í gær settist ég niður og horfði á formannaþáttinn á RÚV.

Mér fannst hann þokkalega málefnalegur.

Mín upplifun:

Sigmundur Davíð: Eins og unglingurinn í skóginum, rammvilltur og kominn út í horn með ábyrgðarlausar yfirlýsingar sínar um yfirvofandi hrun og auðvitað gat hann ekki útskýrt hvað hann átti við.

Þessi maður á ekki erindi í pólitík strax.  Örvæntingarfullur og til í að gera hvað sem er fyrir atkvæði.  En við hverju er að búast frá flokki sem gerir lista yfir mögulega andstæðinga?

Ástþór: Ég er glettilega oft sammála Ástþóri, hann er bara svo flippaður og stjórnlaus.  Hver veit.. kannski mun hans tími koma.

Bjarni Ben: Vel máli farinn.  Búinn að tapa og jafnframt búinn að sætta sig við það.

Þór Saari: Hefur margt áhugavert til málanna að leggja.  En halló, að troða fingrunum í eyrun?  Mér er sem ég sæi viðbrögðin ef t.d. Steingrímur J. leyfði sér það.  Læra mannasiði.  Eftir eyrnaatriðið hætti ég að hlusta.  Tapaði áhuganum.

Jóhanna: Jóhanna á stóran sess í hjartanu á mér.  Hún er alvöru jafnaðarmaður.  Hún er núna tilbeðin í Samfylkingunni (eins og Þór Saari  í O) og ég er viss um að hún hefur ekki beðið um það, né heldur trúi ég því að hún kæri sig um það.  Dýrkun er vond í pólitík.  En áfram Jóhanna!  Flott kona, flottar áherslur.

Steingrímur J: Steingrímur er búinn að tóna sig niður, verður að gera það auðvitað, kominn í ríkisstjórn.  Sakna svolítið hins æsta hugsjónamanns.  En hvað um það, rökfastari maður er ekki til í íslenskri pólitík og svo er hann talsmaður mannúðar og réttlætis.  Með svoleiðis málaflokka er erfitt að klikka, meira segja þó viðkomandi væri með horn og hala, spúandi eldi og brennisteini.

Panellinn hjá Agli mátti missa sig, vegna þessarar konu, Stefaníu, sem réri lífróður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í málfutningi sínum, eða þannig sló það mig.  Mér kemur ekkert við pólitískar skoðanir eða áherslur álitsgjafa.  Þeir eiga að álitsgefa.  Halló.

Ég óska ykkur öllum sem rekist hér inn, hvar í flokki sem þið standið, gleðilegs kosningadags.

Notið atkvæðisréttinn, það er okkar lýðræðislega verkfæri.

Ekki kjósa út í loftið.

Svo gleðst ég yfir hverju nýju atkvæði greitt VG.

Svo vona ég innilega að O komi manni að.  Manni sko, ekki heilagri veru.

Later.


mbl.is Lokaorð formanna til kjósenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband