Fimmtudagur, 23. apríl 2009
Hvað er málið?
Guðlaugur Þór reyndi að réttlæta milljónastyrkina sína af miklum móð á borgarafundi RÚV í gærkvöldi.
T.d. benti hann á að "umhverfið" hafi verið allt öðruvísi þegar hann tók á móti skömminni árið 2006.
Þá vitum við það, þetta er árinu að kenna.
En að kjarna málsins.
Bæði Guðlaugur Þór, Össur og Steinunn Valdís, hafa lýst yfir vilja til að opna prófkjörsbókhaldið.
En bara ef allir aðrir gera það líka.
Ég er auðvitað ekki með neina sérfræðikunnáttu á bókhaldssiði flokkanna en sem jóna út í bæ þá skil ég ekki alveg þessa hjarðhugsun.
Ég skal sýna þér ef þú sýnir mér.
Minnir mig á læknisleiki barnæskunnar.
Fyrir mér er málið einfalt. Það er vont að liggja undir ámæli vegna hárra styrkja frá fyrirtækjum sem og einstaklingum.
Spurningin um hvað hafi átt að koma í staðinn vaknar hjá fólki og alls kyns fabúlasjónir fylgja í kjölfarið.
Af hverju ætti það að skipta Guðlaug Þór einhverju máli hvað Fiddi frambjóðandi hefur sett í bókhaldið hjá sér?
Er ekki aðalmálið að sýna fram á að viðkomandi sé með allt sitt á þurru án þess að kalla til heilu fylkingarnar til að gera slíkt hið sama?
Hvað er málið?
P.s. Og í lokin. Það er ekki Sjálfstæðisflokknum til framdráttar að vera með óuppdregið klapplið á tíunda glasi með framíköll í sal eins og gerðist í gærkvöldi. Eigið þið ekkert betra stuðningslið en þetta?
Segir 40 aðila hafa styrkt sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:42 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Það er með ólíkindum að þessi gömlu styrkjamál skuli vera aðalmálið í umræðunni fyrir kosningar núna á árinu 2009. Ég hef bloggað um þetta áður og til þess að vera ekki að endurtaka það, vísast á það hér
P.s. Guðlaugur Þór bar af öðrum frambjóðendum á fundinum, en Össur varð sjálfum sér til minnkunar.
Axel Jóhann Axelsson, 23.4.2009 kl. 11:01
Gleðilegt sumar og megi rósirnar dafna.
Rögnvaldur Þór Óskarsson, 23.4.2009 kl. 11:12
mér fannst, svona gegnumheilt, Gulli komast ágætlega frá þessum fundi. þó var ansi hvimleitt þetta klapplið hans. horfandi á borgarafund vill maður heldur sjá „venjulegt fólk“ í salnum, en ekki samansmalaðri hjörð úr einhverju partýi.
Brjánn Guðjónsson, 23.4.2009 kl. 11:57
Sammála Axel, það er með ólíkindum hvað hægt er að velta sér uppúr þessu. En hvers vegna Jenní, ertu ekki að gagnrýna Steinunni Valdísi á sama hátt, eða Björn Inga, eða Össur sem varð eins og skömmustulegur smákrakki í þessari umræðu en enginn veit hvers vegna því hann neitaði að tjá sig? Af hverju bara Guðlaug? Er að kannski vegna þess að hann er eini Sjálfstæðismaðurinn í þessum hóp? Ég held það, vinstrisinnaðir eru nefnilega frekar daufdumbir á það þegar kemur í ljós að sömu hlutir gengu yfir vinstrivænginn, miðju og þann hægri.
Hins vegar er ég sammála þér Jenní að það er bara bjánalegt af þeim öllum að ganga ekki fram og opna þetta strax án þess að bíða eftir öðrum. Það myndi sína styrk að ganga fram fyrstur. Nú ef eitthvað óhreint er þar, þá að taka afleiðingum þess. Líkurnar á því að DV, Fréttablaðið eða Mogginn muni birta þetta fyrr en síðar eru mjög miklar hvort sem það er með samþykki þeirra eða ekki.
Og Brjánn, sammála þér með þessa klapphópa, minnir stundum á Spurningakeppni Framhaldsskólanna. En verð að segja að stærsta klappliðið átti nú Borgaraflokkurinn enda fundurinn haldinn við höfuðvígi þeirrar hreyfingar, Austurvöll. Sigmar var samt alveg sæmilega harður að þagga niður í köllum úr sal.
Steini Thorst, 23.4.2009 kl. 13:00
Steini: Ég gagnrýndi Steinunni í annarri færslu og þessari líka.
Steingrímur: Sammála.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.4.2009 kl. 14:46
Já, Steini, maðurinn er ótrúverðugur. Líka Bjarni Ben, Illugi og spillingar-Þorgerður. Og bara sjúklegt að Illugi og Þorgerður skuli enn vera þarna. Og spillingar-Þorgerður no. 2!?!
EE elle (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 15:31
Fyrirgefðu Steini, ´comment´mitt að ofan var til Steingríms J.
En mér finnst ekki bara styrkjamálið skjóta stoðum undir ótrúverðugleika þeirra sem ég nefndi að ofan.
Ofurháir styrkir þó, frá fyrirtækjum til stjórnmálamanna, eru grunsamlegir og gera stjórnmálamennina sem taka við þeim ótraustvekjandi og ótrúverðuga. Styrkur til Össurar var miklu minni. Veit ekki með Steinnunni. Hafi hún fengið milljónir er hún líka grunsamleg og ótrúverðug. Flokkur skiptir þar engu máli.
EE elle (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.