Leita í fréttum mbl.is

Ég er í góðum hópi óvina Framsóknarflokksins

Mér líður eins og stoltri móður.

Nú eða stoltum og glaðbeittum skemmileggi.

Framsóknarflokkurinn telur mig óvin flokksins.

Mikið skelfing er ég upp með mér, þó þetta komi mér í opna skjöldu, hef verið að mæra konurnar í flokknum en það telst greinilega ekki með.

-----

Leyniskjöl: Óvinir Framsóknar í bloggheimum

Þetta eru þeir sem teljast "andstæðingar" Framsóknarflokksins í bloggheimum.

Miðvikudagur 22. apríl 2009 kl 13:36

Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)

DV hefur undir höndum Excel skjal frá Framsóknarflokknum yfir óvini flokksins í bloggheimum. Á listanum er meðal annars Bjarni Harðarson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, Samfylkingarfólkið Dofri Hermannsson, Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir og Helga Vala Helgadóttir. Auk þeirra er Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, á listanum.

DV barst skjalið frá heimildarmanni innan flokksins. Nöfn ofantaldra eru birt í skjalinu undir fyrirsögninni Bloggarar – Andstæðingar. Nöfn allra sem eru á listanum eru eftirfarandi:

(Nafn, stjórnmálaskoðun, slóð á blogg)

Andrés Jónsson, XS, www.andres.eyjan.is
Árni B. Steinarsson Norðfjörð, ??, www.taoistinn.blog.is
Baldur McQuees, ??, www.baldurmcqueen.com
Bjarni Harðarson, L, www.bjarnihardar.blog.is
Björgvin Valur Gíslason, XS, www.bjorgvin.eyjan.is
Bryndís Ísafold Hlöðversdóttir, XS, www.bryndisisafold.eyjan.is
Dofri Hermannsson, XS, www.dofri.blog.is
Dögg Pálsdóttir, XD, www.doggpals.blog.is
Gunnar Axel Gunnarsson, XS, www.gunnaraxel.blog.is
Helga Vala Helgadóttir, XS, www.eyjan.is/helgavala
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, ??, www.kreppan.blog.is
Jenný Anna Baldursdóttir, ??, www.jenfo.blog.is
Jón Ingi Cæsarsson, XS, www.joningic.blog.is
Jónas Kristjánsson, ?? , www.jonas.is
Lára Hanna Einarsdóttir, ??, www.larahanna.blog.is
Ómar Ragnarsson, ??, www.omarragnarsson.blog.is
Róbert Marshall, XS, www.marshall.hexia.net
Sigurjón Þórðarson, XF, www.sigurjonth.blog.is
Þór Jóhannsson, ??, www.thj41.blog.is

Í skjalinu er einnig að finna upplýsingar um herráð flokksins sem hittist klukkan hálf níu á hverjum morgni. Auk þess er að finna upplýsingar um bloggara sem eru hliðhollir flokknum. DV mun á næstu klukkustundum birta þessar upplýsingar á dv.is.

-----

Nú þakka ég fyrir að vesælli persónu minni sé sýndur þvílíkur heiður að ég geti talist skipta máli svona yfir höfuð.

Svo get ég ekki verið að gera Framsóknarmenn að meiri ómerkingum en þeir þegar eru og mun því leggja mig alla fram til að gera þá ekki að ósannindamönnum og hamast í þeim eins og brjálæðingur fram að kosningum - og eftir kosningar ef þurfa þykir.

Reyndar mætti listinn vera betur unninn.  Þeir setja spurningamerki við stjórnmálaflokk þann sem ég tilheyri.

Reyndar tilheyri ég engum en fyrir þessar kosningar er ég merkt í bak og fyrir - ég er vinstri græn.

Hvað er að þessu liði?

Ég legg til að þeir fari að dæmi Jóhönnu Sigurðardóttur og steinþegi (og skrifi) fram yfir kosningar.

Skjóta sig í lappirnar hvað?


mbl.is Þögn Jóhönnu til umræðu í Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Jæja nú er að passa sig Jenný. Ertu búin að fá þér lífvörð ?

Erum við að verða vitni að nýju MacCarthy tímabili á klaknanum ?

hilmar jónsson, 22.4.2009 kl. 14:21

2 identicon

Ja hérna.Þetta hefur mig grunað lengi,áróðursmaskínur sem fylgjast með hverjum þeim er dirfast að andmæla stefnunni.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 14:25

3 identicon

Það eru allir flokkarnir bútir að sortera þetta eins og B listinn.  Ekkert meira um það að tala.

ÞJ (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 14:37

4 identicon

Ég held að Framsóknarflokkurinn geti bætt öllum frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins á þennan ofsóknaræðislista sinn, því að þeir hafa verið mjög duglegir við að tala illa um Framsóknarflokkinn á vinnustaðafundum sínum.

Stefán (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 14:41

5 identicon

Til hamingju!

brandur (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 14:44

6 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hehehe þeir lesa líklega ekki bloggið þitt úr því að þeir vita ekki hvar þú stendur í stjórnmálum!

Hrönn Sigurðardóttir, 22.4.2009 kl. 14:46

7 identicon

hvar getur maður skráð sig á listann...person non grata

zappa (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 15:06

8 Smámynd: Rögnvaldur Þór Óskarsson

Glæpakvendið Jenný gengur laust.

Mér finnst þetta svoldið töff, að vera sett á lista yfir andstæðinga framsóknar. Það hljóta margir að fyllast minnimáttarkend yfir því að vera ekki á listanum.

Til hamingju með frægðina.

Rögnvaldur Þór Óskarsson, 22.4.2009 kl. 15:13

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Já ég er frekar svektur yfir að ná ekki inn.

hilmar jónsson, 22.4.2009 kl. 15:15

10 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Ætli sé hægt að kæra sig inn á slíkan lista - ég held að hver maður hljóti að vera ákafur í að komast þangað!

Annars er ekki sama um hvaða málaflokk er að ræða: Framsóknarflokkurinn hefur hagað sér eins og hreinasta óargadýr í náttúruverndar- og bankamálum, en þó bjargaði hann líklega Íbúðalánasjóði þannig honum er var ekki alls varnað. Nánari greining á honum verður samt að bíða

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 22.4.2009 kl. 15:17

11 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ég skoðaði listann: enginn Finnur!!! þetta er fólskuleg árás á mig persónulega

Finnur Bárðarson, 22.4.2009 kl. 15:23

12 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Er maður svona "ómerkilegur"?  Ég ætla að kæra mig inn á þennan lista

Sigrún Jónsdóttir, 22.4.2009 kl. 15:43

13 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Alltaf er verið að bögga mig og skilja mann útundan.

Ég sem hélt að ég hefði úthúðað Ólafi Ólafs, Sigga Einars, Geir Magnússyni, strákunum hans Magnúsar Bjarnfreðssonar og Binga, til að fá í það minnsta smá hlutdeild í óinalistanum.

Djöfulsins fokkings fokk.

Srilljón djöflar.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 22.4.2009 kl. 16:01

14 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er í kasti... 

Mibbó og aðrir öfundsjúkir kæri sig inn á listann með tölvupósti á framsokn@framsokn.is! Drífa sig...

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.4.2009 kl. 16:06

15 Smámynd: Isis

Er ekki Dv að oftúlka orðið "andstæðingur"? Mér finnst það svolítið, Þeir eru eflaust baraað fylgjast með bloggum fólks sem talar mikið um pólitík eða eru pólitíkusar. Þú ert vinstri-græn... og þar af leiðandi andstæðingur framsóknarflokksins ekki satt? Þyrfti líklega að kenna blaðamönnum Dv muninn á orðinu "andstæðingur" og "óvinur"... það er bara ekki það sama... En samt... skemmtilegur listi

Isis, 22.4.2009 kl. 16:18

16 identicon

Rithöfundur þessa bloggs er svo kengfatlaður að það hálfa væri helmingi meira en nóg.

Er ekki bara komið gott hjá þér? Ég held að þú lifir í Múmínálfalandi þar sem allt er svo frábært. Heimurinn er bara ekki svona góður.

Í mannheimum sem og í dýraheimum mun alltaf gilda lögmál Darwins: Hinir hæfustu munu lifa. Þannig er það bara.

Því fyrr sem þú áttar þig á því, því betra!

Guð minn almáttugur, hættu þessu væli!  

Sigurðurq (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 16:59

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég er hálf móðgaður að hafa ekki verið talinn til óvina framsóknar, en til hamingju Jenný mín að njóta þess heiðurs sem ég vil kalla!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.4.2009 kl. 17:01

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

(Sigurðurq)Emanuel Hanson: Þú átt að skrifa svona óþverra undir fullu nafni, thank you very much.

Megir þú svo reka þig í dyrakarm.

Takk öll, en hvað með blómvönd?  Ekki jurt verið send.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2009 kl. 17:31

19 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já Sæll !!!!!!!!!!    Hehehehe ég er líka í kasti.  Þetta er það klikkaðasta sem ég hef lesið hér í dag.  Dísus hvað þeir eiga bágt.  Sendum þeim konfekt ekki spurning. 

Ía Jóhannsdóttir, 22.4.2009 kl. 17:49

20 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ía: Ég á að fá konfekt og blóm.  Það er ekki á hverjum degi sem maður kemst á lista, nú nema ef vera skyldi vanskilalista.  Múha.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2009 kl. 18:16

21 identicon

Já, þetta virðist ekkert vera rosalega skarpt lið sem bjó til þennan lista. Veit ekki einusinni hvaða stjórnmálaskoðun einn frambjóðandi á þessum lista hefur og fara rangt með nöfn osfrv.

Kannski það sé sama liðið sem bjó til þennan lista og taldi atkvæðin í kosningunum á framsóknarþinginu.

Bjöggi (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 20:19

22 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bjöggi: Nú er ég í kasti.  Auðvitað hefur talningarnefndin sett saman listann.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2009 kl. 22:21

23 identicon

snilld

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 14
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2987316

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband