Leita í fréttum mbl.is

Hvar vorum við?

Þá er það komið á hreint.

Enginn þingmaður VG né aðrir sem tóku þátt í prófkjörum fyrir flokkinn hlutu styrki til að kosta prófkjörsbaráttu.

Enda harðbannað í VG.

Mínir menn, dúllurnar.

Gæti knúsað þau öll og geri um leið og ég næ þeim í kremjufæri.

En..

mér finnst eins og þjóðfélagið nötri, að það kraumi undir löppunum á okkur, hlutir sem áttu aldrei að komast fyrir almenningssjónir sullast nú og buslast upp á yfirborðið.

Eins og náttúruhamfarir, óstöðvandi, lútandi sínum eigin lögmálum.

Alls kyns óþverri.

Krakkar, hvað vorum við að gera á meðan öll þessi spilling blómstraði?

Af hverju spurði enginn neins (amk. fáir)?

Vildum við ekkert heyra, ekkert vita?

Af hverju settum við ekki spurningarmerki við flottræfilsháttinn?

Kommon, vorum við í sólbaði eða að bora í nefið?

Svei mér þá, ég er eitt spurningarmerki!

Ekki að þetta sé almenningi að kenna, en svei mér þá þetta er með ólíkindum.


mbl.is VG menn þáðu ekki styrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

æjú, við vorum nokkur sem spurðum. En maður var alltaf kveðinn í kaf. Enda bara öfundsjúkur, var það ekki?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 21.4.2009 kl. 22:42

2 identicon

við vorum í ljósum meðan þeir voru í sólbaði...og tókum öll þátt í þessu segja stjórnmálamenn,sem nú hefur komið í ljós að fengu sérmeðferð í bönkunum...

zappa (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 22:48

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hildigunnur: Ég veit nákvæmlega, maður þótti ekki merkilegur pappír þegar maður röflaði á blogginu svo ég taki dæmi.  Öfundsjúkur og metnaðarlaus lúser bara og við því var lítið hægt að segja.

Ég er bara að velta því fyrir mér hversu aðhaldslaus pólitík getur leitt heila þjóð í vanda, ólýsanlegan vanda.

Zappa: Hehe.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.4.2009 kl. 22:52

4 Smámynd: Þór Jóhannesson

Það er beinlínis ógeðfellt að heyra fólk segja setningar eins og "við tókum öll þátt í þessu" - því ég og tugir þúsunda annara tókum ekki þátt í neinu af þessu en samt eigum við og börnin okkar borga. Og þið sem tókuð þátt í þessu eins og klappstýrur spillingar- og mútuflokkanna gerðu víst eiga nú líka börn sem varla er hægt að kenna um að hafa tekið þátt í þessu heldur.

En það er rétt að við sem reyndum að benda á ógeðið í mörg ár vorum úthrópuð fyrir að vera "öfundsjúk" og "kunna ekki að gleðjast með öðrum" o.sv.frv. - nú er komið að skuldardögum og ekki ælta ég að borga og ekki ætla ég að sonur minn borgi snefil af þessu heldur.

VG - hefur varað við og bent á svikin ljót í 10 ár en fengið yfir sig háðglósur auðvaldsplebbanna en nú á þjóðin að standa saman og kjósa þá því annars er hún að skrifa undur sukkið hjá hinum.

Þór Jóhannesson, 21.4.2009 kl. 23:09

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þór: Algjörlega spot on.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.4.2009 kl. 23:11

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég hef öngva ástæðu til að efa yfirlýzíngu fréttafulltrúa VG um þetta mál, enda er hann örugglega í flokknum & því óspjallaður.

Steingrímur Helgason, 21.4.2009 kl. 23:20

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

en allt verður í lagi eftir kosningar, því Joð mun vitanlega selja hugsjónir sínar fyrir ráðherrastól.

ég spái þvi sumsé að hann fái að verma forsætisráðherrastólinn í skiptum fyrir ESB aðildarumræður.

ekki það ég ætli að gráta það neitt. persónulegar ambisjónir sumra geta stundum orðið fjöldanum til góða.

en þetta er auðvitað bara mín prívat spá.

Brjánn Guðjónsson, 21.4.2009 kl. 23:36

8 identicon

Hef unnið sem aldrei fyrr undanfarin ár. Þurft að hafa meira fyrir hlutunum, skattahækkanir læddust að manni með hlutfallslega lækkandi pers.afslætti og lækkandi vaxtabótum skv. nýrri skýrslu. Mokaði (án þess að átta mig á því) undir 1% fjölskyldna sem tóku ekki þátt í að greiða fyrir samfélagslega þjónustu en gátu náðarsamlegast nýtt sér hana. Setti samt oft spurningarmerki við "minnst spilltasta landið", hverjir voru að gefa upplýsingar? En að mann óraði fyrir fjóshaugnum sem maður stóð á...Oj bara! Fólk sem treyst var fyrir valdi til að stjórna, einhverju því dýrmætasta sem maður framselur, lætur kaupa sig. Við hljótum að hafa verið í því að bora í báðar nasir fyrst við fundum ekki lyktina.   Er að hugsa um að nota hendurnar til annars á laugardaginn.

Solveig (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 23:58

9 Smámynd: Hörður B Hjartarson

  Brjánn trúir þú þessu virkilega upp á Skallagrím , en hvað með ESfylkinguna , hefur þú trú þar ;)  ?

  Eru ekki kosningaloforð til að svíkja ? Jú hingað til.

Hörður B Hjartarson, 22.4.2009 kl. 00:02

10 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Tjah, maður nokkur sem mér skilst að geri ekki neitt fyrir ekki neitt hafi greitt allar skuldir R-listans. Hvernig skydu þeir hjá VG hafa bókfært það?

Emil Örn Kristjánsson, 22.4.2009 kl. 00:05

11 identicon

Þór Jóhannesson tók nánast af mér orðið þarna.  Hann sagði allt sem þarf.  happy smiley #46

EE elle (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 00:31

12 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Við vorum bara skítblönk og skömmuðumst okkar fyrir að vera ekki með í góðærinu.

Síðan kom óvart í ljós að "við" vorum normal, ekki "þau"...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 22.4.2009 kl. 01:09

13 Smámynd: Jens Guð

  Ég kvitta undir hvert orð hjá Þóri.  Þetta heyrðist fyrst hjá Björgólfi eldri í sjónvarpsviðtali;  að allir hafi tekið þátt í sukkinu.  Bara lýgi og kjaftæði en átti kannski við um alla sem voru í sukkinu með honum.

  Ég ber mikla virðingu fyrir flestum í VG (nema Kolbrúnu Halldórsdóttir.  Nenni ekki að fara út í hvers vegna).  Og bendi í leiðinni á að við í Frjálslynda flokknum höfum aldrei tekið tekið við mútum eða verið bendluð við spillingu.  Þvert á móti hefur FF alltaf verið í andófi gegn spillingu og hann Ólafur F.,  vinur minn,  hefur verið á flugi gegn spillingu í Reykjavík.  En hefur haft í ströngu að snúast við að upplýsa um spillinguna þar á bæ.

Jens Guð, 22.4.2009 kl. 05:21

14 identicon

Má ég benda á vinsælan málshátt sem gengur þessa dagana: Þar sem spilling er þar er Guðlaugur Þór Þórðarson

Stefán (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 08:45

15 identicon

Fyrir tveimur árum sýndi Stöð 2 hinn árlega þátt, Kryddsíld. Þar var meðal þátttakenda Steingrímur J. Sigfússon. Í lok þáttarins kom fram að Alcan, álverið í Straumsvík, hefði styrkt útsendingu þáttarins. Vinstrigrænir urðu æfir og spöruðu hvorki stóru orðin né heilagleikann, fremur en venjulega. Ögmundur Jónasson sagði „met hafa verið slegið í smekkleysu að stjórnmálaforingjar sitji frammi fyrir þjóð sinni í boði Alcan í kjölfar álinnpakkaðar mútugjafar til Hafnfirðinga.“ Og Steingrímur J. Sigfússon bætti því við, að það væri „sérstaklega óviðeigandi að stórfyrirtæki sem stendur fyrir mjög umdeildum áformum“ styrkti „umræðuþátt stjórnmálamanna af þessu tagi, það finnst mér óviðeigandi já.“

Nokkrum mánuðum seinna sendi VG styrktarbeiðni til Alcan, undirritaða af SJS.

Tómas Örn Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 09:57

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir orð Jens hér að ofan Frjálslyndir eru flekklausir í þessu eins og Vg.  Og það er vel.  Þetta er óþolandi ástand og þarf að upplýsa fyrir kosningar hverjir tóku við greiðslum og hverjir ekki. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2009 kl. 10:24

17 identicon

Og þó er Borgarahreyfingin komin.  Kannski mun flokkavald pólitísku flokkanna veikjast ef fólkið kýs þá.  Og kannski getum við kosið fólk næst.  Las núna´comment´Jens Guð að ofan.  Ok, af pólitísku flokkunum eru Frjálslyndir og VG líkl. heiðarlegastir. 

EE elle (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 10:39

18 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ef imprað var á því að ég hefði enga trú á því að í bankanum væru til peningar fyrir þeim pappírsfjöllum af hlutabréfum sem gefin voru út á sínum tíma þá var ég, ef ég man rétt, félagsskítur, öfundssjúk, óalandi og óferjandi á allan hátt ásamt fleiri neikvæðum lýsingarorðum en ég kæri mig um að muna........

Hrönn Sigurðardóttir, 22.4.2009 kl. 11:24

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tómas Örn: Á þessu var skýring.  VG sendi út stuðningsbeiðnir af póstlista og mínusaði ekki út sérstök fyrirtæki.

Ég held að enginn flokkur hafi gert það.

Hættu svo þessu klóri í bakkann.

Birgir Már: Nú er hver sótraftur á sjó dreginn.  Íhaldið í skelfingu og litlu flokksmennirnir sendir út í bloggheima til að veita viðnám.

Takk öll fyrir þátttökuna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2009 kl. 11:54

20 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

"VG sendi út stuðningsbeiðnir af póstlista og mínusaði ekki út sérstök fyrirtæki"... æ, æ, neyðarlegt. Annað hvort var þetta svakalegur kjánaskapur eða aumt yfirklór. Hvort heldur er... VG eru bara ekki jafn hvítþvegnir og sumir láta í veðri vaka.

Emil Örn Kristjánsson, 22.4.2009 kl. 12:20

21 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Emil: Jájá, allt í lagi.  Voði, voði.

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2009 kl. 13:41

22 identicon

Birgir Már Guðmundsson að ofan:

1." Heyra þetta bull í ykkur"
2."Þið ættuð frekar að óttast getu ykkar flokks....."
3. "Sjálfsblekking og oftrú fáfræðinga....."
4."Þið kannski trúið á jólasveininn líka?"

1. Ok, við öll að ofan bullum bara og ruglum.
2. Ég er óháður kjósandi, á engan flokk.
3. Ekki skrifar þú nú eins og neinn vitringur.
4. Nei, en kannski trúir þú á álfa.  Undan hvaða steini komstu?

EE elle (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 2987323

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband