Sunnudagur, 19. apríl 2009
Með kjaft og attitjúd
Ég er ekki eins og fólk er flest, ég veit það og er sátt við það.
Þetta kemur fram í því, til dæmis, að ég nenni ekki svona byssuogbófalöggæslu og skrúfa niður í sjónvarpinu.
Auðvitað er frábært að dópið sé tekið, því komið í lóg (vonandi) og þeir sem reyna að smygla því fái sín maklegu málagjöld.
Málið er að það eru bara sjaldnast þeir sem fjármagna og verða milljóna(jarða)mæringar sem nást, bara milliliðirnir, undirsátarnir, oft náungar sem eru í skuld við dópgreifana.
Samt er alveg látið eins og það hafi tekist að uppræta valmúaakrana í Langburtistan, eins og þeir leggja sig, ekki að ég sé að gera lítið úr þessu magni og allt það.
Löggan verður svo dramó (munið þið síðustu stóru sendingu sem þeir náðu í? Settu á langborð og stelpulöggur beint úr Worldclass sitthvoru megin við borðið? Vó, heví stöff).
Áhuginn er gífurlegur, eltingarleikur sem berst um landið og miðin, löggan fær raðfullnægingar af spenningi og það eru jólin.
Ég geispa og hugsa, jájá, bráðum kemur næsta sending og hún fer í gegn.
Þann dag sem sjálfu frumógeðinu verður skellt á bak við lás og slá skal ég fylgjast með af áhuga.
Á meðan skipti ég um stöð og andvarpa í hljóði dálítið þakklát fyrir fíkniefnalögregluna.
Þ.e. þegar hún er ekki að fara hamförum gegn sprotafyrirtækjunum í borginni (djók).
Gat verið, segið þið, að helvítis tuðmajan hafi getað fundið eitthvað neikvætt við stórkostlegar hamfarir löggunnar í eltingaleik við dópsalana í dag.
Hm.. hún kann ekki að skammast sín.
Hún játar, skammast sín ekki rassgat og er með harðsnúið attitjúd og ætlar að vera fram yfir kosningar.
Hún ætlar að rífa kjaft svo hjálpi henni Óðinn, Þór og Freyja.
Yfir 100 kg af fíkniefnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag, Löggæsla | Breytt s.d. kl. 21:48 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Mér fannst nú World Class beiburnar flottar. Með sílikon og alles. En get alveg viðurkennt að uppstillingin var kjánaleg. Eiginlega meira en það. En kannski fóru þær í gegnum lögguskólann sem uppstillingarbeibur fyrir dópfundi? Hvað veit ég. Hins vegar finnst mér athyglisvert hvað mikið af þessum grænmetishvetjandi plöntum eru að finnast núna. Framsókn var einhvern tímann með kosningarvíxilinn: Fíkniefnalaust Ísland 2000. Getur verið að þeir hafi endurnýjað hann og núna sé komið að greiðslu? Svo er alltaf hugmynd hvort að það sé betra fyrir framboðin að svona fréttir séu í fyrirrúmi eða fréttir um tugi milljóna í rassvasa framboðanna.
Ævar Rafn Kjartansson, 19.4.2009 kl. 22:06
Gleymdi: „Því komið í lóg, vonandi“! Ertu að gefa í skyn að fíknó sé í skýjunum? Ég veit að Landhelgisgæslan er það þegar þeir eiga fyrir bensíni en fíknó......?
Ævar Rafn Kjartansson, 19.4.2009 kl. 22:09
Málið er að það eru bara sjaldnast þeir sem fjármagna og verða milljóna(jarða)mæringar sem nást, bara milliliðirnir, undirsátarnir, oft náungar sem eru í skuld við dópgreifana.
Ég þekki náið til þessara mála Jenný og þessi lína hér að ofan er einn mesti misskilningurinn sem til er um þennan málaflokk, sjáðu bara dæmið með Þorstein gamla þjóðverjann og Þorstein Kragh.
AE (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 00:19
Já, þær eru flestum minnisstæðar vaxtarræktartútturnar sem "pósuðu" fyrir framan hlaðborðið.
Annars er ég orðin svo gegnsýrð af samsærishugmyndum að ég sé alveg eins fyrir mér að á meðan löggan og tollurinn er á sjóskíðum á eftir fartojinu.... komist hópur af lúsum og músum með sitt í land.
Eygló, 20.4.2009 kl. 00:59
Stelpur þið getið alveg orðið svona geðveikt sjúklega rosalegar eins og þessar gellur í löggunni, það er aldrei of seint að byrja, en með því að grenja yfir þeim byrjiði á röngum enda.
Rífiði ykkur bara upp fyrir hádegi og æfið pósurnar með mynd af þeim á speglinum.... ehhh, nei líklega þurfiði að byrja á einhverju öðru en að æfa pósurnar.
S. Lúther Gestsson, 20.4.2009 kl. 02:21
Mín pósa er: maginn út og rassinn niður
Eygló, 20.4.2009 kl. 03:21
Hugsaði næstum það sama og þú þetta með undirsáta og skreppudýr þegar ég las þetta hér á forsíðu Moggans í morgun.
Já svo er bara að trúa á Goðin að þeir veri með þjóðinni um næstu helgi heheheh..... held við verðum að leita til Þórs líka, hann er töffarinn mikli.
Ía Jóhannsdóttir, 20.4.2009 kl. 07:24
Ég er nú ekki sammála þér núna Jenný! Ég er afskaplega fegin að þetta efni komst ekki í umferð! Alveg afskaplega!! Það má vel vera að fíklar finni sér annað efni í staðinn fyrir þetta sem var á leið á götuna. En ég er samt voða fegin!
Hrönn Sigurðardóttir, 20.4.2009 kl. 08:56
Ég er reyndar alveg sammála þér hér. Það er nefnilega ekki verið að eltast við frumógeðin. Heldur aðeins afleifðirnar. Þegar menn fara að stinga á kýlinu fyrir alvöru og taka þá sem fjármagna og stjórna þessu, þá hefur sennilega mikið vatn runnið til sjávar og kosningasjóðirnir sem taka við mútugreiðslunum þornaðir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.4.2009 kl. 09:01
Voðaleg kvenfyrirlitning er þetta á þesssu bloggi gagnvart lögreglukonum.
Þess utan: þú ert náttúrulega annaðhvort snillingur eða viðriðin að búa yfir svona miklum upplýsingum um hvernig málinu er háttað.
Borat (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 09:17
Gaman væri nú er einhver af þessum blaðamönnum okkar reyndi að upplýsa t.d. hver á hraðbátinn sem var notaður smyglið og í framhaldi af því, hver á skútuna.
Reyndar er spurning hvort íslenska dómskerfið er fært um að höndla svona mál þar sem það hefur verið markvisst brotið niður með því að í stað þess að velja HÆFUSTU mennina sem dómara eru valdir þeir sem hafa FLOKKSSKÍRTEINI Í SJÁLFSTÆÐISFLOKKNUM
Alli, 20.4.2009 kl. 10:31
Auðvitað veit engin af þessum leppum hver sá hái fjármagnari er, svo eigi kemst upp um þau kvikindin.
Sá ekki steramyndina enda allt í lagi búin að sjá þær svo margar.
Stundum þegar ég dett inn í fréttir, (sem er sjaldan núna) þá hrekk ég oft við og hugsa: ,, Hægan er ég að horfa á CIA eða eitthvað álíka?"
Þetta fer þeim ekki vel eða við kannski svona old fasion.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.4.2009 kl. 10:50
Takk fyrir líflega umræðu, sem var einmitt það sem ég var að fiska eftir.
1. Ég er fegin hverju grammi sem gert er upptækt og nær því ekki að komast til að eyðileggja æsku þessa lands.
2. Ég er dedd á móti lögleiðingu kannabis, nema sem lyfs, enda á að nota allt sem getur gert líf sjúklinga bærilegra.
Borat: Á bak við hvaða andskotans tré varstu þegar guð útdeildi gleði og gáska? Og í hvaða almenningsklósetti náðir þú þér í þetta skítaviðhorf?
AE: Takk fyrir þessar upplýsingar. En ég fyllist vonleysi stundum vegna þess að það er eins og hinir eiginlegu glæpamenn séu svo vel varðir og milliliðirnir sitji í fangelsi. En þarna eru greinilega ánægjulegar undantekngar.
Takk öll aftur.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2009 kl. 11:02
Ég sé á nýjustu myndum af blaðamannafundinum að þeir hafa stillt upp einni glæsilegri stelpu við fíkniefnin, asskotti fit.
Þeir hafa örugglega skellt henni þarna eftir að vera búnir að lesa Jenný, ha,ha,ha.
S. Lúther Gestsson, 20.4.2009 kl. 11:04
Lúther: Fíknó liggur á blogginu mínu, so sure.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2009 kl. 11:59
Jenný ... þú ert svo klár að blóta.
Á bak við hvaða tré hefur þú verið undanfarin ár þegar femínistar hafa boðað fagnaðarerindið og frætt okkur um skaðsemi þess að hlutgera konur og kvenlíkamann? Það er fólk eins og þú sem kemur í veg fyrir að sannkallað jafnrétti komist á með því að líta á konur fyrst of fremst út frá útliti þeirra og kynþokka. Þetta er hræðilegt, ég hélt að við værum lengra komin.
Það komin mynd af nýrri lögreglukonu. Endilega drífið ykkur að hlutgera líkama hennar og ræða líkamlegt form hennar.
Ég á ekki til orð!
Borat (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 11:59
Borat: Það er einmitt verið að hlutgera konur með því að stilla þeim upp á þennan máta.
Áttu ekki til orð?
Það er hið besta mál.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2009 kl. 12:25
Þú ert nú meiri kvenfyrirlitningurinn.
Hvað meinarðu? ... þarf að gera það sérstaklega að umræðuefni að löggæslufulltrúinn hafi verið kona og enn get þess sérstaklega að henni hafi orðið á að uppfylla hæfniskröfur í starfið um að vera í góðu formi?
Hefði embættið þá verið að hlutgera karlmenn ef téðir fulltrúar hefði verið karlkyns?
eða hefðu gínur verið þér þóknanlegri? .. hvernig eigum við að snúa okkur í þessu?
Borat (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 12:35
Borat: Þú hefur komið hér inn áður með stæla.
Þú skrifar ekki undir nafni, sem er ókei, upp að því marki að felunafnið sé ekki notað til að kasta skít.
Þú talar um að ég sé dugleg að blóta.
Bjóstu við að það brytust út fagnaðarlæti þegar þú veður hér inn í kommentakerfið og gefur í skyn að ég geti mögulega verið viðriðin þetta dópmál.
Ónei, alls ekki.
Þessum lögreglukonum var stillt upp þarna í einhvers konar pósu.
Það er ekki eins og þær séu mikið sýnilegar svona yfirleitt, en þarna þótti ástæða til að hafa tvær, heilar tvær konur.
Já mér finnst það tilgerðarlegt og óegta.
Kvenfyrirlitning? Kanntu annan?
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2009 kl. 12:49
Stæla? ... í býð jafntefli hvað það varðar ... munum að færslan þín ber titilinn "með kjaft og attitjúd" og í fyrsta svarinu þínu til mín komu fyrir orðin, "andskotans", "almenningsklósetti" og "skítaviðhorf" þannig að jafntefli er bara nokkuð rausnarlega boðið.
Og þetta með að þú sért viðriðin var augljóslega ekki meint bókstaflega heldur var ég að benda á að þú veist ekkert hvort hinir handteknu eru höfuðpaurar eða hvort þeir fjármögnuðu dílinn eða ekki. Tómar getgátur og leiðinlega snjáð samsærisbullkenning sem venjulegt fólk virðist ekki þreytast á að kjammsa á sem væru í innsta koppi undirheima.
Eftir stendur sú skoðun mín að það er ekkert annað en kvenfyrirlitning að gera það að sérstöku umtalsefni þegar sést til lögreglukvenna. Enn meir fyrirlitning kemur fram þegar þær sömu konur eru lastaðar fyrir að vera í góðu líkamlegu formi og þær sagðar í pósu! ... að hverju ertu að íja? Að yfirlögregluþjónn hafi kallað þær inn og sagt eitthvað á þessa leið: "jæja stelpur, það er myndataka út af húsbílamálinu. Við þurfum einhverjar sætar til að standa við dópið. Má ég nú sjá ... Stína, þú ferð og Gunna en Gulla, þú hefur fitnað! ertu ekki að nota worldclass kortið sem við gáfum þér?. Þið hinar, reynið nú að vera svolítið sexý á myndunum. Upp með brjóstin og út með rassinn". Það má líka benda á að lögreglumenn og konur eru jafnan í yfir meðallagi góðu formi. Það leiðir af hæfniskröfum sem til þeirra eru gerðar. Þér hlýtur þá að finnast eitthvað athugavert við það að sjá sólbrúnan og stæltan karlkyns lögregluþjón eða hvað?
Að sjá eitthvað dularfullt við það að konur starfi í lögreglunni og að þær séu sýnilegur hluti af lögregluliðinu felur óneitanlega í sér að þá skoðun að konur séu ekki fullgildir meðlimir lögregluliðsins og að þær hafi verið ráðnar þangað inn á annarlegum forsendum. Að ætla þeim svo að hafa látið segja sér hvaða stellingu "pósu" þær ættu að vera í er hreinlega eins og að segja að þær væru með hænuheila.
Þetta er það sem ég kalla femíníska kvenfyrirlitningu ... fyrir allan peninginn.
Borat (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 15:48
Borat: Ég elska þig líka.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2009 kl. 16:06
Neiii Jenný, jafntefli? Þér fer aftur.
S. Lúther Gestsson, 20.4.2009 kl. 16:19
Lúther: Ég er hreinlega að kafna úr væmni þessa dagana, algjörlega óþolandi, ég veit það, en ég næ vopnum mínum.
Hvað ætlarðu að kjósi Lútheró?
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2009 kl. 17:06
Edrú, allsgáður og og farin að finna frelsið. Sjálfstæðisflokkinn.
S. Lúther Gestsson, 20.4.2009 kl. 17:57
Er Borat sílikon beiba með mazebrúsa?
Ævar Rafn Kjartansson, 20.4.2009 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.