Föstudagur, 17. apríl 2009
Og vitið þið hvað?
Ég var að velta því fyrir mér fyrr í kvöld hvort það væri ekkert líf, ekkert bloggefni, ekkert stuð, fyrir utan pólitík, hústökur og bankahrun.
Jú, víst er það. Það má blogga um ýmislegt.
En þá vandast málið.
Ég get ekki bloggað um drauma, þú treður ekki heilaflippi næturinnar, sem sjaldnar meikar sens, upp á fólk sem rekst inn á bloggsíðuna þína.
Ég get ekki bloggað um veikindi. Ég veit ekkert leiðinlegra en veikindi, þó það megi geta þess hér að ég er raddlaus á sjöunda, með sprungna hljóðhimnu og skapvonsku í sögulegu hámarki.
Ég get hins vegar bloggað um allt og ekkert, skrifað heilu færslunar um eitthvað vísindafokk, en ég er ekki stemmd fyrir fíflagang á meðan ég bíð eftir kosningum.
Sko, þetta með veikindin (gat verið ég er komin á fullt), það er ekkert leiðinlegra en fólk sem lifir í veikindum.
Bloggar um þau.
Talar um þau.
Veltir þeim fyrir sér.
Les um þau.
Er þau.
Hm..
Hef ég sagt ykkur að ég er með sprungna hljóðhimnu?
Var ég búin að segja ykkur að ég get ekki talað?
Gleymdi ég að geta þess að mig verkjar í báðar hnéskeljar eftir bænahald morgunsins?
Örugglega ekki.
Og vitið þið hvað?
Í nótt dreymdi mig draum.
Hann innihélt Bjarna Ben, bókhald Guðlaugs Þórs, John Lennon, hlaðið kökuborð en ekkert kaffi. Leit að fjársjóði, dollara í búntum og týnda skó.
Það má geta þess að Bjarni Ben er vita laglaus samkvæmt draumi.
En ég ætla ekkert að blogga um það neitt.
Þið mynduð ekki skilja upp né niður.
Segi svona.
Góða nótt aularnir ykkar.
"Talk to the hand"
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Menning og listir | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Kæra Jenný; Nýverið dreymdi mig köflóttan borðdúk, sveittan garðálf, Hannes Hólmstein, Derrick heitinn og sex skoska fjárhunda -alla með skotthúfur að æfa ræl með Þjóðdansafélagi Reykjavíkur.
Hef eiginlega ekki á heilli mér tekið síðan. Treysti þér kvenna best til að ráða þessi ósköp fyrir mig...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 17.4.2009 kl. 01:57
Jæja góðan daginn bara
Jónína Dúadóttir, 17.4.2009 kl. 06:09
Mig dreymdi Davíð Oddsson í doppóttum fötum borðandi brauð með malakoffi og viti menn.....það snjóaði daginn eftir
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 07:22
Jenný hvaða bók ertu að lesa núna? Hér á að vera broskall!
Ía Jóhannsdóttir, 17.4.2009 kl. 08:25
Mig langar í kaffi......... hey og kökur! Bezt ég skondrist út til Guðna bakara.
Hrönn Sigurðardóttir, 17.4.2009 kl. 09:02
Hrönn: Gott að geta orðið að kökuliði.
Ía: Dali Lama og Sjöunda skotmarkið. En ég er að drekka berserkjasveppate. Heldurðu að það sé málið? Hahaha.
Ragna: Þú meinar að þú hafir fengið martröð? Múha.
Jónína: Sömuleiðis.
HH: Sko, þetta er djúpur draumur, við verðum að setjast niður með sérfræðingum til að fá botn í þennan. Ég gæti trúað að þarna lægi svarið við endurlausn Íslands ásamt framtíða samskiptum okkar við IMF.
Ójá.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2009 kl. 09:09
Hehe Jenný mín, nú ertu farin að flippa aðeins. Nú er bara rúm vika eftir til kosninga, svo þú ættir að hafa þetta af En vonandi batnar þér fljótt og vel bestust mín.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.4.2009 kl. 09:11
Það kíktu við fulltrúar frá Sjálfstæðisflokknum í vinnuna hjá mér í gær. Það var hlegið að bullinu í þeim út í eitt og þeir fóru út snippir og snauðir ( af atkvæðum ). Við hverju bjóst þetta aumingjalið eiginlega ? Loksins eru íslendingar að vakna upp af sínum þyrnirósarsvefni, nema auðvitað 20 % hjörðin sem vill leyfa Sjálfstæðisflokknum að leiða þjóðina áfram til slátrunar. Það lið vakir sofandi og dreymir vonandi illa.
Stefán (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 09:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.