Leita í fréttum mbl.is

"It was the best of times. It was the worst of times"

Gaman að sjá blússandi siglingu VG í NV-kjördæmi í skoðanakönnun, vel að merkja.

Það sem skiptir máli er þó það sem er talið upp úr kjörkössunum.

Ég horfði á borgarafundinn frá Ísafirði á RÚV í kvöld.

Það var mikið um frasapólitík og svona, en þannig eru valdaflokkarnir vanir að tala.

Ég var ánægð með Gunnar hjá O og svo auðvitað stórdúlluna hann Jón Bjarnason, minn mann á vettvangi.

Að horfa á Sjálfstæðisframbjóðendann var hins vegar aulahrollsvekjandi lífsreynsla sem mig langar ekki að endurtaka í bráð.

Þrátt fyrir kokhreysti mannsins, sem sagði "það er klárt mál", "algjörlega kristaltært" og "alveg á hreinu" í hvert sinn sem hann opnaði munninn, þá dauðvorkenndi ég honum.

Það er ábyggilega ekki auðelt að vera á framboðslista fyrir Sjálfstæðismenn á þessum síðustu tímum.

Sá frjálslyndi var ágætur.

Framsókn, já Framsókn.  Af þeim er ekkert að frétta bara.

Svo er best að skella sér í eina frábærustu byrjun á bók sem ég þekki til.

It was the best of times. It was the worst of times. It was the age of wisdom. It was the age of foolishness. It was the epoch of belief. It was the epoch of incredulity. It was the season of hope. It was the season of despair.”

Þetta er nefnilega málið.

Í þessu línum kristallast það ástand sem við búum við núna.

Gerum það besta úr því.


mbl.is Vinstri græn stærst í NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég minni á að þessi sjálfstæðisframbjóðandi sem þú varst svona ofboðslega (lítið) hrifin af er einn af þeim sem ber höfuðábyrgð á þessu hneyksli!

Ég vona að kjósendur í NV kjördæmi láti hann "axla ábyrgð" og forðist að kjósa hann og flokkinn hans. Svona fólki þurfum við ekki á að halda.

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.4.2009 kl. 01:13

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek undir með Láru Hönnu, ég tel það vera glæp eða er það heimska sem fær menn til að gera svona samninga. þeir verða nú bara að fara að gera sér grein fyrir því sjálfsstæðismenn að þeirra háttur gengur ekki lengur og vona ég að þeir bíði afhroð í öllum kjördæmum.

Framsón þeir þurrkast bara út, eða er það ekki.
Kveðja í daginn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.4.2009 kl. 07:15

3 identicon

Hva? Ekkert um Gutta?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 08:44

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér með Jón og minn mann, þeir voru flottir og svo Gunnar Omaður.  Mín heitasta ósk er að Sjálfstæðismenn fái að axla ábyrgð og fari í pólitíska útlegð næsta áratuginn eða tvo. Þeir hafa brennt upp allt sem heitir trúverðugleiki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2009 kl. 09:28

5 Smámynd: Anna

Ég eindregið hvet Sjálfstæðisflokkinn til þess að halda áfram andstöðu sinni vegna lýðræðislegra umbota. Þeir eru að grafa sýna gröf. Flott mál.

Anna , 7.4.2009 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband