Leita í fréttum mbl.is

"Svindlaðu"

 sara og jenny una

Hér er lítil stúlka gestur í nótt.

Það er auðvitað Jenný Una sjálf.

Jenný Una hefur verið lasin, var orðin þreytt á að dúsa heima og fékk að koma heim með ömmu og afa í dag.

Í kvöld vorum við að spila barnaspil sem felst í að veiða úr spilahrúgu og finna samstæðar myndir.

Jenný Una fór stundum frjálslega með reglur spilsins en sagði að það mætti af því þetta væri "baddnaspil" (útskýrði það ekki nánar).

Eftir að hafa unnið glæsta sigra á ömmunni sem fannst það ekki leiðinlegt sagði hún hughreystandi við mig:

"Amma ef þú tapar næst þá getir þú bara svindlað."

Amman: "Nei það má ekki svindla í spilum."

Hið forstokkaða fjögurra ára barn: Jú þú mátt svindla.  Það stendur í reglunum, ég lesti það í gær"

Svo rétti hún með spilabunkann, töluvert hortug sú stutta og sagði:

"Stokkaðu".

Ég elska smáfólk og er það nema von.

Jabbs.

P.s. Jenný Una með mömmu sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Börnin eru alveg yndisleg. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.4.2009 kl. 00:34

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hún er algjört yndi þessi fallega stúlka

Sigrún Jónsdóttir, 4.4.2009 kl. 00:53

3 Smámynd: Eygló

Hættulega fallegur gangster

Eygló, 4.4.2009 kl. 03:14

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Dúllurassinn!  Góða helgi

Ía Jóhannsdóttir, 4.4.2009 kl. 07:18

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 4.4.2009 kl. 08:55

6 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Einar Örn Einarsson, 4.4.2009 kl. 10:25

7 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 10:30

8 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Krúttlegt ofan í tær. Mjög fallegt útlitið á síðunni þinni.

Knús á þig kéddling.

Edda Agnarsdóttir, 4.4.2009 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 2986898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband