Leita í fréttum mbl.is

Það var kátt...

Þar sem ég sat og reytti hár mitt yfir málfundaæfingum þingmanna Sjálfstæðisflokks í gærkvöldi og nótt, var ég að hugsa um að það þyrfti dauðan mann til að þola fíflaganginn í þeim og að missa ekki eitthvað miður fallegt út úr sér.

Dauðir menn tala ekki og þeir finna heldur ekki til í eyrunum svo vitað sé.

Svo eftir að Árni söng,  Arnbjörg hló að eigin hnyttni og krúttlegheitum (jeræt) kom Katrín í ræðustól, og sagði það sem ég hefði viljað segja.

"Hættið svo þessu helvítis væli".

Ég var reyndar búin að segja þessa setningu stundarhátt hér í stofunni heima og fleira miður fallegt og ég fann til mikillar samkenndar með Katrínu.

Það voru sem betur fer engin vitni að einræðum mínum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins.  Eins gott.

Katrín baðst síðan afsökunar á orðbragðinu en sjálfstæðismenn fóru nánast á límingunum vegna orðavals þingmannsins.

"But no worry".

Það er búið að ræsa út búsáhaldabyltinguna.

Allir sem vettlingi geta valdið rjúka nú niður á Austurvöll.

Sjálfstæðiflokkurinn fær ekki leyfi frá þjóðinni til að koma í veg fyrir breytingarnar á stjórnarskránni.

Og svo mega þeir væla hver um annan þveran þegar þeim verður það ljóst.

Þeir geta grátið fljóti, en ég vil að þeir geri það heima hjá sér.


mbl.is „Hættið þessu helvítis væli"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar notalegar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.4.2009 kl. 18:17

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Katrín góð eins og alltaf.

Helga Magnúsdóttir, 2.4.2009 kl. 18:42

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Kata hún klikkar ekki

Ingibjörg Hinriksdóttir, 2.4.2009 kl. 18:50

4 identicon

Kata minn maður!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 19:00

5 Smámynd: patty og selma

hehe

patty og selma, 2.4.2009 kl. 19:20

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið rosalega skil ég hana vel að hafa misst þetta út úr sér.  Þetta er bara sannleikurinn ómengaður, en það má víst aldrei segja hlutina hreint út. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.4.2009 kl. 21:49

7 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Það þótti alveg voðalegt þegar Steingrímur græni blótaði í þinginu fyrir nokkrum árum. Svo kom Helga Sigrún framsóknarkona og nefndi nafnið á heimkynnum Kölska. Og Katrín krati er engu skárri. Þetta er auðvitað ein andskotans forsmán. Allt annað uppá teningnum hjá hinum heilögu mönnum íhaldsins.

Sigurður Sveinsson, 3.4.2009 kl. 03:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 2987152

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband