Þriðjudagur, 31. mars 2009
Hámark lágkúrunnar
Satt best að segja þá er ég löngu hætt að horfa á Ísland í dag. Ég hreinlega gafst upp.
Svo ég segi það beint út; ég fékk orðið grænar bólur við að sjá Séð og heyrt parið birtast á skjánum með andskotans nærmyndirnar og annað ámóta yfirborðskennt efni.
En svo las ég Heiðu vinkonu mína áðan. Hún var að blogga um nærmynd sem hafði verið sýnd í kvöld af Björgólfi Thor.
Henni var ekki skemmt.
Þetta varð ég að sjá.
Ég byggði mig upp andlega og lét vaða í þáttinn.
Fyrirgefið, en er verið að gera tilraun til að gera fólk brjálað úr reiði?
Eða aulahrolli.
Björgólfur Thor er svo mikið krútt, segja vinir hans. Hann fer á skíði, er stundum alveg blankur á matsölustöðum eins og vinirnir og svo fer hann með börnin sín í dýragarð um leið og hann stjórnar símafundum.
Svooooo mikið krútt.
Hvað er að þeim þarna á Stöð 2?
Hafa þeir tekið leynilega ákvörðun um að eyða sjálfum sér með lélegu efni?
Hrista hreinlega af sér áhorfendur með ofbeldi, svei mér þá.
Ég er að minnsta kosti glöð yfir einu, eða varð um leið og ég var búin að hrista af mér aulahrollinn og reiðina (þetta er einn af mönnunum sem eru búnir að skuldbinda okkur Íslendinga nokkrar kynslóðir fram í tímann, lifir ljúfa lífinu í London og er enn á fokkings Forbes listanum, þó hann hafi færst eitthvað neðar), þá gladdist ég smá.
Ég horfi ekki lengur á þá þarna á stöðinni.
Ég þarf ekki að liggja í krampakenndum aulahrolli með óbragð í munninum frekar en ég vil.
Ég mun ekki misbjóða mér aftur.
Hér er upphafningin af peningamógúlnum Björgólfi Thor sem fór og skildi þjóðina eftir með reikninginn.
En er dásamaður eins og Jesús í kirkjunni hjá þeim á tyggjókúlustöðinni.
Og nú segi ég:
Fyrirgefið á meðan ég æli OG kasta mér í vegg.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Sjónvarp, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:48 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 47
- Frá upphafi: 2987211
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 40
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Þvílíkt taktleysi að maður á ekki orð... ég er með andateppu af bræði!
Heiða B. Heiðars, 31.3.2009 kl. 23:52
Ég er svo sammála þér með Ísland í dag Úff.
Kristín Katla Árnadóttir, 31.3.2009 kl. 23:59
Það er dálítið síðan að ég hætti að horfa á þessa stöð. Þakka þér fyrir að minna mig á að það hafi verið rétt ákvörðun.
Páll Vilhjálmsson, 1.4.2009 kl. 00:20
Neikvæðni er þetta !
Ágætur þarfur þáttur & svo eru þau líka svo sæt saman & vel klædd.
'Settið' er líka einstaklega vel hannað & dregur fram í þessu fallega fólki helstu séreinkenni þess, dona útlitzlega.
Kví þarftu alltaf að vera mótdræg okkur fallega fólkinu ?
Ha ?
Steingrímur Helgason, 1.4.2009 kl. 00:25
Ég er einhvern vegin alveg í stíl við Heiðu um leið og ég flissa heimskulega að Steingrími!
Hrönn Sigurðardóttir, 1.4.2009 kl. 07:29
Eins og talað út úr mínum munni. Ég hef gert nokkrar heiðarlegar tilraunir að undanförnu til að horfa á þennan handónýta og væmna þátt, Ísland í Dag á Stöð 2. Allt getur nánast flokkast undir drasl þarna, val á efni, efnistök og stjórnendur. Aftur á móti er Ísland í Bítið á Bylgjunni til mikillar fyrirmyndar og þar er mikið fagfólk á ferð. Kastljósið í Sjónvarpinu er líka til mikillar fyrirmyndar að mínu mati. Þar eru líka spyrjendur og stjórnendur á heimsmælikvarða.
Stefán (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 08:23
Ég reyni ekki einu sinni að ergja mig yfir að horfa á sona, nægileg nálgun er að lesa um það hér
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.4.2009 kl. 08:51
Tek undir með Ásthildi.
Annars væri ég endalaust að æla og kasta mér í vegg.
Laufey B Waage, 1.4.2009 kl. 10:09
Ég er alveg sannfærð um að bráðum birtist sjónvarpsstjórinn og biðjist velvirðingar á þessum mistökum að hafa óvart birt gamlan þátt frá árinu 2007. Getur bara ekki verið nein önnur skýring á þessari kolklikkuðu tímaskekkju. Ekki nema að hefðu birt þetta í dag sem aprílgabb! Segi eins og þú "Fyrirgefið á meðan æli OG kasta mér í vegg".
Annars kallaði einhver þetta Ísland í gær! Sennilega ekki hægt að orða það betur ;-)
ASE (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 11:40
Hey... ég þori nánast að dansa tangó standandi á haus upp á að þetta var keypt þarna inn ;)
Heiða B. Heiðars, 1.4.2009 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.