Mánudagur, 30. mars 2009
Kærleiksheimilið
Ég er með pest.
Ég sverða, síðan um áramót hef ég dregið að mér hverja einustu pest sem hægt er að verða sér úti um.
Ég er ekki frá því að ég hafi aðdráttarafl á flensur í öðrum löndum líka, svei mér þá.
Hvað um það, læknirinn minn er með eitt svar við öllum mínum vandamálum, hvort sem um er að ræða kláða í auga, flensu eða verki í maga.
Hættu að reykja Jenný, segir hann. Þess vegna er ég ekkert að bögga manninn.
Rólegur á áróðrinum segi ég.
Hvað um það.
Mér er óglatt.
Ég þarf að borða, allir þurfa þess og við á kærleiks erum þar ekki undanskilin. (Pirrrrrrrrrrrrrrrrrrr).
Ég velti fyrir mér hvað ég ætti að hafa í matinn.
Súpu kannski, æi nei of mikið vesen. Tekur of langan tíma (engar pakkasúpur hér).
Kjúkling, hann er góður í veikindum, æi nei, of mikið moj þar líka.
Hvað eigum við að borða; spurði ég húsband, frekar vongóð?
Mér er alveg sama (honum leist ekki á þrumusvipinn), eitthvað snarl er það ekki bara?
Ég: Hvað þýðir það (og ég sver að þetta var orðið málefni að svipaðri stærð og BANKAHRUNIÐ í huga mér þegar hér var komið sögu)?
Hann: Hvað sem er, við getum soðið egg og svona.
Ég: Við? Eigum VIÐ að sjóða egg? Þú meinar að ég skuli gera það?
Hann: Nei, nei, ég get alveg gert það.
Þarna var ég komin á flug og ég átti svo bágt að einhver hefði átt að gera mig að mannúðarverkefni.
Ég: Þú þarft þess ekki, auðvitað geri ég það. Aldrei frí, aldrei, og ég er fárveik.
Hann: Á ég að kaupa eitthvað elskan?
Ég:
Nei annars ég ætla ekki að tíunda frekar áhrif flensu númer tuttugogörgugglegaeitthvað á skapferli mitt.
Það ber mér ekki fagurt vitni.
Ætli maður svelti ekki á kærleiks í kvöld?
Maður spyr sig.
Stundum er ljúfsárt að vera fórnarlamb.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:49 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 44
- Frá upphafi: 2987322
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 42
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr
Athugasemdir
Getur bara ekki verið flensan er búin. Þetta hljóta að vera fráhvarfseinkenni eftir flokksþingin. Nei nei nú ætla ég ekki að vera vondur og óska þér góðs bata.
Finnur Bárðarson, 30.3.2009 kl. 17:51
Þér er nær að hlusta svona mikið á sjallaáróður, maður hefur sko orðið lasin af minna, ég meina flökurt !
knús og batnikveðjur (og ég er auðvitað bara að híbblast fyrir hinu)
Ragnheiður , 30.3.2009 kl. 18:06
Það er mynd af einum Einari í orðabók menníngarsjóðz, við 'þolgæði'.
Steingrímur Helgason, 30.3.2009 kl. 18:13
haha Steingrímur góður!!
Hafðu bara pasta í matinn og hætt´essu veseni.
Hrönn Sigurðardóttir, 30.3.2009 kl. 18:31
Jenný Anna, það er mánudagur. Á mánudögum skal hafa þverskorna ýsu með nýuppteknum kartöflum og floti í kvöldmatinn. Rúgbrauð með þverhandarþykku smjöri. Fyrir börn, kverúlanta og pestsækna má setja ögn af HP sósu á diskinn.
Ingibjörg Hinriksdóttir, 30.3.2009 kl. 19:20
Það er kosturinn við húsbönd. Tilvalin til að skeyta skapi sínu á.
Helga Magnúsdóttir, 30.3.2009 kl. 19:43
Bara reykja meyra reykingar draga úr matarlist
Tryggvi (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 19:48
Auðveld greining, ofnæmi fyrir Sjálfstæðisflokknum, engin spurning. Láttu þér batna og horfðu á Steingrím.
Auður Proppé, 30.3.2009 kl. 19:49
knús og kærleikur með ósk um góðan bata. STRAX!!!
Heiða Þórðar, 30.3.2009 kl. 20:37
Ég sauð makkarónur sem ég fann í skúffu í eldhúsinu fann fíflhunang í ísskápnum hm, gott ráð ekki sjóða eggin í örbylgjuofninum ég gerði það með mjög slæmum árangri.
Svo verður alltaf hafragrautur með kanil og Ríbena í morgunmat það er að segja þegar að ég kemst út í búð, Ríbena er búið.
Kveðja
egvania, 30.3.2009 kl. 22:59
Læknirinn sagði og segir , já heimskan hefur oft komið sér vel hjá mér , jú ég gat ekki lært þetta . Það sem hrjáir þig , er vitið.
Hörður B Hjartarson, 30.3.2009 kl. 23:59
Já ! Eigðu góðan og bráðan bata .
Hörður B Hjartarson, 31.3.2009 kl. 00:01
Á sjálfur gamlan pabba, sem í hvert skifti sem ég tala við hann í síma leitar að (grunar mig) smá hósta, til að geta sagt mér að hætta að reykja!! En það er nú þannig, að þó við bælum því mesta í burt, getum við stundum orðið veik eins og hinir...!? :) Góðan bata!
Snæbjørn Bjornsson Birnir (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 00:21
Góðan bata
Jónína Dúadóttir, 31.3.2009 kl. 08:14
Elsku kegglingin. Þú ert bara eins og litlu börnin sem eru að koma sér upp mótefni og byggja upp ónæmiskerfið með þessum bráðskemmtilega pestarhætti. En nú er bara korter í vor (fyrirgefðu, þú ert væntanlega ekki í skapi fyrir Pollýönnuleikinn). Viltu uppskrift af hvítlauksseyðinu mínu? Hún svínvirkar í upphafi hverrar kvefpestar.
Laufey B Waage, 31.3.2009 kl. 09:03
Bara hætta að reikja þá hættir þú að fá flensur. Come on, þú getur það alveg.
Anna , 31.3.2009 kl. 09:13
Ég fékk í magann við að hlusta á viðtalið við Bjarna Ben á Stöð 2 í gærkvöldi Mér hefur verið óglatt síðan, held að það sé ekki pest.
Stefán (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 09:22
Skil reyndar síðasta ræðumann, en nú bráðliggur á að kenna húsbandinu að elda kjúklingasúpu; allra meina bót.
Uppskriftin er einstaklingsbundin -breytileg eftir flensum- enn bregst aldrei.
(Ómissandi: Ólívuolía, Hvítlaukur, chilli-pipar, osfrv. Verð ég ekki bara að skreppa vestur og gera þetta sjálf ?)
Hildur Helga Sigurðardóttir, 31.3.2009 kl. 09:40
Þú þarft bara að skreppa í Teigahverfið HH, þökk fyrir.
Takk öll fyrir bráðskemmtileg innlegg í baráttu minni fyrir betri heilsu. Hehemm.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.3.2009 kl. 09:56
Æ Jenný mín vonandi batnar þér sem fyrst, auðvitað fer það í skapið á manni að vera sífellt lasin og ónógur sjálfum sér. Láttu þér batna sem allra allra fyrst.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2009 kl. 10:07
Ekki reyki ég og er samt búin að vera veik eða sko þannig í margar vikur, sí geltandi og bara hundslöpp.
Elskan sendu húsbandið í Nings til að kaupa þetta sem heitir:
,, Mér er alveg sama." og ekki orð meira um það.
þetta virka hér á bæ, nema það er ekkert Nings hér, en hann kaupir þá bara eitthvað annað.
Sem betur fer á maður mat heima því ekki kemst maður út fyrir snjó.
Knús í knús
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.3.2009 kl. 17:18
Getur verið að þú reykir ekki nógu mikið? ..
Váts .. var einmitt að senda minn kall í Nings að kaupa fyrir mig Sushi! .. dularfullt!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 31.3.2009 kl. 18:12
Milla: Geri það. Takk fyrir ábendinguna.
Jóga: Mjög dularfullt.
Ásthildur: Takk ljósið mitt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.3.2009 kl. 19:09
Hef fundið þetta á mér Jóhanna og þess vegna ráðlagt Jenný þetta,
sko ekkert dularfullt við það. Við erum jú nornir eða allavega ég.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.3.2009 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.