Leita í fréttum mbl.is

Ekkert lært?

Eftir Breiðavíkurmálin og annan ámóta hrylling sem börnum var boðið upp á hér á þessu landi hélt ég að við, þ.e.a.s. kerfið sem á að halda utan um börnin sem lenda í höndunum á því, hefðu eitthvað lært.

Í nágrannalöndunum er því þannig farið að ef minnsti grunur kemur upp um að verið sé að misnota börn þá þarf fólk að leita að annarri vinnu.

Barnið er sem sagt látið njóta vafans ekki sá fullorðni.

Hér er þessu greinilega þveröfugt farið.

Maður sem starfar á meðferðarheimili út á landi fékk á sig kæru um kynferðislegt ofbeldi á stúlku í hans umsjá í fyrra er aftur grunaður.

Í fyrra tilfellinu var ekki talið ástæða til kæru og maðurinn hélt því starfinu.

Núna hefur honum verið vikið frá tímabundið á meðan málið er skoðað.

Ég veit ekkert hvort þessi maður er sekur.

Ég veit hins vegar alveg nóg til þess að komi upp svona grunur og það í tvígang þá á maðurinn að vinna við annað en að bera ábyrgð á börnum.

Við höfum einfaldlega ekki efni á að hætta neinu þegar börnin okkar eru annars vegar.

Það er klippt, skorið og einfalt mál hvað mig varðar að minnsta kosti.

En það virðist vera þannig að þegar kemur að því að velja, þá stendur fullorðna fólkið saman gegn börnunum.

Kannski mótmæla sumir þessari staðhæfingu minni og það er í lagi.

Ég bendi þeim sömu á að kynna sér barnavernd á Íslandi bæði í lengd og bráð.


mbl.is Meint kynferðisbrot á meðferðarheimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Ég hef kynnt mér þessi mál vel og er 100% sammála þér Jenný mín.

Auður Proppé, 28.3.2009 kl. 14:49

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Hvaða sleggjudómar eru þetta! Maðurinn er bara að sinna starfinu sínu. Ekkert er að marka unglingsstúlku sem er búin að vera í stanslausri fíkniefnaneyslu, selja sig, brjóta lög og stela frá almennum borgurum upp í neysluna og hvaðeina, sjálfsagt búin að vera að selja sig líka. Hversvegna ætti maður að trúa svona stelpu sem er búin að ljúga upp á aðra og um sjálfa sig árum saman til að fela neysluna, það er varla að hún viti skilin milli sannleika og lygi. Hversvegna ætli maður komist ekki upp með að nauðga henni. Þessu fórnarlambi fylgir lágmarksáhætta. Margt styður það að velja hana til að fullnægja sér og sínum fýsnum. Það er ekkert vit í því að ráðast á fólk sem getur varið sig eða er trúverðugt! Níðingar snúa sér að ungu og varnarlausu fólki því þeir eru ekki að þessu til að vera gómaðir heldur til að komast upp með þetta! Ojbara... spáið í því að fúnkera svona í hausnum á sér.

Að vera grunaður tvisvar sannar ekkert en er ærin ástæða til að vísa honum úr starfi og reyna eftir fremsta megni að komast að hinu sanna.

Rúnar Þór Þórarinsson, 28.3.2009 kl. 15:45

3 Smámynd: Anna

Kerfið er að bregðast börnunum okkar. 

Anna , 28.3.2009 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 15
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 78
  • Frá upphafi: 2987146

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband